Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. júlí 2020 21:20 Júlía Fanney Jóhannesdóttir og Sonja Daníelsdóttir hjá Villikanínum. Vísir/Baldur Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. Eftir að fréttir bárust af dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum vegna smitandi lifrardreps í mars síðastliðnum ákváðu nokkrar konur að stofna dýraverndunarfélagið Villikanínur. „Við vissum ekkert hvað væri í gangi þá. Þetta gæti hafa verið einhver að eitra þannig að við vildum bara bjarga sem flestum. Þannig að við fórum bara af stað við að bjarga öllum.,“ sagði Sonja Daníelsdóttir einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikanína. Þær hafa náð að bjarga um áttatíu kanínum á nokkrum mánuðum sem nú hafa fjölgað sér. „Þannig að við erum búin að vera með fullt af ungum. Við erum búin að læra alveg heilan helling á þessu og við erum með fósturheimili úti um allt. Við gætum þetta ekki án þeirra,“ segir Sonja. „Tilgangur okkar er að bjarga þeim, bólusetja þær og fara með til dýralæknis. Mörg dýr hafa komið inn veik og eru að kveljast. Við viljum bara bjarga þeim,“ segir Júlía Fanney Jóhannesdóttir sem einnig er ein af stofnendum félagsins. Enn séu kanínur að drepast í Elliðaárdalnum og mesta vinnan fari í að bjarga þeim. Fjöldi kanína séu þó á ýmsum stöðum á landinu sem þær bjargi líka. „Þær eru úti um allt. Fólk er að sleppa þeim og þær eru að fjölga sér,“ segir Júlía Fanney. Ein af kanínunum.Stöð 2 Ein af kanínunum sem komið hefur verið til aðstoðar er Askja en hún kom til Villikanína eftir að köttur hafði komið með hana heim til eiganda sinna. Sonja segir að hún kanínurnar hafi verið ómeiddar og kötturinn hafi ekki skilið eftir á þeim svo mikið sem skrámu. Önnur hafi þó verið með eyrnabólgu og hin með augnsýkingu. „Það má segja að kötturinn hafi bjargað þeim því þær komust til læknis,“ segir Sonja. Þegar kanínunum líður betur finnur félagið heimili handa þeim. Villikanínur, sem reiða sig á styrki frá almenningi, njóta liðsinnis dýralækna, Matvælastofnunar og borgarinnar. „Þeim líður ekkert vel þarna úti. Þær geta ekki stillt líkamshitann ef þær blotna þannig að íslenska veðrið er alls ekki fyrir þær, segir Júlía Fanney á meðan að þakklát kanína hjúfrar sig upp að henni. Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. Eftir að fréttir bárust af dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum vegna smitandi lifrardreps í mars síðastliðnum ákváðu nokkrar konur að stofna dýraverndunarfélagið Villikanínur. „Við vissum ekkert hvað væri í gangi þá. Þetta gæti hafa verið einhver að eitra þannig að við vildum bara bjarga sem flestum. Þannig að við fórum bara af stað við að bjarga öllum.,“ sagði Sonja Daníelsdóttir einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikanína. Þær hafa náð að bjarga um áttatíu kanínum á nokkrum mánuðum sem nú hafa fjölgað sér. „Þannig að við erum búin að vera með fullt af ungum. Við erum búin að læra alveg heilan helling á þessu og við erum með fósturheimili úti um allt. Við gætum þetta ekki án þeirra,“ segir Sonja. „Tilgangur okkar er að bjarga þeim, bólusetja þær og fara með til dýralæknis. Mörg dýr hafa komið inn veik og eru að kveljast. Við viljum bara bjarga þeim,“ segir Júlía Fanney Jóhannesdóttir sem einnig er ein af stofnendum félagsins. Enn séu kanínur að drepast í Elliðaárdalnum og mesta vinnan fari í að bjarga þeim. Fjöldi kanína séu þó á ýmsum stöðum á landinu sem þær bjargi líka. „Þær eru úti um allt. Fólk er að sleppa þeim og þær eru að fjölga sér,“ segir Júlía Fanney. Ein af kanínunum.Stöð 2 Ein af kanínunum sem komið hefur verið til aðstoðar er Askja en hún kom til Villikanína eftir að köttur hafði komið með hana heim til eiganda sinna. Sonja segir að hún kanínurnar hafi verið ómeiddar og kötturinn hafi ekki skilið eftir á þeim svo mikið sem skrámu. Önnur hafi þó verið með eyrnabólgu og hin með augnsýkingu. „Það má segja að kötturinn hafi bjargað þeim því þær komust til læknis,“ segir Sonja. Þegar kanínunum líður betur finnur félagið heimili handa þeim. Villikanínur, sem reiða sig á styrki frá almenningi, njóta liðsinnis dýralækna, Matvælastofnunar og borgarinnar. „Þeim líður ekkert vel þarna úti. Þær geta ekki stillt líkamshitann ef þær blotna þannig að íslenska veðrið er alls ekki fyrir þær, segir Júlía Fanney á meðan að þakklát kanína hjúfrar sig upp að henni.
Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira