Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 20:38 Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Vísir Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. Kári tilkynnti í byrjun vikunnar að Íslensk erfðagreining ætlaði að hætta aðkomu sinni að skimun fyrir kórónuveirunni. Fyrirtækið hætti að afgreiða sýni sem því eru send eftir mánudaginn 13. júlí. Íslensk erfðagreining hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sagði að talað hefði verið um við Kára að hann sendi ríkinu reikning fyrir skimuninni. „Hann er ekki búinn að því en það er alveg gert ráð fyrir að svo verði,“ sagði Páll í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vangaveltur eru um að kostnaður við landamæraskimunina aukist þegar Landspítalinn tekur alfarið við henni. Páll segir að Íslensk erfðagreining búi yfir öflugri og sjálfvirkari búnaði til þess að greina sýni en Landspítalinn hafi yfir að ráða. Greiningarvinnan á spítalanum verði mannaflafrekari. Þá sagði Páll að tölvukerfi Landspítalans utan um móttöku sýna sé ekki hannað fyrir skimun á landamærunum. Kári hafi hins vegar boðist til þess að veita spítalanum aðgang að tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar. Skimun á Keflavíkurflugvelli er takmörkuð við 2.000 farþega á dag. Páll sagði að fljótlega kunni að reyna á að flugfélög breyti flugáætlunum sínum og það kunni að verða hitamál á næstunni. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. Kári tilkynnti í byrjun vikunnar að Íslensk erfðagreining ætlaði að hætta aðkomu sinni að skimun fyrir kórónuveirunni. Fyrirtækið hætti að afgreiða sýni sem því eru send eftir mánudaginn 13. júlí. Íslensk erfðagreining hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sagði að talað hefði verið um við Kára að hann sendi ríkinu reikning fyrir skimuninni. „Hann er ekki búinn að því en það er alveg gert ráð fyrir að svo verði,“ sagði Páll í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vangaveltur eru um að kostnaður við landamæraskimunina aukist þegar Landspítalinn tekur alfarið við henni. Páll segir að Íslensk erfðagreining búi yfir öflugri og sjálfvirkari búnaði til þess að greina sýni en Landspítalinn hafi yfir að ráða. Greiningarvinnan á spítalanum verði mannaflafrekari. Þá sagði Páll að tölvukerfi Landspítalans utan um móttöku sýna sé ekki hannað fyrir skimun á landamærunum. Kári hafi hins vegar boðist til þess að veita spítalanum aðgang að tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar. Skimun á Keflavíkurflugvelli er takmörkuð við 2.000 farþega á dag. Páll sagði að fljótlega kunni að reyna á að flugfélög breyti flugáætlunum sínum og það kunni að verða hitamál á næstunni.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05
Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47
Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45
„Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24