Pistill djákna fjarlægður af vefsvæði Fréttablaðsins Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2020 16:57 Jón er búinn að biðja Birgi afsökunar á pistli Guðmundar djákna og býst ekki við því að neinir eftirmálar verði úr þeirri áttinni. visir/vilhelm Nokkurt uppnám hefur orðið innan vébanda Fréttablaðsins vegna pistils bakþankahöfundar blaðsins, Guðmundar Brynjólfssonar sem birtist í blaði dagsins. Pistillinn heitir „Ringo“ en þar beinir Guðmundur spjótum sínum að þingmanni Miðflokksins, Birgi Þórarinssyni með afar harkalegum hætti: Segir hann skepnu, skíthæl og með svarta sál. Athygli vekur að bæði pistlahöfundur og viðfangsefni hans eru miklir kirkjunnar menn. Ekki það sem Fréttablaðið stendur fyrir Búið er að fjarlægja pistillinn af vefsvæði blaðsins en Jón Þórisson ritstjóri segir, í samtali við Vísi, að hann standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til svona efnis. „Þetta er ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir Jón. Hluti pistils Guðmundar djákna. Ekki er hægt að stroka hann út úr blaðinu en þennan pistil er ekki að finna á vefsvæði Fréttablaðsins, eins og venja er til með bakþankapistla, nema þá í pdf-útgáfu blaðsins. Nafnlaus pistlahöfundur Viljans, sem kallar sig „kallinn“, ritar pistil þar sem hann gerir pistilinn að umtalsefni: „Fáheyrt níð djákna á baksíðu Fréttablaðsins um þingmann“. Kallinn spyr og segir tilefni til: „Hvar var dómgreind þeirra stjórnenda Fréttablaðsins sem ákváðu að birta þennan viðbjóð, sem er augljóslega bæði blaðinu og höfundi til ævarandi skammar?“ Dylgjur og rógur sem ekki á heima í blaðinu En, „Kallinn“ þarf ekki að spyrja lengur því Jón segir einfaldlega pistilinn ekki standast mál. „Það voru mistök að birta þetta í blaðinu, það gerist fyrir röð mistaka,“ segir ritstjórinn. Hann segir einnig að búið sé að hafa samband við Birgi. „Ég talaði við þann sem þetta beindist að og færði fram innilega afsökunarbeiðni af okkar hálfu. Því var vel tekið og ég býst ekki við því að það verði neinir eftirmálar úr þeirri áttinni.“ Ekki liggur fyrir hvort áframhald verði á skrifum Guðmundar fyrir blaðið. Jón segist ekki vera búinn að ræða það við hann. Ritstjórinn segir að þau hjá Fréttablaðinu hafi boðið mönnum að senda inn aðsendar greinar og eru þá með fasta pistlahöfunda til að auka fjölbreytnina í blaðinu. Hann segir einhver viðbrögð hafa orðið vegna pistilsins en þó ekki mikil. Jón segir að vissulega sé munur á viðhorfspistlum, þar sem menn hafa frjálsar hendur og svo fréttaflutningi sem þurfi að lúta faglegum lögmálum. „En ég lít ekki svo á að menn hafi fullkomið frelsi, þarna er augljóslega farið yfir línur; þetta eru dylgjur og rógur sem Fréttablaðið getur ekki verið vettvangur fyrir.“ Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Nokkurt uppnám hefur orðið innan vébanda Fréttablaðsins vegna pistils bakþankahöfundar blaðsins, Guðmundar Brynjólfssonar sem birtist í blaði dagsins. Pistillinn heitir „Ringo“ en þar beinir Guðmundur spjótum sínum að þingmanni Miðflokksins, Birgi Þórarinssyni með afar harkalegum hætti: Segir hann skepnu, skíthæl og með svarta sál. Athygli vekur að bæði pistlahöfundur og viðfangsefni hans eru miklir kirkjunnar menn. Ekki það sem Fréttablaðið stendur fyrir Búið er að fjarlægja pistillinn af vefsvæði blaðsins en Jón Þórisson ritstjóri segir, í samtali við Vísi, að hann standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til svona efnis. „Þetta er ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir Jón. Hluti pistils Guðmundar djákna. Ekki er hægt að stroka hann út úr blaðinu en þennan pistil er ekki að finna á vefsvæði Fréttablaðsins, eins og venja er til með bakþankapistla, nema þá í pdf-útgáfu blaðsins. Nafnlaus pistlahöfundur Viljans, sem kallar sig „kallinn“, ritar pistil þar sem hann gerir pistilinn að umtalsefni: „Fáheyrt níð djákna á baksíðu Fréttablaðsins um þingmann“. Kallinn spyr og segir tilefni til: „Hvar var dómgreind þeirra stjórnenda Fréttablaðsins sem ákváðu að birta þennan viðbjóð, sem er augljóslega bæði blaðinu og höfundi til ævarandi skammar?“ Dylgjur og rógur sem ekki á heima í blaðinu En, „Kallinn“ þarf ekki að spyrja lengur því Jón segir einfaldlega pistilinn ekki standast mál. „Það voru mistök að birta þetta í blaðinu, það gerist fyrir röð mistaka,“ segir ritstjórinn. Hann segir einnig að búið sé að hafa samband við Birgi. „Ég talaði við þann sem þetta beindist að og færði fram innilega afsökunarbeiðni af okkar hálfu. Því var vel tekið og ég býst ekki við því að það verði neinir eftirmálar úr þeirri áttinni.“ Ekki liggur fyrir hvort áframhald verði á skrifum Guðmundar fyrir blaðið. Jón segist ekki vera búinn að ræða það við hann. Ritstjórinn segir að þau hjá Fréttablaðinu hafi boðið mönnum að senda inn aðsendar greinar og eru þá með fasta pistlahöfunda til að auka fjölbreytnina í blaðinu. Hann segir einhver viðbrögð hafa orðið vegna pistilsins en þó ekki mikil. Jón segir að vissulega sé munur á viðhorfspistlum, þar sem menn hafa frjálsar hendur og svo fréttaflutningi sem þurfi að lúta faglegum lögmálum. „En ég lít ekki svo á að menn hafi fullkomið frelsi, þarna er augljóslega farið yfir línur; þetta eru dylgjur og rógur sem Fréttablaðið getur ekki verið vettvangur fyrir.“
Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira