Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2020 12:16 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir fámennan hóp. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningum sem Haraldur Jóhannessen, forveri hennar í embætti, gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna. Hún segir í samtali við fréttastofu að breytingarnar snúist ekki um eiginlegar launalækkanir heldur breytingar á eftirlaunakerfi þannig að unnið sé eftir núgildandi eftirlaunakerfi. Henni finnist ekki réttlátt að tiltölulega fámennur hópur í stéttinni njóti sérkjara er varðar lífeyrisréttindi sem aðrir njóti ekki. Breytingarnar eiga alls við um ellefu einstaklinga. Niðurstaða álitsins sem Sigríður aflaði er að Haraldur hafi ekki haft heimild til að gera umrædda samninga, þeir hafi hvorki stoð í lögum né stofnanasamningi ríkislögreglustjóra, auk þess sem engin málefnaleg rök hafi verið fyrir þeim. Í ljósi þessa sé hægt að ógilda þá. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið í ljósi þess að hún hafi ekki náð að ræða við alla hlutaðeigandi. Þá vill hún einnig virða andmælarétt þeirra en þeir hafa tvær vikur til að senda inn umsagnir um breytingarnar. Að þeim tíma liðnum telur Sigríður Björk líklegt að málið endi í dómssal enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fámennan hóp líkt og Sigríður komst sjálf að orði. Sigríður sagði í kvöldfréttum ríkisútvarpsins í gær að breytingarnar væru að undirlagi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, en í viðtali hjá Morgunblaðinu í fyrra sagði Áslaug að eftir að hafa rætt við Harald Jóhannessen væri ljóst að hann hefði fulla heimild til umræddra ákvarðana. Í samtali við fréttastofu sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, að lögmaður Landssambands lögreglumanna ynni nú að lögfræðiáliti þar sem breytingunum er andmælt. Lögmaðurinn telji lögfræðiálitið ekki standast. Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningum sem Haraldur Jóhannessen, forveri hennar í embætti, gerði við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna. Hún segir í samtali við fréttastofu að breytingarnar snúist ekki um eiginlegar launalækkanir heldur breytingar á eftirlaunakerfi þannig að unnið sé eftir núgildandi eftirlaunakerfi. Henni finnist ekki réttlátt að tiltölulega fámennur hópur í stéttinni njóti sérkjara er varðar lífeyrisréttindi sem aðrir njóti ekki. Breytingarnar eiga alls við um ellefu einstaklinga. Niðurstaða álitsins sem Sigríður aflaði er að Haraldur hafi ekki haft heimild til að gera umrædda samninga, þeir hafi hvorki stoð í lögum né stofnanasamningi ríkislögreglustjóra, auk þess sem engin málefnaleg rök hafi verið fyrir þeim. Í ljósi þessa sé hægt að ógilda þá. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið í ljósi þess að hún hafi ekki náð að ræða við alla hlutaðeigandi. Þá vill hún einnig virða andmælarétt þeirra en þeir hafa tvær vikur til að senda inn umsagnir um breytingarnar. Að þeim tíma liðnum telur Sigríður Björk líklegt að málið endi í dómssal enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fámennan hóp líkt og Sigríður komst sjálf að orði. Sigríður sagði í kvöldfréttum ríkisútvarpsins í gær að breytingarnar væru að undirlagi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, en í viðtali hjá Morgunblaðinu í fyrra sagði Áslaug að eftir að hafa rætt við Harald Jóhannessen væri ljóst að hann hefði fulla heimild til umræddra ákvarðana. Í samtali við fréttastofu sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, að lögmaður Landssambands lögreglumanna ynni nú að lögfræðiáliti þar sem breytingunum er andmælt. Lögmaðurinn telji lögfræðiálitið ekki standast.
Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40
Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33