Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. júlí 2020 12:20 Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekin voru í Frakklandi gild fyrir farþega sína í gær. Vísir/Vilhelm Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. Allir farþegar voru með neikvæð sýni úr fyrri prófum. Annað skemmtiferðaskip sumarsins kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Franska lúxusskemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka í Reykjavík í gær. Farþegar skipsins sem eru frá Frakklandi flugu þaðan í gær og fóru í skimun á Keflavíkurflugvelli fyrir Covid-19 en höfðu tveimur sólahringum áður farið í sýnatöku í heimalandi sínu. Emma Kjartansdóttir deildarstjóri hjá Iceland Travel segir að skipið hafi siglt frá Miðbakka í Reykjavík áleiðis til Grænlands í gærkvöldi. „Það tók svo langan tíma að fá úr prófum í Keflavík þá ákvað skipafélagið að taka próf sem voru tekin áður í Frakklandi gild enda taka önnur skip á vegum félagsins þau gild. En skimunin í Keflavík er aukalega við það,“ segir Emma. Emma segir að skipafélagið Pontant sem á skipið greiði fyrir sýnatöku farþega hér á landi. Annað skemmtiferðaskip félagsins, Le Bellot lagðist við Miðbakka í morgun en það fer í siglingu kringum Ísland. Farþegar skipsins sem verða 26 fljúga frá Frakklandi á morgun. „Við erum horfa á sama fyrirkomulag þar en vonumst til að fá niðurstöður fyrr úr Keflavík,“ segir Emma. Hún segir að ef ferðirnar gangi vel gætu önnur skip siglt hingað í kjölfarið. „Þetta er fyrsta sigling Le Bellot þetta er glænýtt farþegaskip og þetta verður algjör lúxus.“ „Þetta er fyrsta siglingin af sex eða sjö svo að það er verið að horfa á hvernig þetta byrjar allt saman,“ sagði Emma Kjartansdóttir. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Frakkland Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. Allir farþegar voru með neikvæð sýni úr fyrri prófum. Annað skemmtiferðaskip sumarsins kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Franska lúxusskemmtiferðaskipið Le Boreal lagðist við Miðbakka í Reykjavík í gær. Farþegar skipsins sem eru frá Frakklandi flugu þaðan í gær og fóru í skimun á Keflavíkurflugvelli fyrir Covid-19 en höfðu tveimur sólahringum áður farið í sýnatöku í heimalandi sínu. Emma Kjartansdóttir deildarstjóri hjá Iceland Travel segir að skipið hafi siglt frá Miðbakka í Reykjavík áleiðis til Grænlands í gærkvöldi. „Það tók svo langan tíma að fá úr prófum í Keflavík þá ákvað skipafélagið að taka próf sem voru tekin áður í Frakklandi gild enda taka önnur skip á vegum félagsins þau gild. En skimunin í Keflavík er aukalega við það,“ segir Emma. Emma segir að skipafélagið Pontant sem á skipið greiði fyrir sýnatöku farþega hér á landi. Annað skemmtiferðaskip félagsins, Le Bellot lagðist við Miðbakka í morgun en það fer í siglingu kringum Ísland. Farþegar skipsins sem verða 26 fljúga frá Frakklandi á morgun. „Við erum horfa á sama fyrirkomulag þar en vonumst til að fá niðurstöður fyrr úr Keflavík,“ segir Emma. Hún segir að ef ferðirnar gangi vel gætu önnur skip siglt hingað í kjölfarið. „Þetta er fyrsta sigling Le Bellot þetta er glænýtt farþegaskip og þetta verður algjör lúxus.“ „Þetta er fyrsta siglingin af sex eða sjö svo að það er verið að horfa á hvernig þetta byrjar allt saman,“ sagði Emma Kjartansdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Frakkland Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira