Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 14:52 Frá upplýsingafundi dagsins. Mynd/Lögreglan Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeildar Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. Verið er að skoða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda áfram skimun á landamærum Íslands eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki halda því áfram innan fárra daga. Meðal þess sem taka þarf á er að sýkla- og veirufræðudeild Landspítala getur greint 500 sýni á dag, en Íslensk erfðagreining hefur verið að greina töluvert fleiri. Þríeykið svokallaða var meðal annars spurt út í þetta á upplýsingafundi dagsins, af hverju stjórnvöld hafi ekki verið búin að efla greiningargetu Landspítalans í stað þess að treysta á Íslenska erfðagreiningu. „Það eru auðvitað margar vikur eða mánuður síðan var ákveðið að styrkja sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum en það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna, það er ekki von á því fyrr en í október,“ sagði Alma Möller landlæknir um þetta. Í máli Páls Þórhallssonar úr forsætisráðuneytinu kom fram að Landspítalinn væri á biðlista eftir tækjunum en í millitíðinni væri unnið að því að bæta annars konar búnað. Þórólfur Guðnasonar sóttvarnalæknis kom fram að afkastageta rannsóknarstofunnar væru brotalöm á kerfinu sem þyrfti skoða vel þegar faraldurinn yrði gerður upp. „Ég held að það sé alveg hárrétt að þetta er brotalöm í okkar viðbúnaði og þetta er einn af þeim hlutum sem við þurfum að taka til endurskoðunar þegar við gerum þennan faraldur upp. Það er afkastageta rannsóknarstofa til að greina og skima og svo framvegis. Þannig að það er alveg hárrétt að það er veikleiki en við vorum svo lánssöm að geta notið starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og það er bara mjög ánægjulegt en við þurfum að skoða þessi mál, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeildar Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. Verið er að skoða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda áfram skimun á landamærum Íslands eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki halda því áfram innan fárra daga. Meðal þess sem taka þarf á er að sýkla- og veirufræðudeild Landspítala getur greint 500 sýni á dag, en Íslensk erfðagreining hefur verið að greina töluvert fleiri. Þríeykið svokallaða var meðal annars spurt út í þetta á upplýsingafundi dagsins, af hverju stjórnvöld hafi ekki verið búin að efla greiningargetu Landspítalans í stað þess að treysta á Íslenska erfðagreiningu. „Það eru auðvitað margar vikur eða mánuður síðan var ákveðið að styrkja sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum en það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna, það er ekki von á því fyrr en í október,“ sagði Alma Möller landlæknir um þetta. Í máli Páls Þórhallssonar úr forsætisráðuneytinu kom fram að Landspítalinn væri á biðlista eftir tækjunum en í millitíðinni væri unnið að því að bæta annars konar búnað. Þórólfur Guðnasonar sóttvarnalæknis kom fram að afkastageta rannsóknarstofunnar væru brotalöm á kerfinu sem þyrfti skoða vel þegar faraldurinn yrði gerður upp. „Ég held að það sé alveg hárrétt að þetta er brotalöm í okkar viðbúnaði og þetta er einn af þeim hlutum sem við þurfum að taka til endurskoðunar þegar við gerum þennan faraldur upp. Það er afkastageta rannsóknarstofa til að greina og skima og svo framvegis. Þannig að það er alveg hárrétt að það er veikleiki en við vorum svo lánssöm að geta notið starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og það er bara mjög ánægjulegt en við þurfum að skoða þessi mál, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira