Landspítalinn ætti að ráða við verkefnið Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2020 19:20 Sýkla og veirufræðideild Landspítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Sýkla og veirurannsóknadeild Landspítalans er í handónýtu húsi við Ármúla. Segja má að þar séu syndir fortíðarinnar í lélegu viðhaldi opinberra bygginga. Allt álagið við greiningu sína af Keflavíkurflugvelli færist þangað eftir að Íslensk erfðagreining hefur sagt sig frá málinu. Ástæðan er einfaldlega sú að fyrirtækið þarf að fara að sinna sínum hefðbundnu verkefnum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að nú ráði deildin við greiningu 500 sýna, þar af á bilinu tvö til þrjúhundruð frá farþegum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að spítalinn muni ná að anna greiningu sýna frá þeim fjölda ferðamanna sem nú koma til landsins með breyttum vinnubrögðum.Stöð 2/Baldur „Þetta verkefni kemur til okkar skjótar en við áttum von á og það verður ekki auðvelt. En við ætlum okkur að leysa úr því þannig að við getum þá tekið við þessu hlutverki strax í byrjun næstu viku,“ segir Páll. Það verður gert með því að sameina tíu til 30 sýni og endurskoða hvert og eitt þeirra einungis ef hópsýni mælist jákvætt. Hins vegar hefur Kári Stefánsson hvatt til þess að sett verði á stofn Sóttvarnarstofnun. „Mér finnst sóttvarnalæknir hjá embætti Landlæknis hafa staðið mjög vel að því verki. Hins vegar finnst mér vel athugandi að skoða eitthvað slíkt en það tekur bara tíma að gera það,“ segir Páll. Sýkla og veirufræðideildin er nú í hripleku húsnæði og verður ekki endanlega kominn í nýjar og betri aðstæður fyrr en rannsóknarhús rís á landspítalalóð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í gær og í dag fundaði með þríeykinu og forstjóra Landspítalans vegna stöðunnar. „Það var auðvitað ætlunin að sýkla og veirufræðideildin tæki við þessu verkefni. Þau munu núna flýta sínum áætlunum enda forgangsmál að þetta geti gengið snuðrulaust fyrir sig. Þannig að þau munu taka við verkefninu fyrr en áætlað var. Fleiri aðilar munu koma að. Þá höfum við sérstaklega verið að horfa til færeyskrar greiningaraðila varðndi komur Norrænu hingað til lands,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sýkla og veirufræðideild Landspítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Sýkla og veirurannsóknadeild Landspítalans er í handónýtu húsi við Ármúla. Segja má að þar séu syndir fortíðarinnar í lélegu viðhaldi opinberra bygginga. Allt álagið við greiningu sína af Keflavíkurflugvelli færist þangað eftir að Íslensk erfðagreining hefur sagt sig frá málinu. Ástæðan er einfaldlega sú að fyrirtækið þarf að fara að sinna sínum hefðbundnu verkefnum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að nú ráði deildin við greiningu 500 sýna, þar af á bilinu tvö til þrjúhundruð frá farþegum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að spítalinn muni ná að anna greiningu sýna frá þeim fjölda ferðamanna sem nú koma til landsins með breyttum vinnubrögðum.Stöð 2/Baldur „Þetta verkefni kemur til okkar skjótar en við áttum von á og það verður ekki auðvelt. En við ætlum okkur að leysa úr því þannig að við getum þá tekið við þessu hlutverki strax í byrjun næstu viku,“ segir Páll. Það verður gert með því að sameina tíu til 30 sýni og endurskoða hvert og eitt þeirra einungis ef hópsýni mælist jákvætt. Hins vegar hefur Kári Stefánsson hvatt til þess að sett verði á stofn Sóttvarnarstofnun. „Mér finnst sóttvarnalæknir hjá embætti Landlæknis hafa staðið mjög vel að því verki. Hins vegar finnst mér vel athugandi að skoða eitthvað slíkt en það tekur bara tíma að gera það,“ segir Páll. Sýkla og veirufræðideildin er nú í hripleku húsnæði og verður ekki endanlega kominn í nýjar og betri aðstæður fyrr en rannsóknarhús rís á landspítalalóð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í gær og í dag fundaði með þríeykinu og forstjóra Landspítalans vegna stöðunnar. „Það var auðvitað ætlunin að sýkla og veirufræðideildin tæki við þessu verkefni. Þau munu núna flýta sínum áætlunum enda forgangsmál að þetta geti gengið snuðrulaust fyrir sig. Þannig að þau munu taka við verkefninu fyrr en áætlað var. Fleiri aðilar munu koma að. Þá höfum við sérstaklega verið að horfa til færeyskrar greiningaraðila varðndi komur Norrænu hingað til lands,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira