Segir „grimmilega aðför“ Icelandair að FFÍ óskiljanlegan afleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2020 20:09 Jóhanna Sigurðardóttir var formaður Flugfreyjufélags Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar. Johannes Jansson/norden.org Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, birtir í dag Facebook-færslu þar sem hún segir að það sem hún kallar „grimmilega aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands“ sé óskiljanlegur afleikur og mistök. Icelandair tilkynnti í gær að kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir við FFÍ hafi verið slitið og að öllum flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. „Halda forsvarsmenn félagsins virkilega að það sé leiðin út úr vandanum að knésetja flugfreyjur/flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni lífeyrissjóðanna og stjórnvalda? Hvílík heimska,“ skrifar Jóhanna, sem gegndi embætti formanns Flugfreyjufélags Íslands á árunum 1966 til 1969. Þá segir hún að með því að sniðganga Flugfreyjufélagið sé verið að færa verkalýðsbaráttu meira en öld aftur í tímann, „þar sem launafólk, ekki síst konur, var beitt kúgun, ofbeldi og hótunum af atvinnurekendum.“ Hvaða fordæmi er verið að skapa með svona ógnarstjórnun? „Að atvinnurekendur geti bara leitað á önnur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verkalýðshreyfinguna og stuðla að annars konar stéttarbaráttu þar sem leikreglur atvinnurekenda ráða för?“ spyr Jóhanna. Hún bætir þá við að við aðstæður sem þessar geti ríkisstjórnin ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hafi skyldu til þess að forða gífurlegum átökum á vinnumarkaðnum, sem ekki sjái fyrir endann á. Aðilar funda þrátt fyrir fréttir gærdagsins Þó að Icelandair hafi í gær tilkynnt um viðræðuslit og uppsagnir flugfreyja og þjóna virðist öll von ekki úti enn. Samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélagsins funda nú í húsnæði ríkissáttasemjara, og því útlit fyrir að aðilar vilji reyna hvað þeir geta í lokatilraun til þess að ná saman. Kjaramál Icelandair Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, birtir í dag Facebook-færslu þar sem hún segir að það sem hún kallar „grimmilega aðför Icelandair að Flugfreyjufélagi Íslands“ sé óskiljanlegur afleikur og mistök. Icelandair tilkynnti í gær að kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir við FFÍ hafi verið slitið og að öllum flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. „Halda forsvarsmenn félagsins virkilega að það sé leiðin út úr vandanum að knésetja flugfreyjur/flugþjóna og stinga þau í bakið? Trúa þeir því í raun og veru að þetta sé leiðin að liðsinni lífeyrissjóðanna og stjórnvalda? Hvílík heimska,“ skrifar Jóhanna, sem gegndi embætti formanns Flugfreyjufélags Íslands á árunum 1966 til 1969. Þá segir hún að með því að sniðganga Flugfreyjufélagið sé verið að færa verkalýðsbaráttu meira en öld aftur í tímann, „þar sem launafólk, ekki síst konur, var beitt kúgun, ofbeldi og hótunum af atvinnurekendum.“ Hvaða fordæmi er verið að skapa með svona ógnarstjórnun? „Að atvinnurekendur geti bara leitað á önnur mið ef launþegar lúta ekki vilja þeirra? Þá sé leiðin bara að lama verkalýðshreyfinguna og stuðla að annars konar stéttarbaráttu þar sem leikreglur atvinnurekenda ráða för?“ spyr Jóhanna. Hún bætir þá við að við aðstæður sem þessar geti ríkisstjórnin ekki setið hjá aðgerðalaus. Hún hafi skyldu til þess að forða gífurlegum átökum á vinnumarkaðnum, sem ekki sjái fyrir endann á. Aðilar funda þrátt fyrir fréttir gærdagsins Þó að Icelandair hafi í gær tilkynnt um viðræðuslit og uppsagnir flugfreyja og þjóna virðist öll von ekki úti enn. Samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélagsins funda nú í húsnæði ríkissáttasemjara, og því útlit fyrir að aðilar vilji reyna hvað þeir geta í lokatilraun til þess að ná saman.
Kjaramál Icelandair Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira