Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2020 15:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Tilkynnt var fyrir stundu að unglingalandsmótinu yrði frestað en halda átti mótið á Selfossi í þetta skiptið frá 31. júlí til 2. ágús næstkomandi. Búist var við um tíu þúsund mótsgestum líkt og fyrri ár. „Við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ er haft eftir Ómari Braga Stefánssybi, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ á vef félagsins. Víðir Reynisson hrósaði félaginu í hástert fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en hann hefur verið gagnrýninn á fjölmenn mót sem haldin hafa verið í sumar. „Við höfum hér áður talað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og að fólk taki ábyrgð og taki þátt í þessu með okkur. Mig langar að hrósa Ungmennafélagi Íslands sérstaklega í dag. Þeir voru að taka mjög erfiða ákvörðun að fresta unglingalandsmótinu sínu sem átti að fara fram á Selfossi núna 31. til 2. ágúst,“ sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þetta hafi væntanlega ekki verið auðveld ákvörðun eftir mikinn undirbúning síðastliðið ár. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera í miklum undirbúningi og gríðarleg vinna hjá fjölda aðila sem hefur farið fram síðasta árið. Við höfum verið í viðræðum við þá og verið að gefa þeim ráð og það var síðan niðurstaða funda núna í morgun og í dag að mótinu yrði frestað um eitt ár. Þetta sýnir mikla samfélagslega ábyrgð,“ sagði Víðir. „Þannig að hrós dagsins fer til UMFÍ fyrir að taka mjög ábyrga en og erfiða ákvörðun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun. Tilkynnt var fyrir stundu að unglingalandsmótinu yrði frestað en halda átti mótið á Selfossi í þetta skiptið frá 31. júlí til 2. ágús næstkomandi. Búist var við um tíu þúsund mótsgestum líkt og fyrri ár. „Við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ er haft eftir Ómari Braga Stefánssybi, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ á vef félagsins. Víðir Reynisson hrósaði félaginu í hástert fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en hann hefur verið gagnrýninn á fjölmenn mót sem haldin hafa verið í sumar. „Við höfum hér áður talað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og að fólk taki ábyrgð og taki þátt í þessu með okkur. Mig langar að hrósa Ungmennafélagi Íslands sérstaklega í dag. Þeir voru að taka mjög erfiða ákvörðun að fresta unglingalandsmótinu sínu sem átti að fara fram á Selfossi núna 31. til 2. ágúst,“ sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þetta hafi væntanlega ekki verið auðveld ákvörðun eftir mikinn undirbúning síðastliðið ár. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera í miklum undirbúningi og gríðarleg vinna hjá fjölda aðila sem hefur farið fram síðasta árið. Við höfum verið í viðræðum við þá og verið að gefa þeim ráð og það var síðan niðurstaða funda núna í morgun og í dag að mótinu yrði frestað um eitt ár. Þetta sýnir mikla samfélagslega ábyrgð,“ sagði Víðir. „Þannig að hrós dagsins fer til UMFÍ fyrir að taka mjög ábyrga en og erfiða ákvörðun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira