Gert að afgreiða matsáætlun vegna vindorkugarðs í Dalabyggð án tafa Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2020 20:31 Frá Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu. Mynd/Stöð 2. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur lagt fyrir Skipulagsstofnun að afgreiða án frekari tafa matsáætlun vegna 80-130 megavatta vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Úrskurðarnefndin féllst á þau sjónarmið Storm Orku, sem áformar vindmyllurnar, að óhæfilegur dráttur væri orðinn á afgreiðslu málsins. Hún hefur núna dregist í fimmtán mánuði þótt Skipulagsstofnun beri lögum samkvæmt að afgreiða málið innan fjögurra vikna frá því matstillaga liggur fyrir, sem í þessu tilviki var í apríl 2019. Í kæru Storm Orku segir að svo virðist sem Skipulagsstofnun hafi í raun tekið sér vald til að stöðva verkefnið og komið í veg fyrir stjórnarskrárvarinn rétt eigenda félagsins til að stunda þá atvinnu í eigin landi sem þeir kjósi. Úrskurðarnefndin telur þó að sá dráttur sem orðinn er á afgreiðslu málsins sé ekki ástæðulaus. Hins vegar verði ekki fram hjá því litið að komið sé langt fram yfir lögboðinn frest. Skipulagsstofnun sagði helstu ástæðu tafanna þá að vindorkuver af því umfangi sem kærandi áformi eigi sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Storm Orka benti hins vegar á að í desember 2016 hafi Skipulagsstofnun kynnt álit sitt á Búrfellslundi, 200 megavatta vindorkuveri, sem Landsvirkjun áformi, og það sé hliðstætt. Þótt það verkefni hafi á þeim tíma ekki átt sér hliðstæðu hafi það aðeins tekið Skipulagsstofnun um 9 vikur að afgreiða þá tillögu að matsáætlun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Dalabyggð Skipulag Umhverfismál Vindorka Tengdar fréttir Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15 Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal. 22. júní 2020 22:20 Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur lagt fyrir Skipulagsstofnun að afgreiða án frekari tafa matsáætlun vegna 80-130 megavatta vindorkugarðs í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Úrskurðarnefndin féllst á þau sjónarmið Storm Orku, sem áformar vindmyllurnar, að óhæfilegur dráttur væri orðinn á afgreiðslu málsins. Hún hefur núna dregist í fimmtán mánuði þótt Skipulagsstofnun beri lögum samkvæmt að afgreiða málið innan fjögurra vikna frá því matstillaga liggur fyrir, sem í þessu tilviki var í apríl 2019. Í kæru Storm Orku segir að svo virðist sem Skipulagsstofnun hafi í raun tekið sér vald til að stöðva verkefnið og komið í veg fyrir stjórnarskrárvarinn rétt eigenda félagsins til að stunda þá atvinnu í eigin landi sem þeir kjósi. Úrskurðarnefndin telur þó að sá dráttur sem orðinn er á afgreiðslu málsins sé ekki ástæðulaus. Hins vegar verði ekki fram hjá því litið að komið sé langt fram yfir lögboðinn frest. Skipulagsstofnun sagði helstu ástæðu tafanna þá að vindorkuver af því umfangi sem kærandi áformi eigi sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Storm Orka benti hins vegar á að í desember 2016 hafi Skipulagsstofnun kynnt álit sitt á Búrfellslundi, 200 megavatta vindorkuveri, sem Landsvirkjun áformi, og það sé hliðstætt. Þótt það verkefni hafi á þeim tíma ekki átt sér hliðstæðu hafi það aðeins tekið Skipulagsstofnun um 9 vikur að afgreiða þá tillögu að matsáætlun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Dalabyggð Skipulag Umhverfismál Vindorka Tengdar fréttir Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15 Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51 Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal. 22. júní 2020 22:20 Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. 25. maí 2020 09:15
Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. 10. júní 2020 11:51
Loka bæjarmiðlinum í mótmælaskyni Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal. 22. júní 2020 22:20
Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35
Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53