Golf

Rahm með góða forystu fyrir lokahringinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jon Rahm.
Jon Rahm. vísir/Getty

Spænski kylfingurinn Jon Rahm hélt uppteknum hætti á þriðja degi Memorial mótsins sem fram fer í Ohio í Bandaríkjunum um helgina en mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Rahm hefur leikið vel og fór þriðja hring á 68 höggum sem er fjórum höggum undir pari vallarins.

Er hann í góðri stöðu fyrir lokahringinn þar sem hann er efstur á samtals 12 höggum undir pari. Næstir á eftir honum eru Bandaríkjamennirnir Tony Finau og Ryan Palmer á samtals 8 höggum undir pari.

Sýnt verður beint frá lokahringnum á Stöð 2 Golf á morgun og hefst útsending klukkan 17:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×