Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2020 14:49 Ríksistjórnarfundur og blaðamannafundur vegna samkomubanns Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir segir að taka þurfi upp aðra nálgun á kórónuveiruskimanir hér á landi, í ljósi þess að Íslensk erfðagreining (ÍE) hyggist hætta aðkomu sinni að þeim. Hann leggur jafnframt áherslu á að fyrirtækið hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. Kári Stefánsson forstjóri ÍE tilkynnti í aðsendri grein á Vísi í dag að fyrirtækið hygðist hætta skimunum fyrir veirunni og hætta einnig öllum veirutengdum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni. Kári sakaði einnig Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við tilkynningu Kára, að hann eigi eftir að funda með sínu fólki um málið. Þessar nýju vendingar muni þó fela í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi skimunar. „Það er ljóst að við þurfum að taka upp aðra nálgun í ljósi þessa,“ segir Þórólfur. Var þetta kannski viðbúið miðað við það sem áður hefur komið fram? „Ég veit það nú ekki, ég get kannski ekki alveg sagt það. En auðvitað er fyrirtækið Íslensk erfðagreining í öðrum störfum og eru búin að hliðra öllu til hliðar á meðan á þessu stendur, og auðvitað vissi maður það að það kæmi að einhverjum endapunkti þar, þau eru í öðrum verkefnum,“ segir Þórólfur. „Þau eru búin að vinna frábært starf fyrir okkur öll.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36 Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00 Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að taka þurfi upp aðra nálgun á kórónuveiruskimanir hér á landi, í ljósi þess að Íslensk erfðagreining (ÍE) hyggist hætta aðkomu sinni að þeim. Hann leggur jafnframt áherslu á að fyrirtækið hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. Kári Stefánsson forstjóri ÍE tilkynnti í aðsendri grein á Vísi í dag að fyrirtækið hygðist hætta skimunum fyrir veirunni og hætta einnig öllum veirutengdum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni. Kári sakaði einnig Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við tilkynningu Kára, að hann eigi eftir að funda með sínu fólki um málið. Þessar nýju vendingar muni þó fela í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi skimunar. „Það er ljóst að við þurfum að taka upp aðra nálgun í ljósi þessa,“ segir Þórólfur. Var þetta kannski viðbúið miðað við það sem áður hefur komið fram? „Ég veit það nú ekki, ég get kannski ekki alveg sagt það. En auðvitað er fyrirtækið Íslensk erfðagreining í öðrum störfum og eru búin að hliðra öllu til hliðar á meðan á þessu stendur, og auðvitað vissi maður það að það kæmi að einhverjum endapunkti þar, þau eru í öðrum verkefnum,“ segir Þórólfur. „Þau eru búin að vinna frábært starf fyrir okkur öll.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36 Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00 Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36
Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00
Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43