Tímabærar breytingar í frumvarpsdrögum um stjórnarskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 20:30 Mikilvægar breytingar á embætti forseta Íslands eru lagðar til í frumvarpsdrögum um stjórnarskrána að mati prófessors í stjórnmálafræði. Viðameiri breytingar hafi þó verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina. Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun en þau byggja á sameiginlegri vinnu formanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Samkvæmt drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil, en kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. „Ísland er eina landið af níu Evrópuríkjum sem kjósa forseta sem er með 4 ára kjörtímabil. Öll hin eru með 5-7 ár og í flestum tilfellum eru þetta valdalitlir forsetar þannig að sennilega eru menn bara að færa sig að því sem að er hefðin annars staðar,“ segir Ólafur Þór Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sjálfur segist hann ekki endilega sammála því að forseti eigi að hámarki en þetta sé meginregla víða í Vestur-Evrópu, að takmörk séu fyrir því hversu lengi forseti geti setið í embætti. Hann segir ýmislegt áhugavert að finna í drögunum. „Ákvæði um þingrof eru skýrð. Það er alveg ljóst að forsetinn getur synjað tillögu forsætisráðherra um þingrof. Hann á að leita álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en hann tekur ákvörðun,“ nefnir Ólafur sem dæmi. Þá þurfi frambjóðandi að afla meðmæla að minnsta kosti 2,5% kosningabærra Íslendinga en ekki 1.500 einstaklingar eins og nú er. Þá nefnir hann að ákvæði í drögunum um að hægt verði að breyta ákvæði um landsdóm með einföldum lögum. „Það hafa nú margir talið þörf á því,“ segir Ólafur. „Til viðbótar þessu þá getum við sagt að það koma inn skýrari ákvæði um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Það breytir kannski ekki mjög miklu en það skýrir hans stöðu þar.“ Níutíu höfðu skilað inn umsögn í samráðsgátt þegar þetta er skrifað. Þeirra á meðal Samband ungra Framsóknarmanna sem vilja að kosningaaldur miði við fæðingarár en ekki átján ára afmælisdag. Á meðan sumir fjalla í umsögnum sínum um efni frumvarpsins lýsa aðrir óánægju og segja að enn sé verið að hunsa vilja þjóðarinnar með því að samþykkja ekki nýju stjórnarskrána svokölluðu. „Þetta eru mikilvægar breytingar að því leyti að þetta skýrir stöðu forsetans og þetta er sá kafli stjórnarskrárinnar sem hefur hvað lengst beðið endurskoðunar. En efnislega breytir þetta nú kannski ekki mjög miklu og margar aðrar breytingar, fyrri breytingar, til dæmis um mannréttindin, til dæmis um að gera þingið að einni deild, til dæmis um kjördæmabreytingar, þær hafi kannski verið mikilvægari en þessi,“ segir Ólafur. Þá séu fleiri breytingar til skoðunar hjá stjórnarskrárnefnd. „Væntanlega koma tillögur um meiri breytingar á öðrum sviðum, til dæmis um auðlindaákvæðið frá þeim, eða er komið,“ nefnir hann sem dæmi. Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Mikilvægar breytingar á embætti forseta Íslands eru lagðar til í frumvarpsdrögum um stjórnarskrána að mati prófessors í stjórnmálafræði. Viðameiri breytingar hafi þó verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina. Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun en þau byggja á sameiginlegri vinnu formanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Samkvæmt drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil, en kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. „Ísland er eina landið af níu Evrópuríkjum sem kjósa forseta sem er með 4 ára kjörtímabil. Öll hin eru með 5-7 ár og í flestum tilfellum eru þetta valdalitlir forsetar þannig að sennilega eru menn bara að færa sig að því sem að er hefðin annars staðar,“ segir Ólafur Þór Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sjálfur segist hann ekki endilega sammála því að forseti eigi að hámarki en þetta sé meginregla víða í Vestur-Evrópu, að takmörk séu fyrir því hversu lengi forseti geti setið í embætti. Hann segir ýmislegt áhugavert að finna í drögunum. „Ákvæði um þingrof eru skýrð. Það er alveg ljóst að forsetinn getur synjað tillögu forsætisráðherra um þingrof. Hann á að leita álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en hann tekur ákvörðun,“ nefnir Ólafur sem dæmi. Þá þurfi frambjóðandi að afla meðmæla að minnsta kosti 2,5% kosningabærra Íslendinga en ekki 1.500 einstaklingar eins og nú er. Þá nefnir hann að ákvæði í drögunum um að hægt verði að breyta ákvæði um landsdóm með einföldum lögum. „Það hafa nú margir talið þörf á því,“ segir Ólafur. „Til viðbótar þessu þá getum við sagt að það koma inn skýrari ákvæði um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Það breytir kannski ekki mjög miklu en það skýrir hans stöðu þar.“ Níutíu höfðu skilað inn umsögn í samráðsgátt þegar þetta er skrifað. Þeirra á meðal Samband ungra Framsóknarmanna sem vilja að kosningaaldur miði við fæðingarár en ekki átján ára afmælisdag. Á meðan sumir fjalla í umsögnum sínum um efni frumvarpsins lýsa aðrir óánægju og segja að enn sé verið að hunsa vilja þjóðarinnar með því að samþykkja ekki nýju stjórnarskrána svokölluðu. „Þetta eru mikilvægar breytingar að því leyti að þetta skýrir stöðu forsetans og þetta er sá kafli stjórnarskrárinnar sem hefur hvað lengst beðið endurskoðunar. En efnislega breytir þetta nú kannski ekki mjög miklu og margar aðrar breytingar, fyrri breytingar, til dæmis um mannréttindin, til dæmis um að gera þingið að einni deild, til dæmis um kjördæmabreytingar, þær hafi kannski verið mikilvægari en þessi,“ segir Ólafur. Þá séu fleiri breytingar til skoðunar hjá stjórnarskrárnefnd. „Væntanlega koma tillögur um meiri breytingar á öðrum sviðum, til dæmis um auðlindaákvæðið frá þeim, eða er komið,“ nefnir hann sem dæmi.
Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira