„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 22:30 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. „Ég sendi ríkisstjórninni bréf og benti á að ég liti svo á að þetta væri mjög brátt mál. Þeir yrðu að byrja strax í dag að setja saman einhverja aðstöðu til þess að taka við þessu. Í bréfi sínu segir Katrín Jakobsdóttir mér að hún ætlar að setja yfir þetta verkefnastjóra sem eigi að skila af sér ekki síðar en 15. september,“ sagði Kári og bætti við, „Mín tilfinning fyrir því sem er að gerast, fyrir þeim tíma sem við höfum er allt, allt, önnur en hún hefur. Hún hefur tíma til 15. september, ég hef það ekki.“ Kári segir aðferðina sem ríkisstjórnin beitir í málinu ekki vera þá réttu, segir hann halda því fram að ríkisstjórnin ætti að geta sett saman stofnun sem þessa á ekki lengri tíma en einni mínútu. „Aðferðin til að gera þetta er ósköp einfaldlega að þú lýsir því yfir að þú sért kominn með svona stofnun og svo dregur þú að þessu hæfileika og fólk og byggir þetta upp hægt og bítandi. Þú leggst ekki undir feld í miðjum faraldri og segi nú ætla ég að hugsa þetta fram til 15. september og kannski fæ ég þá góðar hugmyndir sem við byrjum að hrinda í framkvæmd,“ sagði Kári. „Ef þú hins vegar heldur að þú getir gengið að því sem vísu að þú hafir eitthvað fyrirtæki út í bæ sem vegna meðvirkni sinnar tekur að sér svona verkefni og lætur ganga um sig eins og skít. Þá auðvitað þarftu ekki að flýta þér í að koma á fót svona stofnun,“ bætti forstjórinn við. Kári sagði í byrjun viðtalsins sem tekið var fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 að það væri ekki hans mál að tjá sig um aðferðir ríkisstjórnarinnar vegna tillögu hans um stofnun Faraldsfræðistofnunnar. Það væri þeirra mál og hann hefði í raun og veru enga skoðun á því sem ríkisstjórnin væri að gera. Hann sagði þá að engin ástæða væri til þess, hvorki fyrir ÍE eða stjórnvöld, að fyrirtækið kæmi að stofnun stofnunarinnar. „Það er engin ástæða til þess hvorki fyrir okkur né ríkisstjórnina að við komum að því. Það er fullt af hæfileikaríku vel menntuðu fólki hér á Íslandi sem getur aðstoðað við það. Við erum búin með þann tíma, búin með þann kvóta sem við höfum afgangs handa þessari ríkisstjórn þegar kemur að þessum faraldri,“ sagði Kári. Kári sagðist þá telja að Landspítalinn sé í stakk búinn að taka við þunganum af kórónuveiruskimuninni sem ÍE skilur eftir að sjö dögum liðnum. „Landspítalinn hefur sjö daga til að auka við tækjabúnað og ná til sín fólki til að sinna þessu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta góða fólk komi til með að sinna þessu vel,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. „Ég sendi ríkisstjórninni bréf og benti á að ég liti svo á að þetta væri mjög brátt mál. Þeir yrðu að byrja strax í dag að setja saman einhverja aðstöðu til þess að taka við þessu. Í bréfi sínu segir Katrín Jakobsdóttir mér að hún ætlar að setja yfir þetta verkefnastjóra sem eigi að skila af sér ekki síðar en 15. september,“ sagði Kári og bætti við, „Mín tilfinning fyrir því sem er að gerast, fyrir þeim tíma sem við höfum er allt, allt, önnur en hún hefur. Hún hefur tíma til 15. september, ég hef það ekki.“ Kári segir aðferðina sem ríkisstjórnin beitir í málinu ekki vera þá réttu, segir hann halda því fram að ríkisstjórnin ætti að geta sett saman stofnun sem þessa á ekki lengri tíma en einni mínútu. „Aðferðin til að gera þetta er ósköp einfaldlega að þú lýsir því yfir að þú sért kominn með svona stofnun og svo dregur þú að þessu hæfileika og fólk og byggir þetta upp hægt og bítandi. Þú leggst ekki undir feld í miðjum faraldri og segi nú ætla ég að hugsa þetta fram til 15. september og kannski fæ ég þá góðar hugmyndir sem við byrjum að hrinda í framkvæmd,“ sagði Kári. „Ef þú hins vegar heldur að þú getir gengið að því sem vísu að þú hafir eitthvað fyrirtæki út í bæ sem vegna meðvirkni sinnar tekur að sér svona verkefni og lætur ganga um sig eins og skít. Þá auðvitað þarftu ekki að flýta þér í að koma á fót svona stofnun,“ bætti forstjórinn við. Kári sagði í byrjun viðtalsins sem tekið var fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 að það væri ekki hans mál að tjá sig um aðferðir ríkisstjórnarinnar vegna tillögu hans um stofnun Faraldsfræðistofnunnar. Það væri þeirra mál og hann hefði í raun og veru enga skoðun á því sem ríkisstjórnin væri að gera. Hann sagði þá að engin ástæða væri til þess, hvorki fyrir ÍE eða stjórnvöld, að fyrirtækið kæmi að stofnun stofnunarinnar. „Það er engin ástæða til þess hvorki fyrir okkur né ríkisstjórnina að við komum að því. Það er fullt af hæfileikaríku vel menntuðu fólki hér á Íslandi sem getur aðstoðað við það. Við erum búin með þann tíma, búin með þann kvóta sem við höfum afgangs handa þessari ríkisstjórn þegar kemur að þessum faraldri,“ sagði Kári. Kári sagðist þá telja að Landspítalinn sé í stakk búinn að taka við þunganum af kórónuveiruskimuninni sem ÍE skilur eftir að sjö dögum liðnum. „Landspítalinn hefur sjö daga til að auka við tækjabúnað og ná til sín fólki til að sinna þessu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta góða fólk komi til með að sinna þessu vel,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira