Fótbolti

Alfons og félagar óstöðvandi í Noregi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfons í leik með U21 árs landsliði Íslands.
Alfons í leik með U21 árs landsliði Íslands. vísir/getty

Þrír íslenskir knattspyrnumenn voru að ljúka sínum verkefnum í efstu deildum Evrópu en Íslendingaslagur var í Noregi á meðan Ögmundur Kristinsson hélt marki sínu hreinu í Grikklandi.

Dagur Dan Þórhallsson lagði upp eitt mark Mjondalen þegar liðið beið lægri hlut fyrir Bodo/Glimt í norsku úrvalsdeildinni. Alfons Sampsted lék allan leikinn í vörn Bodo/Glimt sem sigraði leikinn 2-3. 

Alfons og félagar á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 9 leiki.

Í Grikklandi lék Ögmundur allan tímann í marki Larissa og hélt hreinu í markalausu jafntefli gegn Xanthi.

Ögmundur skrifaði á dögunum undir samning við gríska stórveldið Olympiakos og mun ganga í raðir þess þegar yfirstandandi leiktíð lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×