Hvað er á bak við „hestaflið“ Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. júlí 2020 07:00 Þetta tignarlega hross er sennilega á bilinu 10-14 hestöfl. Vísir/MHH Hestafl er gjarnan notað til að lýsa afli véla eða mótora í bílum. Hvað eru hestöfl og hvernig eru þau mæld? Í fréttinni má finna myndband sem útskýrir hestöfl. Hestöfl eru mælieiningin sem gefa til kynna afl eða afköst. Eitt hestafl er það afl sem þarf til að lyfta 75 kg einn metra á sekúndu. Það er algengur misskilningur að hestur sé eitt hestafl, en hestar geta verið allt að 14 hestöfl og manneskja getur verið um 5 hestöfl. Hver fann upp hestaflið? Hinn skoski James Watt, fann upp hestaflið árið 1782. Hann var einn af fyrstu smiðum gufuvéla og þurfti að selja fólki hugmyndina að annað en hestar gætu nú dregið og skilað vinnu. Þaðan kemur tilvísunin til hrossa. Hestaflið á því rætur sínar að rekja til markaðsstarfs Watt. Watt er frægastur fyrir endurbætur á gufuvélum sem juku skilvirkni þeirra til muna og að hafa með því átt stóran þátt í iðnbyltingunni. Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent
Hestafl er gjarnan notað til að lýsa afli véla eða mótora í bílum. Hvað eru hestöfl og hvernig eru þau mæld? Í fréttinni má finna myndband sem útskýrir hestöfl. Hestöfl eru mælieiningin sem gefa til kynna afl eða afköst. Eitt hestafl er það afl sem þarf til að lyfta 75 kg einn metra á sekúndu. Það er algengur misskilningur að hestur sé eitt hestafl, en hestar geta verið allt að 14 hestöfl og manneskja getur verið um 5 hestöfl. Hver fann upp hestaflið? Hinn skoski James Watt, fann upp hestaflið árið 1782. Hann var einn af fyrstu smiðum gufuvéla og þurfti að selja fólki hugmyndina að annað en hestar gætu nú dregið og skilað vinnu. Þaðan kemur tilvísunin til hrossa. Hestaflið á því rætur sínar að rekja til markaðsstarfs Watt. Watt er frægastur fyrir endurbætur á gufuvélum sem juku skilvirkni þeirra til muna og að hafa með því átt stóran þátt í iðnbyltingunni.
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent