„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2020 10:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið Íslendingum gríðarlega mikilvægt að eiga Íslenska erfðagreiningu að í allri þessari baráttu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að farið yrði yfir málin í dag og hvernig framhaldið verði. „Ég held að það sem við Kári séum sammála um er að það er mikilvægt að byggja upp okkar viðnámsþrótt gagnvart faröldrum. Það snýst bæði um að geta tekist á við þessi verkefni á neyðartímum eins og við höfum verið að ganga í gegnum en líka að efla rannsóknir og þekkingu á þessu sviði.“ Þannig að þið ætlið ekki að ganga á eftir Kára meira? „Ja, skilurðu, maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni myndi ég nú segja. Eigum við ekki bara að sjá hvernig þetta gengur hjá okkur öllum. Er þetta ekki bara sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja heill samfélagsins? Stóra verkefnið er að passa upp heilbrigði þjóðarinnar og samfélagsins alls,“ sagði Katrín. Mikilvægt að eiga fyrirtækið að Katrín segir að sóttvarnalæknir og hans lið hafi verið á kafi síðan í gær þar sem það hafi verið væntingar um að hægt yrði að leita til Íslenskrar erfðagreiningar hvað varðar tæki og húsnæði út júli. Sömuleiðis að leita í þeirra reynslu og þekkingarbrunn eins og hafi komið fram í máli hennar í gær. „Það hefur verið okkur gríðarlega mikilvægt að eiga þetta fyrirtæki að í allri þessari baráttu. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að við getum áfram leitað til þeirra og þeirra þekkingu. Nú er bara að halda áfram og það liggur alveg fyrir að við þurfum að vinna þetta hraðar en menn höfðu áður séð fyrir.“ En 15. september? Af hverju allan þennan tíma þegar Kári bendir á að það hafi einungis tekið fimm daga að koma upp rannsóknarstofu? „Við erum kannski að tala um svolítið ólíka hluti. Eitt er það að taka við skimuninni, það er sjálfstætt verkefni. En þegar við erum að tala um fullburða stofnun faraldsfræða, eins og rætt var um í þessu bréfi, þá er það eitthvað sem ég held að menn átti sig á að taki lengri tíma en fimm daga. Þannig að mér finnst þetta eiginlega vera tvennt. Annars vegar að hafa yfirumsjón með þessari skimun og sinna þeim rannsóknarhluta sem því tengist, en síðan ef við erum að tala, eins og ég hef nú skilið þetta, til lengri tíma, með fullburða stofnun á sviði faraldsfræða sem getur í raun annars vegar annast rannsóknir, alltaf, og síðan tekist á við svona verkefni þegar þörf er á að halda.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan. Íslensk erfðagreining Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að farið yrði yfir málin í dag og hvernig framhaldið verði. „Ég held að það sem við Kári séum sammála um er að það er mikilvægt að byggja upp okkar viðnámsþrótt gagnvart faröldrum. Það snýst bæði um að geta tekist á við þessi verkefni á neyðartímum eins og við höfum verið að ganga í gegnum en líka að efla rannsóknir og þekkingu á þessu sviði.“ Þannig að þið ætlið ekki að ganga á eftir Kára meira? „Ja, skilurðu, maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni myndi ég nú segja. Eigum við ekki bara að sjá hvernig þetta gengur hjá okkur öllum. Er þetta ekki bara sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja heill samfélagsins? Stóra verkefnið er að passa upp heilbrigði þjóðarinnar og samfélagsins alls,“ sagði Katrín. Mikilvægt að eiga fyrirtækið að Katrín segir að sóttvarnalæknir og hans lið hafi verið á kafi síðan í gær þar sem það hafi verið væntingar um að hægt yrði að leita til Íslenskrar erfðagreiningar hvað varðar tæki og húsnæði út júli. Sömuleiðis að leita í þeirra reynslu og þekkingarbrunn eins og hafi komið fram í máli hennar í gær. „Það hefur verið okkur gríðarlega mikilvægt að eiga þetta fyrirtæki að í allri þessari baráttu. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að við getum áfram leitað til þeirra og þeirra þekkingu. Nú er bara að halda áfram og það liggur alveg fyrir að við þurfum að vinna þetta hraðar en menn höfðu áður séð fyrir.“ En 15. september? Af hverju allan þennan tíma þegar Kári bendir á að það hafi einungis tekið fimm daga að koma upp rannsóknarstofu? „Við erum kannski að tala um svolítið ólíka hluti. Eitt er það að taka við skimuninni, það er sjálfstætt verkefni. En þegar við erum að tala um fullburða stofnun faraldsfræða, eins og rætt var um í þessu bréfi, þá er það eitthvað sem ég held að menn átti sig á að taki lengri tíma en fimm daga. Þannig að mér finnst þetta eiginlega vera tvennt. Annars vegar að hafa yfirumsjón með þessari skimun og sinna þeim rannsóknarhluta sem því tengist, en síðan ef við erum að tala, eins og ég hef nú skilið þetta, til lengri tíma, með fullburða stofnun á sviði faraldsfræða sem getur í raun annars vegar annast rannsóknir, alltaf, og síðan tekist á við svona verkefni þegar þörf er á að halda.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan.
Íslensk erfðagreining Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira