Lamb drepið, úrbeinað og etið í Dritvík á Snæfellsnesi Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2020 12:07 Sá sem tók þessa mynd og birti í Facebookhópi sauðfjárbænda telur engan vafa á leika að sá sem úrbeinaði þetta lamb kunni vel til verka. Maður nokkur birti mynd af lambshræi í hópi Sauðfjárbænda á Facebook þar sem sjá má haganlega úrbeinað lamb. Ekkert eftir nema haus, gæran og svo hryggjarsúla. „Hvaða dánarorsök kæmi fyrst upp í huga ykkar ef þið fynduð svona „lamb“ bak við dauðan stein – sjálfdautt, refur, maður eða ???“ segir maðurinn og telur svarið liggja í augum uppi. „Engir bógar, læri eða innyfli sjáanleg á vettvangi en vambagor á víð og dreif og nýlegt eldstæði stutt frá. Sauðfjárbændur æfir vegna sauðþjófnaðarins Ekki stendur á viðbrögðum félaga í hópnum. „Þetta er eftir mann, svo mikið er víst,“ segir einn úr hópnum. „Mannvonskan í sinni ljótustu mynd,“ segir einn og að þetta sé hræðilegt að sjá. Annar segir það pottétt, að þetta sé af mannavöldum og einn segir: „Sauðaþjófar“. Frá fornu fari hefur slíkur glæpur verið litið mjög alvarlegum augum hér á landi. Vísir setti sig í samband við manninn sem vildi sem minnst um málið segja; taldi að of nákvæm umfjöllun kynni að skaða rannsóknarhagsmuni. En taldi víst að sá sem þarna hefur verið að verki hafi kunnað vel til verka. Einhverjir þeir sem voru á ferð um Snæfellsnes gerðu sér lítið fyrir, drápu lamb, úrbeinuðu og elduðu í fjöruborðinu í Dritvík.visir/vilhelm Lambið fann hann á ótilgreindum stað í fjöruborðinu. Búið er að gera eiganda viðvart og er það að sögn í réttum farvegi. Vísir beindi fyrirspurn til lögreglunnar í umdæminu en málið er ekki enn komið á skrá þar. En, fastlega má búast við því að það verði í dag, eftir rannsókn. Sauðaþjófnaður sjaldgæfur á Íslandi Fyrir þremur árum fjallaði Vísir um ferðmenn sem höfðu slátrað lambi. Málið olli talsverðu uppnámi í bændasamfélaginu Íslandi en þar aflífuðu erlendir ferðamenn lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Átta voru handteknir í tengslum við málið, kærðir fyrir sauðaþjófnað og voru þeir sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeim var gert að greiða fyrir eignatjónið. Þeir báru það fyrir sig að þeir hefðu aflífað lambið sem þeir sögu slasað, þá til að lina þjáningar þess. Lambið drepið og eldað í Dritvík Uppfært 12:15: Svör voru að berast Vísi frá lögreglunni á Vesturlandi. Um er að ræða 6 vikna lamb sem hefur verið drepið og úrbeinað og eldað á staðnum, Dritvík á Snæfellsnesi. Eigandi lambsins er upplýstur um málið og er það nú til rannsóknar. Dýr Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Maður nokkur birti mynd af lambshræi í hópi Sauðfjárbænda á Facebook þar sem sjá má haganlega úrbeinað lamb. Ekkert eftir nema haus, gæran og svo hryggjarsúla. „Hvaða dánarorsök kæmi fyrst upp í huga ykkar ef þið fynduð svona „lamb“ bak við dauðan stein – sjálfdautt, refur, maður eða ???“ segir maðurinn og telur svarið liggja í augum uppi. „Engir bógar, læri eða innyfli sjáanleg á vettvangi en vambagor á víð og dreif og nýlegt eldstæði stutt frá. Sauðfjárbændur æfir vegna sauðþjófnaðarins Ekki stendur á viðbrögðum félaga í hópnum. „Þetta er eftir mann, svo mikið er víst,“ segir einn úr hópnum. „Mannvonskan í sinni ljótustu mynd,“ segir einn og að þetta sé hræðilegt að sjá. Annar segir það pottétt, að þetta sé af mannavöldum og einn segir: „Sauðaþjófar“. Frá fornu fari hefur slíkur glæpur verið litið mjög alvarlegum augum hér á landi. Vísir setti sig í samband við manninn sem vildi sem minnst um málið segja; taldi að of nákvæm umfjöllun kynni að skaða rannsóknarhagsmuni. En taldi víst að sá sem þarna hefur verið að verki hafi kunnað vel til verka. Einhverjir þeir sem voru á ferð um Snæfellsnes gerðu sér lítið fyrir, drápu lamb, úrbeinuðu og elduðu í fjöruborðinu í Dritvík.visir/vilhelm Lambið fann hann á ótilgreindum stað í fjöruborðinu. Búið er að gera eiganda viðvart og er það að sögn í réttum farvegi. Vísir beindi fyrirspurn til lögreglunnar í umdæminu en málið er ekki enn komið á skrá þar. En, fastlega má búast við því að það verði í dag, eftir rannsókn. Sauðaþjófnaður sjaldgæfur á Íslandi Fyrir þremur árum fjallaði Vísir um ferðmenn sem höfðu slátrað lambi. Málið olli talsverðu uppnámi í bændasamfélaginu Íslandi en þar aflífuðu erlendir ferðamenn lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Átta voru handteknir í tengslum við málið, kærðir fyrir sauðaþjófnað og voru þeir sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeim var gert að greiða fyrir eignatjónið. Þeir báru það fyrir sig að þeir hefðu aflífað lambið sem þeir sögu slasað, þá til að lina þjáningar þess. Lambið drepið og eldað í Dritvík Uppfært 12:15: Svör voru að berast Vísi frá lögreglunni á Vesturlandi. Um er að ræða 6 vikna lamb sem hefur verið drepið og úrbeinað og eldað á staðnum, Dritvík á Snæfellsnesi. Eigandi lambsins er upplýstur um málið og er það nú til rannsóknar.
Dýr Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira