Katrín segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar „ómetanlegt“ Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 16:23 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að ÍE myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi frá og með deginum í dag. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir framlag ÍE hafa verið ómetanlegt. Þeim yrði seint fullþakkað fyrir þátttöku sína enda hefði baráttan við faraldurinn verið mun erfiðari og þungbærari ef þau hefðu ekki boðið fram aðstoð sína. Katrín segist hafa tekið vel í erindi Kára um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis svo hægt væri að byggja upp reynslu og þekkingu til þess að takast á við faraldra framtíðarinnar. Kári sagði hins vegar að Katrínu þætti vandamálið ekki jafn brátt og þeim hjá ÍE. „Kári Stefánsson segir í opnu bréfi sínu að sér finnist að þessi vinna verði að ganga hraðar fyrir sig. Ég get vel fallist á það sjónarmið og við munum gera okkar til þess að unnið verði eins hratt og örugglega framast er kostur. Að sjálfsögðu vonast ég til þess að í þessu mikilvæga verkefni munum við áfram geta leitað til starfsfólks ÍE vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þar er innandyra,“ skrifar Katrín. Katrín segir ákvörðun hafa verið tekna um að ráða sérstakan verkefnisstjóra til að vinna áfram slíkar hugmyndir og efla innviði heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við faraldra með hliðsjón af tillögu Kára. Það taki þó sinn tíma. „Slíkur undirbúningur og framkvæmd tekur hins vegar alltaf ákveðinn tíma og ég lagði því til að þær tillögur myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. september.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að ÍE myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi frá og með deginum í dag. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir framlag ÍE hafa verið ómetanlegt. Þeim yrði seint fullþakkað fyrir þátttöku sína enda hefði baráttan við faraldurinn verið mun erfiðari og þungbærari ef þau hefðu ekki boðið fram aðstoð sína. Katrín segist hafa tekið vel í erindi Kára um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis svo hægt væri að byggja upp reynslu og þekkingu til þess að takast á við faraldra framtíðarinnar. Kári sagði hins vegar að Katrínu þætti vandamálið ekki jafn brátt og þeim hjá ÍE. „Kári Stefánsson segir í opnu bréfi sínu að sér finnist að þessi vinna verði að ganga hraðar fyrir sig. Ég get vel fallist á það sjónarmið og við munum gera okkar til þess að unnið verði eins hratt og örugglega framast er kostur. Að sjálfsögðu vonast ég til þess að í þessu mikilvæga verkefni munum við áfram geta leitað til starfsfólks ÍE vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þar er innandyra,“ skrifar Katrín. Katrín segir ákvörðun hafa verið tekna um að ráða sérstakan verkefnisstjóra til að vinna áfram slíkar hugmyndir og efla innviði heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við faraldra með hliðsjón af tillögu Kára. Það taki þó sinn tíma. „Slíkur undirbúningur og framkvæmd tekur hins vegar alltaf ákveðinn tíma og ég lagði því til að þær tillögur myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. september.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49
Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent