Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 08:24 Myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna sem tóku þátt í útkallinu þar sem George Floyd lést sýna hann grátbiðja þá um að leyfa sér að liggja á jörðinni frekar en að þeir myndu halda honum niðri. Hann hafi ítrekað bent þeim á að hann gæti ekki andað. Fjórir lögregluþjónar tóku þátt í útkallinu og hafa þeir allir verið reknir og ákærðir vegna málsins. Derek Chauvin, sá sem varð valdur að dauða Floyd, hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu en hinir þrír fyrir aðkomu sína að dauða hans. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðamenn fá að sjá upptökurnar, en áður höfðu dómsskjölin aðeins verið gerð opinber. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá innihaldi þeirra, en á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. Upptökurnar hefjast á því að útkall berst vegna manns sem hafði notað falsaðan seðil til að kaupa sér sígarettupakka. Lögregluþjónarnir fara á vettvang og að bílnum sem Floyd sat í. Eftir að hafa bankað á rúðuna beinir einn lögregluþjónninn byssu að honum og skipar honum að setja hendur upp í loft. Á vef BBC segir að myndbandsupptökurnar sýni Floyd í uppnámi vegna málsins. Áður en hann var dreginn út úr bílnum hafi hann brotnað niður, en lögregluþjónarnir tóku hann niður og reyndu að handjárna hann. Morðið á Floyd leiddi til mótmæla um allan heim, enda þótti það skýrt dæmi um kerfisbundinn vestanhafs og fjölmörg dæmi um ofbeldi gegn svörtu fólki. Slagorðið „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað) mátti sjá á skiltum mótmælenda um allan heim, sem voru á meðal síðustu orða Floyd fyrir andlátið. Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna sem tóku þátt í útkallinu þar sem George Floyd lést sýna hann grátbiðja þá um að leyfa sér að liggja á jörðinni frekar en að þeir myndu halda honum niðri. Hann hafi ítrekað bent þeim á að hann gæti ekki andað. Fjórir lögregluþjónar tóku þátt í útkallinu og hafa þeir allir verið reknir og ákærðir vegna málsins. Derek Chauvin, sá sem varð valdur að dauða Floyd, hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu en hinir þrír fyrir aðkomu sína að dauða hans. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðamenn fá að sjá upptökurnar, en áður höfðu dómsskjölin aðeins verið gerð opinber. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá innihaldi þeirra, en á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. Upptökurnar hefjast á því að útkall berst vegna manns sem hafði notað falsaðan seðil til að kaupa sér sígarettupakka. Lögregluþjónarnir fara á vettvang og að bílnum sem Floyd sat í. Eftir að hafa bankað á rúðuna beinir einn lögregluþjónninn byssu að honum og skipar honum að setja hendur upp í loft. Á vef BBC segir að myndbandsupptökurnar sýni Floyd í uppnámi vegna málsins. Áður en hann var dreginn út úr bílnum hafi hann brotnað niður, en lögregluþjónarnir tóku hann niður og reyndu að handjárna hann. Morðið á Floyd leiddi til mótmæla um allan heim, enda þótti það skýrt dæmi um kerfisbundinn vestanhafs og fjölmörg dæmi um ofbeldi gegn svörtu fólki. Slagorðið „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað) mátti sjá á skiltum mótmælenda um allan heim, sem voru á meðal síðustu orða Floyd fyrir andlátið.
Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43
„I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00
Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50
George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49