Tíu mánaða gamli ljónsunginn Simbi er nú á batavegi eftir að dýraverndarfólk bjargaði honum á dögunum.
Simbi leit ekki vel út eftir dvölina hjá ljósmyndara í borginni Sotsjí. Eigandinn hafði brotið á honum lappirnar svo hann slyppi ekki. Greyið gat ekki étið, var með alvarleg legusár og feldurinn var hreinlega drulluskítugur.

Dýraverndarfólk sem rekur athvarf í Tsjeljabínsk frétti af Simba og bjargaði honum. Við komuna til Tseljabínsk fór Simbi í aðgerð á mænu og maga og er nú við hestaheilsu. Hefur jafnvel aldrei litið betur út.