Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2020 19:21 Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð. Til greina kemur að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum. Þá getur brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Grafík/HÞ Um nítjánhundruð manns komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær og voru tekin sýni úr um þrettánhundruð þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að einn hafi greindst með virkt smit en tveir bíði niðurstaðna mótefnamælingar. Frá 15 júní hafi um 32 þúsund farþegar komið til landsins og sýni tekin úr um 24 þúsund þeirra. Tíu hafi greinst með virkt smit og 40 með eldra smit sem menn hafa ekki áhyggjur af. Þá hafi enginn smitast hér innanlands undanfarna fimm daga. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller mæta til fréttamannafundar í dag.Stöð 2/Baldur „Þannig að ég held að það sé hægt að fullyrða að það sé lítið smit til staðar í íslensku samfélagi. Smithættan hér innanlands tengist aðallega smiti frá fólki sem er að koma hingað til lands. Einkum þeim sem hafa mikið tengslanet hér innanlands,“ segir Þórólfur. Hann þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir ómetanlegt framlag við sýnatökur, mótefnamælingar og rannsóknir en fyrirtækið hafi óvænt sagt sig frá verkefninu frá og með næsta mánudegi. Engu að síður sé þörf á að halda sýnatöku áfram út júlí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að nú þegar séu takmarkanir á þeim fjölda sem getur komið hingað til lands á degi hverjum að ósk sóttvarnalæknis. „Það verður bara að endurskoða það í ljósi þess hver afkastagetan verður þegar fram í sækir.“ Þannig að það getur jafnvel gerst í lok þessa mánaðar eða byrjun ágúst að flugfélögin fái ekki að flytja þann fjölda til landsins sem þau vilja? „Það er takmörkun á vellinum í dag við 1.950 farþega á sólarhring. Það gæti verið framlengt en það gæti líka breyst,“ segir Víðir. „Síðan þegar þetta verkefni verður gert upp í lok júlí verður eins og við komum inn á áðan hægt að meta það hvort það sé hægt að sleppa farþegum frá ákveðnum svæðum eða löndum að koma inn. Það virkar þá sem aukning á farþega hingað til lands,“ bætti Þórólfur við. En ef smit fari aftur að gera vart við sig gæti þurft að stíga skref til baka. Alma Möller landlæknir segir löngu búið að ákveða styrkja sýkla og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum. En það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þannig að þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna að það er ekki von á því fyrr en í október,“ segir Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð. Til greina kemur að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum. Þá getur brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Grafík/HÞ Um nítjánhundruð manns komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær og voru tekin sýni úr um þrettánhundruð þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að einn hafi greindst með virkt smit en tveir bíði niðurstaðna mótefnamælingar. Frá 15 júní hafi um 32 þúsund farþegar komið til landsins og sýni tekin úr um 24 þúsund þeirra. Tíu hafi greinst með virkt smit og 40 með eldra smit sem menn hafa ekki áhyggjur af. Þá hafi enginn smitast hér innanlands undanfarna fimm daga. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller mæta til fréttamannafundar í dag.Stöð 2/Baldur „Þannig að ég held að það sé hægt að fullyrða að það sé lítið smit til staðar í íslensku samfélagi. Smithættan hér innanlands tengist aðallega smiti frá fólki sem er að koma hingað til lands. Einkum þeim sem hafa mikið tengslanet hér innanlands,“ segir Þórólfur. Hann þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir ómetanlegt framlag við sýnatökur, mótefnamælingar og rannsóknir en fyrirtækið hafi óvænt sagt sig frá verkefninu frá og með næsta mánudegi. Engu að síður sé þörf á að halda sýnatöku áfram út júlí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að nú þegar séu takmarkanir á þeim fjölda sem getur komið hingað til lands á degi hverjum að ósk sóttvarnalæknis. „Það verður bara að endurskoða það í ljósi þess hver afkastagetan verður þegar fram í sækir.“ Þannig að það getur jafnvel gerst í lok þessa mánaðar eða byrjun ágúst að flugfélögin fái ekki að flytja þann fjölda til landsins sem þau vilja? „Það er takmörkun á vellinum í dag við 1.950 farþega á sólarhring. Það gæti verið framlengt en það gæti líka breyst,“ segir Víðir. „Síðan þegar þetta verkefni verður gert upp í lok júlí verður eins og við komum inn á áðan hægt að meta það hvort það sé hægt að sleppa farþegum frá ákveðnum svæðum eða löndum að koma inn. Það virkar þá sem aukning á farþega hingað til lands,“ bætti Þórólfur við. En ef smit fari aftur að gera vart við sig gæti þurft að stíga skref til baka. Alma Möller landlæknir segir löngu búið að ákveða styrkja sýkla og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum. En það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þannig að þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna að það er ekki von á því fyrr en í október,“ segir Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11
Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12
Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent