Ætluðu aldrei að sinna skimun „til eilífðarnóns“ Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 18:00 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“ Það hefur vart farið fram hjá neinum að í dag tilkynnti Kári í opnu bréfi til forsætisráðherra að Íslensk erfðagreining muni frá og með deginum í dag hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sagði Kári þá einnig að skimun á vegum ÍE muni ljúka mánudaginn 13. júlí. Ljóst er að framlag ÍE vegna faraldursins hefur verið veigamikið enda hafa starfsmenn fyrirtækisins skimað 72.500 manns og hafa að sögn Kára borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. Kári talaði um atburði dagsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. Þá var Kári ósáttur með seinagang yfirvalda en hann segist hafa hvatt stjórnvöld til þess að vinna rösklega að því að setja á fót Faraldsfræðistofnun. Ríkisstjórnin hafi þó ákveðið að gefa sér tíma sem Kári sagði „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú. Núna þegar við erum búin að opna landamærin verða menn að geta unnið mjög hratt, verið einbeittir og tekið á þessu með afdrifaríkum hætti. Ég held það muni koma í ljós á næstu dögum og vikum að við verðum að vera á tánum,“ sagði Kári áður en að hann hrósaði bæði sóttvarnalækni og landlækni. „Við höfum mjög góðan sóttvarnalækni og mjög góðan landlækni. Fólk sem ég treysti mjög vel til að sinna sínu verki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau munu finna sér fólk til að fylla upp í það skarð sem myndast þegar við hættum,“ sagði Kári. Þá taldi forstjórinn að það yrði ekkert vandamál fyrir Landspítalann að koma því í haginn að hægt yrði að taka á sig fleiri verkefni vegna sýnatöku. Sjö dagar séu til stefnu og það hafi eingöngu tekið Íslenska erfðagreiningu fimm daga að taka að setja upp sína rannsóknarstöð þegar það var gert, án undirbúnings. Við erum búin að ljúka mjög mikilli skimun fyrir mótefni gegn veirunni, búin að skoða þrjátíu þúsund Íslendinga og búin að vinna þetta allt saman mjög vel, samfélaginu að kostnaðarlausu en það var aldrei planið að við yrðum í þessu til eilífðarnóns, ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að fyrr en seinna yrðum við að snúa okkur að okkar dagvinnu. „Ég held að þetta sé ekkert slæmur tímapunktur það er komin reynsla á skimun á landamærunum. Ég held að það sé ósköp eðlilegt að kveðja kurteisislega. Þökkum fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu og hverfum inn í þessa botnlausu erfðafræði sem við búum við flesta daga,“ sagði Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“ Það hefur vart farið fram hjá neinum að í dag tilkynnti Kári í opnu bréfi til forsætisráðherra að Íslensk erfðagreining muni frá og með deginum í dag hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sagði Kári þá einnig að skimun á vegum ÍE muni ljúka mánudaginn 13. júlí. Ljóst er að framlag ÍE vegna faraldursins hefur verið veigamikið enda hafa starfsmenn fyrirtækisins skimað 72.500 manns og hafa að sögn Kára borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. Kári talaði um atburði dagsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. Þá var Kári ósáttur með seinagang yfirvalda en hann segist hafa hvatt stjórnvöld til þess að vinna rösklega að því að setja á fót Faraldsfræðistofnun. Ríkisstjórnin hafi þó ákveðið að gefa sér tíma sem Kári sagði „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú. Núna þegar við erum búin að opna landamærin verða menn að geta unnið mjög hratt, verið einbeittir og tekið á þessu með afdrifaríkum hætti. Ég held það muni koma í ljós á næstu dögum og vikum að við verðum að vera á tánum,“ sagði Kári áður en að hann hrósaði bæði sóttvarnalækni og landlækni. „Við höfum mjög góðan sóttvarnalækni og mjög góðan landlækni. Fólk sem ég treysti mjög vel til að sinna sínu verki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau munu finna sér fólk til að fylla upp í það skarð sem myndast þegar við hættum,“ sagði Kári. Þá taldi forstjórinn að það yrði ekkert vandamál fyrir Landspítalann að koma því í haginn að hægt yrði að taka á sig fleiri verkefni vegna sýnatöku. Sjö dagar séu til stefnu og það hafi eingöngu tekið Íslenska erfðagreiningu fimm daga að taka að setja upp sína rannsóknarstöð þegar það var gert, án undirbúnings. Við erum búin að ljúka mjög mikilli skimun fyrir mótefni gegn veirunni, búin að skoða þrjátíu þúsund Íslendinga og búin að vinna þetta allt saman mjög vel, samfélaginu að kostnaðarlausu en það var aldrei planið að við yrðum í þessu til eilífðarnóns, ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að fyrr en seinna yrðum við að snúa okkur að okkar dagvinnu. „Ég held að þetta sé ekkert slæmur tímapunktur það er komin reynsla á skimun á landamærunum. Ég held að það sé ósköp eðlilegt að kveðja kurteisislega. Þökkum fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu og hverfum inn í þessa botnlausu erfðafræði sem við búum við flesta daga,“ sagði Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira