Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 12:21 María og Sigtryggur fóru yfir áhrif kórónuveirufaraldursins á tónlistariðnaðinn hér á landi. Aðsend/ÚTÓN María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), segja faraldur kórónuveirunnar og samkomubannið sem fylgdi í kjölfarið hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistariðnað á Íslandi. Úrræði til stuðnings geiranum hverfist oft aðallega um tónlistarfólk, á meðan aðrir einstaklingar og minni fyrirtæki innan iðnaðarins sitji eftir. Á dögunum kom út skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað. Þetta kom fram í máli þeirra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. María segir ástandið hafa haft áhrif á allan iðnaðinn, en sérstaklega tónleikahald. „Þetta var skellur fyrir tónlistarlífið, það bara lokaði allt á einu bretti. Þá erum við einkum og sér í lagi að tala um tónleikahald, sem hefur á undanförnum árum orðið megintekjulind tónlistarfólks. Við ákváðum að kortleggja þetta aðeins, þessi áhrif, og reyna að greina helstu áskoranir og reyna að búa til hlaðborð af tillögum um hvernig væri hægt að styðja betur við íslenskt tónlistarlíf á þessum tímum,“ sagði María. Hún segir eðlilegt að talað hafi verið um áhrif faraldursins á tónlistarfólk hér á landi. Hins vegar sé minna talað um fyrirtæki og einstaklinga sem starfa á bak við tjöldin, fyrir og með tónlistarfólkinu. „Við erum líka að tala um, einkum og sér í lagi lifandi tónlistarflutning og alla sem starfa þar, og einnig önnur fyrirtæki í umgjörðinni eins og hljóðver, hljómplötuverslanir, umboðsskrifstofur, bókunarskrifstofur. Þetta hefur áhrif á allt.“ Stórt tónlistarhagkerfi Sigtryggur segir að í skýrslunni sé einnig dregið fram að hagkerfið sem hverfist í kring um tónlist á Íslandi sé nokkuð umfangsmikið. „Það eru hljóðkerfaleigur og alls konar umhverfi í kring um þetta, sem almenningur er ekkert meðvitaður um, eðlilega. Sem verður fyrir alveg gríðarlegu tjóni og þetta er alveg ótrúlega mikið af fólki sem starfar í geiranum sem verður fyrir miklu tjóni. Styrkjakerfið á Íslandi, sem hverfist í kring um tónlist, er rosalega miðað að tónlistarfólkinu sjálfu og þeim sem framkvæma músíkina.“ Þess vegna hafi litlum fyrirtækjum og öðrum sem starfa umhverfis tónlist hér á landi reynst erfitt að fá stuðning frá hinu opinbera. María bendir á að stuðningur við tónlistarhátíðir, og tekur Iceland Airwaves sem dæmi, sé góð fjárfesting sem skili sér margfalt til baka, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna sæki hátíðina almennt. Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Gjaldþrota tónleikastaðir „Það hafa nú þegar orðið gjaldþrot, ef við tölum um tónleikastaði,“ segir María og tekur undir þau sjónarmið að þau úrræði sem fram hafa komið, tónlistariðnaðinum til handa, snúi meira að listsköpun og tónlistarfólki heldur en öðrum innan bransans. Hins vegar sé aðeins brotabrot af fólki innan iðnaðarins sem fái stuðning. „Við verðum eiginlega að horfa á tónlistina sem atvinnugrein. Þá er hún líka svolítið sérstök. Þetta eru oft lítil fyrirtæki, þetta eru einstaklingar sem eru í rekstri á eigin kennitölu, fólk er í einhverri samsettri vinnu og er launþegar og verktakar. Þessi úrræði, eins og atvinnuleysisbætur, hlutabætur og lokunarstyrkir eiga mjög illa við. Þú getur til dæmis ekki sótt um bætur bæði sem verktaki og launþegi. Það eru alls konar praktísk mál sem þarf að leysa en svo þarf líka að skoða hvernig er hægt að koma neyðarpakka til þessara fyrirtækja og aðila sem eru að starfa í þessum iðnaði.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), segja faraldur kórónuveirunnar og samkomubannið sem fylgdi í kjölfarið hafa haft gríðarleg áhrif á tónlistariðnað á Íslandi. Úrræði til stuðnings geiranum hverfist oft aðallega um tónlistarfólk, á meðan aðrir einstaklingar og minni fyrirtæki innan iðnaðarins sitji eftir. Á dögunum kom út skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað. Þetta kom fram í máli þeirra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. María segir ástandið hafa haft áhrif á allan iðnaðinn, en sérstaklega tónleikahald. „Þetta var skellur fyrir tónlistarlífið, það bara lokaði allt á einu bretti. Þá erum við einkum og sér í lagi að tala um tónleikahald, sem hefur á undanförnum árum orðið megintekjulind tónlistarfólks. Við ákváðum að kortleggja þetta aðeins, þessi áhrif, og reyna að greina helstu áskoranir og reyna að búa til hlaðborð af tillögum um hvernig væri hægt að styðja betur við íslenskt tónlistarlíf á þessum tímum,“ sagði María. Hún segir eðlilegt að talað hafi verið um áhrif faraldursins á tónlistarfólk hér á landi. Hins vegar sé minna talað um fyrirtæki og einstaklinga sem starfa á bak við tjöldin, fyrir og með tónlistarfólkinu. „Við erum líka að tala um, einkum og sér í lagi lifandi tónlistarflutning og alla sem starfa þar, og einnig önnur fyrirtæki í umgjörðinni eins og hljóðver, hljómplötuverslanir, umboðsskrifstofur, bókunarskrifstofur. Þetta hefur áhrif á allt.“ Stórt tónlistarhagkerfi Sigtryggur segir að í skýrslunni sé einnig dregið fram að hagkerfið sem hverfist í kring um tónlist á Íslandi sé nokkuð umfangsmikið. „Það eru hljóðkerfaleigur og alls konar umhverfi í kring um þetta, sem almenningur er ekkert meðvitaður um, eðlilega. Sem verður fyrir alveg gríðarlegu tjóni og þetta er alveg ótrúlega mikið af fólki sem starfar í geiranum sem verður fyrir miklu tjóni. Styrkjakerfið á Íslandi, sem hverfist í kring um tónlist, er rosalega miðað að tónlistarfólkinu sjálfu og þeim sem framkvæma músíkina.“ Þess vegna hafi litlum fyrirtækjum og öðrum sem starfa umhverfis tónlist hér á landi reynst erfitt að fá stuðning frá hinu opinbera. María bendir á að stuðningur við tónlistarhátíðir, og tekur Iceland Airwaves sem dæmi, sé góð fjárfesting sem skili sér margfalt til baka, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna sæki hátíðina almennt. Erlendir ferðamenn eru fyrirferðarmiklir á Iceland Airwaves. Gjaldþrota tónleikastaðir „Það hafa nú þegar orðið gjaldþrot, ef við tölum um tónleikastaði,“ segir María og tekur undir þau sjónarmið að þau úrræði sem fram hafa komið, tónlistariðnaðinum til handa, snúi meira að listsköpun og tónlistarfólki heldur en öðrum innan bransans. Hins vegar sé aðeins brotabrot af fólki innan iðnaðarins sem fái stuðning. „Við verðum eiginlega að horfa á tónlistina sem atvinnugrein. Þá er hún líka svolítið sérstök. Þetta eru oft lítil fyrirtæki, þetta eru einstaklingar sem eru í rekstri á eigin kennitölu, fólk er í einhverri samsettri vinnu og er launþegar og verktakar. Þessi úrræði, eins og atvinnuleysisbætur, hlutabætur og lokunarstyrkir eiga mjög illa við. Þú getur til dæmis ekki sótt um bætur bæði sem verktaki og launþegi. Það eru alls konar praktísk mál sem þarf að leysa en svo þarf líka að skoða hvernig er hægt að koma neyðarpakka til þessara fyrirtækja og aðila sem eru að starfa í þessum iðnaði.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira