Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2020 20:00 Kristófer Oliversson er formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. EINAR ÁRNASON Þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands í sumar er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur að mati formanns fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðnu sé litið til sama tímabils árið áður. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans en samdráttur í gistinóttum í apríl og maí nam 96,3% á svæðinu. Utan höfuðborgarsvæðisins var samdrátturinn mestur á Suðurnesjum en minnstur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast innanlands í sumar en kortavelta Íslendinga tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um 17% á milli júní í fyrra og júní í ár miðað við fast verðlag - sem er veruleg aukning og viðsnúningur frá þróun síðustu mánaða samkvæmt hagsjánni. Formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands sé ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur. „Um leið og Íslendingar hætta að ferðast um miðjan ágúst þá stefnir í að það verði mjög lítið að gera því miður hvort sem það er úti á landi eða í Reykjavík,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Því þurfi stjórnvöld að grípa enn frekar inn í. „Ég held að menn þurfi að horfa á það að allir sem eru með stórar og miklar fasteignir t.d. og með frest á lánum og öðru slíku. Það þarf að skoða þau mál mjög vel nú á næstunni, hvernig eigum við að bregðast við því. Það hlaðast upp vextir en engar tekjur koma inn,“ sagði Kristófer. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið gjarnir á að elta góða veðrið á ferðalögum um landið en það gæti reynst erfitt um helgina þar sem slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Göngufólk og fólk í tjöldum er sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu en varasamt er að tjalda þar vegna gulrar viðvörunar. Skársta veðrið um helgina verður á Suðurlandi en þar ætti að hanga þurrt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands í sumar er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur að mati formanns fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Mesti hlutfallslegi samdrátturinn í gistinóttum í apríl og maí var á höfuðborgarsvæðnu sé litið til sama tímabils árið áður. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans en samdráttur í gistinóttum í apríl og maí nam 96,3% á svæðinu. Utan höfuðborgarsvæðisins var samdrátturinn mestur á Suðurnesjum en minnstur á Vesturlandi og Vestfjörðum. Ljóst er að Íslendingar hafa verið duglegir að ferðast innanlands í sumar en kortavelta Íslendinga tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um 17% á milli júní í fyrra og júní í ár miðað við fast verðlag - sem er veruleg aukning og viðsnúningur frá þróun síðustu mánaða samkvæmt hagsjánni. Formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að þótt Íslendingar séu duglegir að ferðast innanlands sé ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni í vetur. „Um leið og Íslendingar hætta að ferðast um miðjan ágúst þá stefnir í að það verði mjög lítið að gera því miður hvort sem það er úti á landi eða í Reykjavík,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Því þurfi stjórnvöld að grípa enn frekar inn í. „Ég held að menn þurfi að horfa á það að allir sem eru með stórar og miklar fasteignir t.d. og með frest á lánum og öðru slíku. Það þarf að skoða þau mál mjög vel nú á næstunni, hvernig eigum við að bregðast við því. Það hlaðast upp vextir en engar tekjur koma inn,“ sagði Kristófer. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið gjarnir á að elta góða veðrið á ferðalögum um landið en það gæti reynst erfitt um helgina þar sem slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Göngufólk og fólk í tjöldum er sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu en varasamt er að tjalda þar vegna gulrar viðvörunar. Skársta veðrið um helgina verður á Suðurlandi en þar ætti að hanga þurrt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17 Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn. 15. júlí 2020 07:17
Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. 7. júlí 2020 06:02