Collin Morikawa er efstur eftir fyrstu tvo hringina á Workday Charity Open mótinu í golfi, en mótið er hluti af PGA.
Morikawa lék á 66 höggum í gær, sex höggum undir pari, og er samtals á þrettán höggum undir pari eftir tvo hringi. Kevin Streelman er næstur á eftir honum á tíu höggum undir pari.
Bubba Watson komst ekki í gegnum niðurskurðinn enn eina ferðina, eða þriðja mótið í röð og sömuleiðis náðu bræðurnir Brooks Koepka og Chase Koepka ekki í gegn. Phil Mickelson rétt náði í gegnum niðurskurðinn en hann er á tveimur höggum undir pari.
Þriðji hringur mótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf í dag frá kl. 17:00.