Hákon Örn stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi keppni Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2020 21:11 Hákon Örn Magnússon. Facebook Hákon Örn Magnússon, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag eftir nokkrar sviptingar. Hákon lék holurnar 36 á samtals fjórum höggum undir pari. Hákon lék fyrri hringinn í morgun afar vel og var þá á 67 höggum og lék síðari hringinn á pari. Hákon sýndi seiglu á lokaholunum en á 17. braut vippaði hann í fyrir fugli eftir að hafa slegið illa af teig og þurfti að hafa fyrir parinu á 18. brautinni en setti gott pútt í fyrir sigrinum. „Þetta var rosalega tæpt en geggjað að hafa náð að klára dæmið. Þetta er minn fyrsti sigur,“ sagði Hákon og vísar þar til þess að sigurinn var hans fyrsti á stigamóti. „Boltinn hafði nokkrum sinnum verið alveg á brúninni hjá mér í dag og það hlaut að koma að því að pútt myndi detta í holu. Kannski átti þetta bara loksins að hafast hjá mér.“ Hákon tók daginn vægast sagt snemma í morgun, eða í nótt öllu heldur, eins og aðrir kylfingar í mótinu enda var ræst út á öllum teigum klukkan 6:30 í morgun. Hákon var skiljanlega afar ánægður með fyrri hringinn í morgun en þá lék hann á 67 höggum. „Það var bara geggjaður hringur en ég byrjaði reyndar illa því ég fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. En komst þá á skrið þar sem ég fékk sex fugla á næstu átta holum.“ Gamla kempan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr Golfklúbbi Suðurnesja var höggi á eftir Hákoni. Guðmundur Rúnar fór illa að ráði sínu en hann var með forystu á fimm undir pari eftir að hafa leikið afar vel. En hann fékk skolla á 16. og 18. holu og það náði Hákon að nýta sér. Heimamaðurinn Axel Bóasson var á tveimur undir pari eins og Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss. Daníel Ísak Steinarsson úr Keili lék samtals á höggi undir pari og voru því fimm kylfingar í karlaflokki undir pari þegar uppi var staðið. Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hákon Örn Magnússon, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag eftir nokkrar sviptingar. Hákon lék holurnar 36 á samtals fjórum höggum undir pari. Hákon lék fyrri hringinn í morgun afar vel og var þá á 67 höggum og lék síðari hringinn á pari. Hákon sýndi seiglu á lokaholunum en á 17. braut vippaði hann í fyrir fugli eftir að hafa slegið illa af teig og þurfti að hafa fyrir parinu á 18. brautinni en setti gott pútt í fyrir sigrinum. „Þetta var rosalega tæpt en geggjað að hafa náð að klára dæmið. Þetta er minn fyrsti sigur,“ sagði Hákon og vísar þar til þess að sigurinn var hans fyrsti á stigamóti. „Boltinn hafði nokkrum sinnum verið alveg á brúninni hjá mér í dag og það hlaut að koma að því að pútt myndi detta í holu. Kannski átti þetta bara loksins að hafast hjá mér.“ Hákon tók daginn vægast sagt snemma í morgun, eða í nótt öllu heldur, eins og aðrir kylfingar í mótinu enda var ræst út á öllum teigum klukkan 6:30 í morgun. Hákon var skiljanlega afar ánægður með fyrri hringinn í morgun en þá lék hann á 67 höggum. „Það var bara geggjaður hringur en ég byrjaði reyndar illa því ég fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. En komst þá á skrið þar sem ég fékk sex fugla á næstu átta holum.“ Gamla kempan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr Golfklúbbi Suðurnesja var höggi á eftir Hákoni. Guðmundur Rúnar fór illa að ráði sínu en hann var með forystu á fimm undir pari eftir að hafa leikið afar vel. En hann fékk skolla á 16. og 18. holu og það náði Hákon að nýta sér. Heimamaðurinn Axel Bóasson var á tveimur undir pari eins og Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss. Daníel Ísak Steinarsson úr Keili lék samtals á höggi undir pari og voru því fimm kylfingar í karlaflokki undir pari þegar uppi var staðið.
Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira