Stefna á óbreytta skimun út júlímánuð: „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu“ Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 14:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann fyrirtækið hafa staðið sig frábærlega undanfarna mánuði. Í gær lýsti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, því yfir að þátttöku þeirra í skimun á landamærum myndi ljúka þann 13. júlí næstkomandi. Var hann ósáttur við seinagang stjórnvalda varðandi tillögur hans um Faraldsfræðistofnun og framkomu í garð fyrirtækisins. Á fundinum sagði Þórólfur marga möguleika vera í stöðunni en ljóst er að þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar hefur skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur skimað 72.500 manns fyrir veirunni og sinnt mótefnamælingum hjá um 40 þúsund einstaklingum og segir Kári þau hafa borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur um þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið er að því að finna lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en stefnt er að því að skimun verði óbreytt út júlímánuð. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur greint um 500 sýni á dag og ekki er von á nýrri og afkastameiri tækjum fyrr en í október. Það sé þó möguleiki að keyra tíu sýni saman, slíkt hafi gefið góða raun í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú aðferð sem hefur verið notuð til þessa. Þórólfur segir Íslenska erfðagreiningu hafa rannsakað faraldurinn mjög vel og ný þekking hafi komið til vegna þess. Það sé þó enn þörf á skimun við landamærin til þess að öðlast frekari þekkingu og sjá hversu margir ferðamenn beri veiruna hingað til lands. Sú vitneskja hjálpi til við stefnumörkun í aðgerðum stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir sinn þátt í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Sagði hann fyrirtækið hafa staðið sig frábærlega undanfarna mánuði. Í gær lýsti Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, því yfir að þátttöku þeirra í skimun á landamærum myndi ljúka þann 13. júlí næstkomandi. Var hann ósáttur við seinagang stjórnvalda varðandi tillögur hans um Faraldsfræðistofnun og framkomu í garð fyrirtækisins. Á fundinum sagði Þórólfur marga möguleika vera í stöðunni en ljóst er að þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar hefur skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur skimað 72.500 manns fyrir veirunni og sinnt mótefnamælingum hjá um 40 þúsund einstaklingum og segir Kári þau hafa borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. „Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu,“ sagði Þórólfur um þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið er að því að finna lausnir á þeirri stöðu sem er uppi en stefnt er að því að skimun verði óbreytt út júlímánuð. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans getur greint um 500 sýni á dag og ekki er von á nýrri og afkastameiri tækjum fyrr en í október. Það sé þó möguleiki að keyra tíu sýni saman, slíkt hafi gefið góða raun í Þýskalandi en væri þó síðri kostur en sú aðferð sem hefur verið notuð til þessa. Þórólfur segir Íslenska erfðagreiningu hafa rannsakað faraldurinn mjög vel og ný þekking hafi komið til vegna þess. Það sé þó enn þörf á skimun við landamærin til þess að öðlast frekari þekkingu og sjá hversu margir ferðamenn beri veiruna hingað til lands. Sú vitneskja hjálpi til við stefnumörkun í aðgerðum stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53 „Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14
Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7. júlí 2020 11:53
„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. 6. júlí 2020 22:30
Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55