Hvaleyrabikarinn verður allur spilaður á morgun eftir aðra frestun í dag Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júlí 2020 12:04 Sigurvegarar síðustu ára. mynd/gsí Veðrið hefur sett frekari strik í reikninginn í Hvaleyrarbikarnum í golfi, stigamótinu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, annan daginn í röð. Keppni hefur verið hætt í dag vegna veðurs og til stendur að láta keppendur leika 36 holur á morgun til að skera úr um úrslit en ekkert var leikið í gær. Kylfingarnir voru sendir af stað við erfiðar aðstæður í morgun sem þó voru betri en í gær þegar fyrsta keppnisdegi var aflýst en þegar veður versnaði var leik hætt í dag. Ekki voru allir farnir af stað í dag og fyrir vikið verður skorið á þeim holum sem leiknar voru í morgun strikað út og byrjað upp á nýtt eldsnemma í fyrramálið. Er það gert vegna sanngirnissjónarmiða. Á morgun koma kylfingarnir til með að leika 18 holur fyrir hádegi og aðrar 18 holur eftir hádegi. Til að koma því fyrir er fyrirkomulaginu breytt með þeim hætti að ræst verður út á öllum teigum kl 6:30 í fyrramálið. Fjórir verða saman í ráshópi í stað þriggja eins og venjan er í stigamótum GSÍ. Á síðari hringnum eftir hádegið verður ræst út á 1. og 10. teig samtímis. Veðurspáin á að vera betri á morgun og vonir standa því til þess að veðurguðirnir og golfguðirnir geti komið sér saman um að leyfa snjöllustu kylfingum landsins að glíma við Hvaleyrarvöllinn á morgun. Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Veðrið hefur sett frekari strik í reikninginn í Hvaleyrarbikarnum í golfi, stigamótinu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, annan daginn í röð. Keppni hefur verið hætt í dag vegna veðurs og til stendur að láta keppendur leika 36 holur á morgun til að skera úr um úrslit en ekkert var leikið í gær. Kylfingarnir voru sendir af stað við erfiðar aðstæður í morgun sem þó voru betri en í gær þegar fyrsta keppnisdegi var aflýst en þegar veður versnaði var leik hætt í dag. Ekki voru allir farnir af stað í dag og fyrir vikið verður skorið á þeim holum sem leiknar voru í morgun strikað út og byrjað upp á nýtt eldsnemma í fyrramálið. Er það gert vegna sanngirnissjónarmiða. Á morgun koma kylfingarnir til með að leika 18 holur fyrir hádegi og aðrar 18 holur eftir hádegi. Til að koma því fyrir er fyrirkomulaginu breytt með þeim hætti að ræst verður út á öllum teigum kl 6:30 í fyrramálið. Fjórir verða saman í ráshópi í stað þriggja eins og venjan er í stigamótum GSÍ. Á síðari hringnum eftir hádegið verður ræst út á 1. og 10. teig samtímis. Veðurspáin á að vera betri á morgun og vonir standa því til þess að veðurguðirnir og golfguðirnir geti komið sér saman um að leyfa snjöllustu kylfingum landsins að glíma við Hvaleyrarvöllinn á morgun.
Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira