Sú besta fagnar 25 ára afmæli sínu í dag | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 23:00 Ætli Ada hafi spilað lagið „Afmæli“ með Á Móti Sól í tilefni dagsins? Daniela Porcelli/Getty Images Hin norska Ada Hegerberg – eða Ada Martine Stolsmo Hegerberg – fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Þrátt fyrir ungan aldur er hægt að færa ágætis rök fyrir því að hún sé einn allra besti leikmaður allra tíma. Ada Hegerberg turns 25 today. She has already: Scored over 300 career goals Won the Champions League 4 times Lifted 9 domestic trophies with Lyon Won the first-ever Ballon d'Or in women's football pic.twitter.com/58UyZRLa13— B/R Football (@brfootball) July 10, 2020 Hegerberg spilar fyrir stórlið Lyon í Frakklandi og verður því samherji Söru Björk Gunnarsdóttir næstu tvö árin allavega. Hegerberg hefur skorað yfir 300 mörk á ferli sínum, unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og unnið níu titla með Lyon. Þá var hún fyrst kvenna til að hljóta Ballon d‘Or verðlaunin árið 2018, verðlaun sem Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað karla megin undanfarin ár. Hegeberg var valin besti leikmaður Evrópu bæði 2016 og 2017. Þá valdi BBC hana sem besta kvenkyns leikmann í heimi á síðasta ári. Hegerberg var í norska landsliðinu sem nældi í silfur á Evrópumótinu 2013 og liðinu sem datt út fyrir Englandi í 16-liða úrslitum HM 2015. Hegeberg var aðeins 15 ára gömul þegar hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni. Þaðan lá leiðin til Stabæk og svo Turbine Potsdam í Þýskalandi. Það var svo sumarið 2014 sem hún gekk í raðir Lyon og hefur ekki litið um öxl síðan. Joyeux anniversaire à @AdaStolsmo qui fête ses 25 ans ! On se fait un petit plaisir en regardant les 49 buts inscrits par notre championne en @uwcl ! pic.twitter.com/R580F4hlb3— OL Féminin (@OLfeminin) July 10, 2020 Hún er því miður á meiðslalistanum sem stendur eftir að hafa slitið krossbönd í hné í upphafi árs. Það gæti því verið að við þurfum að bíða aðeins eftir að sjá samvinnu hennar og Söru Bjarkar á vellinum. Það er þó ljóst að ef Sara Björk vill leggja upp sem flest mörk þá er um að gera að koma boltanum á markamaskínuna frá Noregi. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Hin norska Ada Hegerberg – eða Ada Martine Stolsmo Hegerberg – fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Þrátt fyrir ungan aldur er hægt að færa ágætis rök fyrir því að hún sé einn allra besti leikmaður allra tíma. Ada Hegerberg turns 25 today. She has already: Scored over 300 career goals Won the Champions League 4 times Lifted 9 domestic trophies with Lyon Won the first-ever Ballon d'Or in women's football pic.twitter.com/58UyZRLa13— B/R Football (@brfootball) July 10, 2020 Hegerberg spilar fyrir stórlið Lyon í Frakklandi og verður því samherji Söru Björk Gunnarsdóttir næstu tvö árin allavega. Hegerberg hefur skorað yfir 300 mörk á ferli sínum, unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og unnið níu titla með Lyon. Þá var hún fyrst kvenna til að hljóta Ballon d‘Or verðlaunin árið 2018, verðlaun sem Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað karla megin undanfarin ár. Hegeberg var valin besti leikmaður Evrópu bæði 2016 og 2017. Þá valdi BBC hana sem besta kvenkyns leikmann í heimi á síðasta ári. Hegerberg var í norska landsliðinu sem nældi í silfur á Evrópumótinu 2013 og liðinu sem datt út fyrir Englandi í 16-liða úrslitum HM 2015. Hegeberg var aðeins 15 ára gömul þegar hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni. Þaðan lá leiðin til Stabæk og svo Turbine Potsdam í Þýskalandi. Það var svo sumarið 2014 sem hún gekk í raðir Lyon og hefur ekki litið um öxl síðan. Joyeux anniversaire à @AdaStolsmo qui fête ses 25 ans ! On se fait un petit plaisir en regardant les 49 buts inscrits par notre championne en @uwcl ! pic.twitter.com/R580F4hlb3— OL Féminin (@OLfeminin) July 10, 2020 Hún er því miður á meiðslalistanum sem stendur eftir að hafa slitið krossbönd í hné í upphafi árs. Það gæti því verið að við þurfum að bíða aðeins eftir að sjá samvinnu hennar og Söru Bjarkar á vellinum. Það er þó ljóst að ef Sara Björk vill leggja upp sem flest mörk þá er um að gera að koma boltanum á markamaskínuna frá Noregi.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira