Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 20. júlí 2020 16:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. Sóttvarnalæknir segir að vel hafi gengið að greina sýni á sýkla- og veirufræðideild en í gær var fyrsti dagur skimunar án þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Í gær voru fimm virk smit í landinu en átta höfðu greinst með jákvætt sýni á landamærum í fyrradag og biðu allir niðurstöðu mótefnamælingar. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is greindist einn með virkt smit á landamærum í gær og sex af þeim átta sem biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust vera með mótefni en tveir með virkt smit. „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég held að þetta séu erlendir ferðamenn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Alls eru því nú átta með virkt smit covid-19 í landinu en í heildina hafa 18 greinst með virkt smit covid-19 síðan skimun hófst á landamærum 15. júní. „Það fara allir í smitrakningu og það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem fara í sóttkví sem eru í kringum þessa einstaklinga. En það er ekki mikill fjöldi. Heildarfjöldinn í dag sem er í sóttkví er rúmlega 80 einstaklingar,“ segir Þórólfur. Í gær var fyrsti dagurinn þar sem sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sá alfarið um að greina sýni eftir að Íslensk erfðagreining hætti að taka þátt. „Það hefur gengið bara mjög vel,“ segir Þórólfur. „Þau láta bara vel af sér. Þau sýni sem voru greind í gær, þau voru 1190 sýni, þannig að það er töluvert undir hámarksgetunni eins og staðan er núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú virk smit bætast við Einn greindist með virkt kórónuveirusmit við skimun á landamærum síðasta sólarhringinn. 20. júlí 2020 11:29 Sex smit greindust á landamærunum Sex greindust með kórónuveiruna við skimun á landamærum Íslands í gær. 18. júlí 2020 11:47 Hafnarstjórinn fékk 240 manna skemmtiferðaskip í fangið með stuttum fyrirvara Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. 16. júlí 2020 15:31 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. Sóttvarnalæknir segir að vel hafi gengið að greina sýni á sýkla- og veirufræðideild en í gær var fyrsti dagur skimunar án þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Í gær voru fimm virk smit í landinu en átta höfðu greinst með jákvætt sýni á landamærum í fyrradag og biðu allir niðurstöðu mótefnamælingar. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is greindist einn með virkt smit á landamærum í gær og sex af þeim átta sem biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust vera með mótefni en tveir með virkt smit. „Ég veit það ekki nákvæmlega en ég held að þetta séu erlendir ferðamenn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Alls eru því nú átta með virkt smit covid-19 í landinu en í heildina hafa 18 greinst með virkt smit covid-19 síðan skimun hófst á landamærum 15. júní. „Það fara allir í smitrakningu og það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem fara í sóttkví sem eru í kringum þessa einstaklinga. En það er ekki mikill fjöldi. Heildarfjöldinn í dag sem er í sóttkví er rúmlega 80 einstaklingar,“ segir Þórólfur. Í gær var fyrsti dagurinn þar sem sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sá alfarið um að greina sýni eftir að Íslensk erfðagreining hætti að taka þátt. „Það hefur gengið bara mjög vel,“ segir Þórólfur. „Þau láta bara vel af sér. Þau sýni sem voru greind í gær, þau voru 1190 sýni, þannig að það er töluvert undir hámarksgetunni eins og staðan er núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú virk smit bætast við Einn greindist með virkt kórónuveirusmit við skimun á landamærum síðasta sólarhringinn. 20. júlí 2020 11:29 Sex smit greindust á landamærunum Sex greindust með kórónuveiruna við skimun á landamærum Íslands í gær. 18. júlí 2020 11:47 Hafnarstjórinn fékk 240 manna skemmtiferðaskip í fangið með stuttum fyrirvara Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. 16. júlí 2020 15:31 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þrjú virk smit bætast við Einn greindist með virkt kórónuveirusmit við skimun á landamærum síðasta sólarhringinn. 20. júlí 2020 11:29
Sex smit greindust á landamærunum Sex greindust með kórónuveiruna við skimun á landamærum Íslands í gær. 18. júlí 2020 11:47
Hafnarstjórinn fékk 240 manna skemmtiferðaskip í fangið með stuttum fyrirvara Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. 16. júlí 2020 15:31