Umboðsmaður óskar eftir gögnum vegna brunans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2020 16:15 Frá vettvangi brunans á Bræðraborgarstíg. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar er fréttaflutningur í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðasta mánuði. Fram hefur komið að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu sem brann, en ekki legið fyrir hversu margir raunverulega bjuggu þar. Eins kom fram að í húsinu við hliðina hafi verið 134 með skráð lögheimili. Eins hefur verið fjallað um fleiri hús þar sem fjöldi fólks hafði skráð lögheimili. Í gær var greint frá því að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. „Fram kom hjá forstjóra þjóðskrár að ekki væru takmörk, t.d. eftir fermetrafjölda, á því hversu margir mættu vera skráðir með lögheimili á hvert hús eða íbúð. Þá var greint frá því að þjóðskrá hefði að undanförnu tekið mál upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa væri talinn gefa til kynna að lögheimilisskráning gæti verið röng,“ segir í tilkynningu á vef UA. Umboðsmaður hefur því óskað eftir því að þjóðskrá upplýsi á hvaða grundvelli afstaða forstjórans, þá til þess að ekki séu sett takmörk í lögum fyrir því hversu margir geti skráð lögheimili á hvert hús eða íbúð, byggir. Eins hefur hann óskað eftir upplýsingum um hvernig skráning lögheimilis hjá þjóðskrá fer fram. „Ennfremur óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort ástæða þess að svo margir séu í sumum tilfellum skráðir með lögheimili í sama húsnæði sé að tilkynningum um breytt lögheimili og aðsetur, sem skila ber eigi síðar en viku eftir að breytingar verða, sé ekki sinnt. Sé svo er óskað upplýsinga um hvaða eftirlit og viðbrögð Þjóðskrá Íslands viðhefur til að tryggja rétta skráningu.“ Loks óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um þau mál sem þjóðskrá hefur tekið upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa er talinn gefa vísbendingu um að lögheimilisskráning sé röng. Til að mynda fjölda slíkra mála, hvaða viðmið séu lögð til grundvallar þegar ákveðið er að kanna slík mál., hvernig athugun fer fram og um framvindu þeirra og niðurstöður. Umboðsmaður hefur óskað eftir því að upplýsingarnar berist embættinu fyrir 10. ágúst næstkomandi, svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé að taka málið til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar sinnar. Þá var samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu sent afrit af bréfinu til þjóðskrár, sem nálgast má hér að neðan. Bréf umboðsmanns til Þjóðskrár Íslands Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar er fréttaflutningur í kjölfar eldsvoðans á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í síðasta mánuði. Fram hefur komið að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu sem brann, en ekki legið fyrir hversu margir raunverulega bjuggu þar. Eins kom fram að í húsinu við hliðina hafi verið 134 með skráð lögheimili. Eins hefur verið fjallað um fleiri hús þar sem fjöldi fólks hafði skráð lögheimili. Í gær var greint frá því að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. „Fram kom hjá forstjóra þjóðskrár að ekki væru takmörk, t.d. eftir fermetrafjölda, á því hversu margir mættu vera skráðir með lögheimili á hvert hús eða íbúð. Þá var greint frá því að þjóðskrá hefði að undanförnu tekið mál upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa væri talinn gefa til kynna að lögheimilisskráning gæti verið röng,“ segir í tilkynningu á vef UA. Umboðsmaður hefur því óskað eftir því að þjóðskrá upplýsi á hvaða grundvelli afstaða forstjórans, þá til þess að ekki séu sett takmörk í lögum fyrir því hversu margir geti skráð lögheimili á hvert hús eða íbúð, byggir. Eins hefur hann óskað eftir upplýsingum um hvernig skráning lögheimilis hjá þjóðskrá fer fram. „Ennfremur óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um hvort ástæða þess að svo margir séu í sumum tilfellum skráðir með lögheimili í sama húsnæði sé að tilkynningum um breytt lögheimili og aðsetur, sem skila ber eigi síðar en viku eftir að breytingar verða, sé ekki sinnt. Sé svo er óskað upplýsinga um hvaða eftirlit og viðbrögð Þjóðskrá Íslands viðhefur til að tryggja rétta skráningu.“ Loks óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um þau mál sem þjóðskrá hefur tekið upp að eigin frumkvæði þegar fjöldi íbúa er talinn gefa vísbendingu um að lögheimilisskráning sé röng. Til að mynda fjölda slíkra mála, hvaða viðmið séu lögð til grundvallar þegar ákveðið er að kanna slík mál., hvernig athugun fer fram og um framvindu þeirra og niðurstöður. Umboðsmaður hefur óskað eftir því að upplýsingarnar berist embættinu fyrir 10. ágúst næstkomandi, svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé að taka málið til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar sinnar. Þá var samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu sent afrit af bréfinu til þjóðskrár, sem nálgast má hér að neðan. Bréf umboðsmanns til Þjóðskrár Íslands
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira