Hyperion XP-1 vetnis-ofurbíll verður frumsýndur í ágúst Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. júlí 2020 07:00 Útlínur Hyperion XP-1 Ameríska sprotafyrirtækið Hyperion ætlar að kynna vetnis-ofurbíl sem notast við tækni frá Nasa. Bíllinn verður kynntur í næsta mánuði. Hann er vistvænn en á að vera ógnar aflmikill. Hyperion XP-1 er grænn kostur á móti ofurbílum sem notast við bensín eða jafnvel dísel. Þá hefur bíllinn það fram yfir raf-ofurbílana að það er auðveldara að fylla á hann heldur en rafbílana, sem tekur vissan tíma að hlaða. Að fylla á vetnið tekur álíka tíma og að setja bensín eða dísel á bíl. Angelo Kafantaris stofnaði Hyperion árið 2011 og er framkvæmdastjóri félagsins í dag. Bíllinn er breiður og útlínurnar eru ekki ólíkar Bugatti Veyron. Það er óljóst hvort bíllinn er tveggja sæta eða fjögurra sæta. Frammistaða Hyperion XP-1 er enn mikið leyndarmál. Upphaflega stoð til að frumsýna bílinn á bílasýningunni í New York en henni hefur nú verið aflýst vegna kórónaveirufaraldursins. Hann verður því sýndur í netfrumsýningu í ágúst. Verð og öll smáatriði eru ennþá óljós en verða væntanlega gerð opinber við frumsýningu. Reikna má með að bíllinn verði seldur í fáum eintökum. Vistvænir bílar Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Ameríska sprotafyrirtækið Hyperion ætlar að kynna vetnis-ofurbíl sem notast við tækni frá Nasa. Bíllinn verður kynntur í næsta mánuði. Hann er vistvænn en á að vera ógnar aflmikill. Hyperion XP-1 er grænn kostur á móti ofurbílum sem notast við bensín eða jafnvel dísel. Þá hefur bíllinn það fram yfir raf-ofurbílana að það er auðveldara að fylla á hann heldur en rafbílana, sem tekur vissan tíma að hlaða. Að fylla á vetnið tekur álíka tíma og að setja bensín eða dísel á bíl. Angelo Kafantaris stofnaði Hyperion árið 2011 og er framkvæmdastjóri félagsins í dag. Bíllinn er breiður og útlínurnar eru ekki ólíkar Bugatti Veyron. Það er óljóst hvort bíllinn er tveggja sæta eða fjögurra sæta. Frammistaða Hyperion XP-1 er enn mikið leyndarmál. Upphaflega stoð til að frumsýna bílinn á bílasýningunni í New York en henni hefur nú verið aflýst vegna kórónaveirufaraldursins. Hann verður því sýndur í netfrumsýningu í ágúst. Verð og öll smáatriði eru ennþá óljós en verða væntanlega gerð opinber við frumsýningu. Reikna má með að bíllinn verði seldur í fáum eintökum.
Vistvænir bílar Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent