Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2020 12:16 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir fámennan hóp. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningum sem Haraldur Jóhannessen, forveri hennar í embætti, gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna. Hún segir í samtali við fréttastofu að breytingarnar snúist ekki um eiginlegar launalækkanir heldur breytingar á eftirlaunakerfi þannig að unnið sé eftir núgildandi eftirlaunakerfi. Henni finnist ekki réttlátt að tiltölulega fámennur hópur í stéttinni njóti sérkjara er varðar lífeyrisréttindi sem aðrir njóti ekki. Breytingarnar eiga alls við um ellefu einstaklinga. Niðurstaða álitsins sem Sigríður aflaði er að Haraldur hafi ekki haft heimild til að gera umrædda samninga, þeir hafi hvorki stoð í lögum né stofnanasamningi ríkislögreglustjóra, auk þess sem engin málefnaleg rök hafi verið fyrir þeim. Í ljósi þessa sé hægt að ógilda þá. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið í ljósi þess að hún hafi ekki náð að ræða við alla hlutaðeigandi. Þá vill hún einnig virða andmælarétt þeirra en þeir hafa tvær vikur til að senda inn umsagnir um breytingarnar. Að þeim tíma liðnum telur Sigríður Björk líklegt að málið endi í dómssal enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fámennan hóp líkt og Sigríður komst sjálf að orði. Sigríður sagði í kvöldfréttum ríkisútvarpsins í gær að breytingarnar væru að undirlagi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, en í viðtali hjá Morgunblaðinu í fyrra sagði Áslaug að eftir að hafa rætt við Harald Jóhannessen væri ljóst að hann hefði fulla heimild til umræddra ákvarðana. Í samtali við fréttastofu sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, að lögmaður Landssambands lögreglumanna ynni nú að lögfræðiáliti þar sem breytingunum er andmælt. Lögmaðurinn telji lögfræðiálitið ekki standast. Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningum sem Haraldur Jóhannessen, forveri hennar í embætti, gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna. Hún segir í samtali við fréttastofu að breytingarnar snúist ekki um eiginlegar launalækkanir heldur breytingar á eftirlaunakerfi þannig að unnið sé eftir núgildandi eftirlaunakerfi. Henni finnist ekki réttlátt að tiltölulega fámennur hópur í stéttinni njóti sérkjara er varðar lífeyrisréttindi sem aðrir njóti ekki. Breytingarnar eiga alls við um ellefu einstaklinga. Niðurstaða álitsins sem Sigríður aflaði er að Haraldur hafi ekki haft heimild til að gera umrædda samninga, þeir hafi hvorki stoð í lögum né stofnanasamningi ríkislögreglustjóra, auk þess sem engin málefnaleg rök hafi verið fyrir þeim. Í ljósi þessa sé hægt að ógilda þá. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið í ljósi þess að hún hafi ekki náð að ræða við alla hlutaðeigandi. Þá vill hún einnig virða andmælarétt þeirra en þeir hafa tvær vikur til að senda inn umsagnir um breytingarnar. Að þeim tíma liðnum telur Sigríður Björk líklegt að málið endi í dómssal enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fámennan hóp líkt og Sigríður komst sjálf að orði. Sigríður sagði í kvöldfréttum ríkisútvarpsins í gær að breytingarnar væru að undirlagi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, en í viðtali hjá Morgunblaðinu í fyrra sagði Áslaug að eftir að hafa rætt við Harald Jóhannessen væri ljóst að hann hefði fulla heimild til umræddra ákvarðana. Í samtali við fréttastofu sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, að lögmaður Landssambands lögreglumanna ynni nú að lögfræðiáliti þar sem breytingunum er andmælt. Lögmaðurinn telji lögfræðiálitið ekki standast.
Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40
Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33