Enn á gjörgæslu eftir brunann Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2020 15:41 Borgarbúar skildu eftir blóm, kerti og aðra muni eftir fyrir utan húsið til að minnast hinna látnu. vísir/einar Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra telur sig hafa borið kennsl á einstaklingana þrjá sem létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg í lok júní. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að hin látnu hafi öll verið pólskir ríkisborgarar sem störfuðu hér á landi, en Efling hafði áður greint frá því að tvö þeirra hafi verið félagsmenn stéttarfélagsins. Ræðismaður Póllands hér á landi sagði í samtali við fréttastofu að pólska samfélagið á Íslandi væri í sárum vegna málsins. Gengið væri út frá því að hin látnu væru Pólverjar á þrítugs- og fertugsaldri. Í orðsendingu lögreglunnar segir jafnframt að einn sem slasaðist í brunanum sé á gjörgæslu en þjóðerni hans er ekki tilgreint. Lögreglan segist ekki ætla að gefa upp nöfn hinna látnu, að ósk aðstandenda, og að hún muni ekki tjá sig frekar um framvindu rannsóknarinnar að svo stöddu. Málið er rannsakað sem sakamál og er áætlað að hún muni taka um tvo til þrjá mánuði. Slökkviliðið telur sig hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Hinn grunaði var handtekinn og sætir nú gæsluvarðhaldi. Vinir og aðstandendur tveggja þeirra sem létust í brunanum hófu hópfjármögnun svo að hægt væri að flytja þau til Póllands. Á upplýsingasíðu söfnunarinnar eru hin látnu sögð hafa heitið Szczepan og Justyna. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra telur sig hafa borið kennsl á einstaklingana þrjá sem létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg í lok júní. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að hin látnu hafi öll verið pólskir ríkisborgarar sem störfuðu hér á landi, en Efling hafði áður greint frá því að tvö þeirra hafi verið félagsmenn stéttarfélagsins. Ræðismaður Póllands hér á landi sagði í samtali við fréttastofu að pólska samfélagið á Íslandi væri í sárum vegna málsins. Gengið væri út frá því að hin látnu væru Pólverjar á þrítugs- og fertugsaldri. Í orðsendingu lögreglunnar segir jafnframt að einn sem slasaðist í brunanum sé á gjörgæslu en þjóðerni hans er ekki tilgreint. Lögreglan segist ekki ætla að gefa upp nöfn hinna látnu, að ósk aðstandenda, og að hún muni ekki tjá sig frekar um framvindu rannsóknarinnar að svo stöddu. Málið er rannsakað sem sakamál og er áætlað að hún muni taka um tvo til þrjá mánuði. Slökkviliðið telur sig hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Hinn grunaði var handtekinn og sætir nú gæsluvarðhaldi. Vinir og aðstandendur tveggja þeirra sem létust í brunanum hófu hópfjármögnun svo að hægt væri að flytja þau til Póllands. Á upplýsingasíðu söfnunarinnar eru hin látnu sögð hafa heitið Szczepan og Justyna.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00
Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00