Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 15:12 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Íslensk erfðagreining (ÍE) tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að skimunum eftir mánudaginn 13. júlí. Nú er því komin upp nokkur óvissa um framhaldið, enda annar veirufræðideild Landspítala aðeins um 500 sýnum á dag. Þó stendur til að halda óbreyttri skimun út júlí með ýmsum leiðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis að það hefði verið óvænt að ÍE hætti aðkomu að skimunum svo snemma. Yfirvöld hafi búist við því að ÍE myndi halda áfram að skima út júlí. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Inntur eftir því hvort skriflegur samningur hafi verið gerður milli ÍE og stjórnvalda um skimun sagði Þórólfur að svo hefði ekki verið. Þetta hafi allt verið „handsalað“. Þá var Páll Þórhallsson verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, sem verið hefur í forsvari fyrir landamæraskimun síðustu vikna, inntur eftir því af hverju ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um aðkomu ÍE að skimununum. Hann sagði að ákveðið hefði verið í maí að stefna að opnun landamæra og það hafi meðal annars hugmynd frá Kára Stefánssyni forstjóra ÍE að halda úti skimun á landamærum. Sóttvarnalæknir tók undir það. Kári hefði auk þess lagt áherslu á að stjórnvöld ættu að standa undir verkefninu en ljóst hefði verið að stjórnvöld væru ekki tilbúin til þess alveg strax. Til hafi staðið að bæta úr því. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu.Vísir/vilhelm Þá hefði það auðvitað verið óvenjulegt að ekki hefði verið gerður skriflegur samningur. Það megi hins vegar velta fyrir sér um hvað sá samningur hefði átt að vera. Í raun og veru gekk samkomulagið út á að allir hjálpuðust að. Páll var einnig inntur eftir því hvort það væri ásættanleg nálgun fyrir svo stórt verkefni að skrifa ekki undir samning. Hann sagði að það mætti spyrja sig að því en ekki hefði verið í boði að gera skriflegan samning. Á þessum tímapunkti hafi verið mikill þrýstingur á stjórnvöld að stíga skref í átt að opnun landamæra og ÍE hafi boðið fram aðstoð sína. Þá bætti Þórólfur við að í upphafi, þegar ÍE kom að skimunum allra fyrst, hafi fyrirtækið gert svokallaðan „skriflegan vinnslusamning“ við veirufræðideild Landspítala. Þannig hafi ÍE verið að vinna með sóttvarnalækni samkvæmt sóttvarnalögum. Það hefði staðist og gengið vel. Engin ástæða hefði þótt til að útbúa annan samning að þessu samstarfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Íslensk erfðagreining (ÍE) tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að skimunum eftir mánudaginn 13. júlí. Nú er því komin upp nokkur óvissa um framhaldið, enda annar veirufræðideild Landspítala aðeins um 500 sýnum á dag. Þó stendur til að halda óbreyttri skimun út júlí með ýmsum leiðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis að það hefði verið óvænt að ÍE hætti aðkomu að skimunum svo snemma. Yfirvöld hafi búist við því að ÍE myndi halda áfram að skima út júlí. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Inntur eftir því hvort skriflegur samningur hafi verið gerður milli ÍE og stjórnvalda um skimun sagði Þórólfur að svo hefði ekki verið. Þetta hafi allt verið „handsalað“. Þá var Páll Þórhallsson verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, sem verið hefur í forsvari fyrir landamæraskimun síðustu vikna, inntur eftir því af hverju ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um aðkomu ÍE að skimununum. Hann sagði að ákveðið hefði verið í maí að stefna að opnun landamæra og það hafi meðal annars hugmynd frá Kára Stefánssyni forstjóra ÍE að halda úti skimun á landamærum. Sóttvarnalæknir tók undir það. Kári hefði auk þess lagt áherslu á að stjórnvöld ættu að standa undir verkefninu en ljóst hefði verið að stjórnvöld væru ekki tilbúin til þess alveg strax. Til hafi staðið að bæta úr því. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu.Vísir/vilhelm Þá hefði það auðvitað verið óvenjulegt að ekki hefði verið gerður skriflegur samningur. Það megi hins vegar velta fyrir sér um hvað sá samningur hefði átt að vera. Í raun og veru gekk samkomulagið út á að allir hjálpuðust að. Páll var einnig inntur eftir því hvort það væri ásættanleg nálgun fyrir svo stórt verkefni að skrifa ekki undir samning. Hann sagði að það mætti spyrja sig að því en ekki hefði verið í boði að gera skriflegan samning. Á þessum tímapunkti hafi verið mikill þrýstingur á stjórnvöld að stíga skref í átt að opnun landamæra og ÍE hafi boðið fram aðstoð sína. Þá bætti Þórólfur við að í upphafi, þegar ÍE kom að skimunum allra fyrst, hafi fyrirtækið gert svokallaðan „skriflegan vinnslusamning“ við veirufræðideild Landspítala. Þannig hafi ÍE verið að vinna með sóttvarnalækni samkvæmt sóttvarnalögum. Það hefði staðist og gengið vel. Engin ástæða hefði þótt til að útbúa annan samning að þessu samstarfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02
Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55
Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19