Í þáttunum vinsælu Queer Eye er fylgst með þeim Antoni, Bobby, Jonathan, Karomo og Tan sem aðstoða fólk að breyta lífstíl sínum og fær fólkið nýinnréttað heimili og glænýjan fataskáp.
Í þáttunum sér Bobby Berk alfarið um að taka heimilið í gegn og innrétta það alveg frá a-ö upp á nýtt.
Þættirnir hafa vægast sagt slegið í gegn á Netflix eftir að þættirnir endurvaktir af Netflix árið 2018, fimmtán árum eftir að upphaflegu þættirnir voru sýndir.
Bobby Berk tók heimili foreldra sinna í Mount Vernon í Missouri í gegn fyrr á þessu ári og sýnir frá því á YouTube-rás sinni.
Berk hefur mikla hæfileika í innanhúshönnun og gerir ávallt vel fyrir þá einstaklinga sem fjallar er um í þáttunum Queer Eye. Hann stóð sig því vægast sagt vel í því að endurhanna heimili foreldra sinna eins og sjá má hér að neðan.