Fyrstur til að verða meistari með báðum Madrídarliðunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2020 17:15 Thibaut Courtois hefur átt frábært tímabil með Real Madrid. getty/Diego Souto Thibaut Courtois og félagar í Real Madrid urðu Spánarmeistarar í gær. Real Madrid sigraði Villarreal, 2-1, á meðan Barcelona tapaði fyrir Osasuna, 1-2. Þetta er 34. Spánarmeistaratitill Real Madrid. Þetta er í annað sinn sem Courtois verður spænskur meistari en belgíski landsliðsmarkvörðurinn afrekaði það einnig með Atlético Madrid 2014. Courtois er fyrsti leikmaðurinn sem verður Spánarmeistari með báðum stóru Madrídarliðunum, Real og Atlético. Thibaut Courtois is the first player ever to win the La Liga title for both halves of Madrid pic.twitter.com/wFNjziHzPy— B/R Football (@brfootball) July 16, 2020 Eftir erfiða byrjun hjá Real Madrid eftir félagaskiptin frá Chelsea hefur Courtois náð fyrri styrk og verið frábær á þessu tímabili. Ljóst er að Courtois fær Zamora verðlaunin sem eru veitt þeim markverði sem fær á sig fæst mörk að meðaltali í leik í spænsku úrvalsdeildinni. Hann fékk þessi verðlaun einnig tvisvar þegar hann lék með Atlético Madrid, þ.á.m. meistaratímabilið 2013-14. Ferilskrá Courtois er ansi glæsileg en hann hefur einnig unnið landstitla í Belgíu og á Englandi. Þá var hann valinn besti markvörður HM 2018 þar sem Belgar enduðu í 3. sæti. Courtois á nóg eftir en hann er aðeins 28 ára. Thibaut Courtois has basically completed goalkeeping: Zamora trophy and league titles in Spain Golden glove and league titles in England GOTY and league title in Belgium Golden Glove at the World Cup for best keeper pic.twitter.com/PCS7QFx2hp— ESPN FC (@ESPNFC) July 17, 2020 Real Madrid mætir Leganés í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar klukkan 19:00 á sunnudaginn. Þann 7. ágúst mæta nýkrýndir Spánarmeistarar Manchester City í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabéu, 1-2, og stendur því vel að vígi fyrir þann seinni. Spænski boltinn Tengdar fréttir Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00 Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30 Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14 Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59 Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Thibaut Courtois og félagar í Real Madrid urðu Spánarmeistarar í gær. Real Madrid sigraði Villarreal, 2-1, á meðan Barcelona tapaði fyrir Osasuna, 1-2. Þetta er 34. Spánarmeistaratitill Real Madrid. Þetta er í annað sinn sem Courtois verður spænskur meistari en belgíski landsliðsmarkvörðurinn afrekaði það einnig með Atlético Madrid 2014. Courtois er fyrsti leikmaðurinn sem verður Spánarmeistari með báðum stóru Madrídarliðunum, Real og Atlético. Thibaut Courtois is the first player ever to win the La Liga title for both halves of Madrid pic.twitter.com/wFNjziHzPy— B/R Football (@brfootball) July 16, 2020 Eftir erfiða byrjun hjá Real Madrid eftir félagaskiptin frá Chelsea hefur Courtois náð fyrri styrk og verið frábær á þessu tímabili. Ljóst er að Courtois fær Zamora verðlaunin sem eru veitt þeim markverði sem fær á sig fæst mörk að meðaltali í leik í spænsku úrvalsdeildinni. Hann fékk þessi verðlaun einnig tvisvar þegar hann lék með Atlético Madrid, þ.á.m. meistaratímabilið 2013-14. Ferilskrá Courtois er ansi glæsileg en hann hefur einnig unnið landstitla í Belgíu og á Englandi. Þá var hann valinn besti markvörður HM 2018 þar sem Belgar enduðu í 3. sæti. Courtois á nóg eftir en hann er aðeins 28 ára. Thibaut Courtois has basically completed goalkeeping: Zamora trophy and league titles in Spain Golden glove and league titles in England GOTY and league title in Belgium Golden Glove at the World Cup for best keeper pic.twitter.com/PCS7QFx2hp— ESPN FC (@ESPNFC) July 17, 2020 Real Madrid mætir Leganés í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar klukkan 19:00 á sunnudaginn. Þann 7. ágúst mæta nýkrýndir Spánarmeistarar Manchester City í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabéu, 1-2, og stendur því vel að vígi fyrir þann seinni.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00 Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30 Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14 Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59 Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Kroos fagnaði titlinum með hamborgara og frönskum Hvernig fagna menn, þaulvanir í þeim fræðum, því að vinna spænska meistaratitilinn í fótbolta? Þjóðverjinn Toni Kroos fékk sér að minnsta kosti hamborgara og franskar. 17. júlí 2020 14:00
Messi lét menn heyra það hjá Barcelona: Hlutirnir verða að breytast Lionel Messi er ekki yfirlýsingaglaður maður en hann lét menn heyra það eftir að Barcelona tapaði á heimavelli á móti liðinu í ellefta sæti í gærkvöldi en á sama tíma vann Real Madrid titilinn. 17. júlí 2020 07:30
Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra. 16. júlí 2020 22:14
Real Madrid spænskur meistari Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli. 16. júlí 2020 20:59
Barcelona þarf að sætta sig við silfrið Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1. 16. júlí 2020 20:57