Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2020 13:45 Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra vegna skimunar á landamærum í júní. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar kemur í humátt á eftir honum. Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sakar bæði hana og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi. „Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí,“ skrifar Kári í grein sinni, sem birtist á Vísi nú síðdegis. ÍE hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Kári rekur þennan feril í grein sinni og gagnrýnir svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að hafa, að mati Kára, ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunarinnar. „Við féllumst á að taka þátt í byrjun (ekki til eilífðarnóns), en þegar við urðum ekki vör við neinar raunverulegar áætlanir um að einhver tæki við af okkur sem hefði til þess burði urðum við óróleg, vegna þess að án þess að sjá fyrir endann á okkar framlagi gátum við ekki réttlætt að halda þessu áfram vegna þess að okkar dagvinna felst í allt öðru,“ skrifar Kári. Setur ríkisstjórninni afarkosti Þá birtir Kári tölvupóstsamskipti sín við forsætisráðherra. Í bréfi sem dagsett er 1. júlí síðastliðinn og stílað á ríkisstjórn Íslands segir hann að ÍE geti ekki sinnt skimunum mikið lengur. Þá leggur hann til að komið sé á fót sérstakri stofnun, Faraldsfræðistofnun Íslands, til að takast á við faraldur á borð við þann sem enn geisar, og býður jafnframt fram húsnæði ÍE undir starfsemina til að byrja með. Kári sakar þær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um virðingarleysi gagnvart starfi Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Kári setur ríkisstjórninni því næst afarkosti; ef hún lýsi því ekki yfir að strax verði ráðist í að stofna „svona apparat“ neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sóttvarna. Katrín svarar Kára þremur dögum síðar og segir ríkisstjórnina munu taka til skoðunar, sem og frekari úrvinnslu, tillögu hans um sérstaka faraldsfræðistofnun. Ákveðið hafi verið að ráða verkefnastjóra undir yfirstjórn sóttvarnalæknis, sem skila muni tillögum til ríkisstjórnarinnar eins fljótt og auðið er. Kári tekur í grein sinni fálega í svar Katrínar og segir ljóst að henni þyki vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ „Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur, framlagi okkar og því verkefni sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Grein Kára má nálgast í heild hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sakar bæði hana og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi. „Frá og með deginum í dag 6. júlí munum við hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni út af SARS-CoV-2. Síðustu sýnin sem við munum afgreiða eru þau sem berast til okkar á mánudaginn 13. júlí,“ skrifar Kári í grein sinni, sem birtist á Vísi nú síðdegis. ÍE hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Kári rekur þennan feril í grein sinni og gagnrýnir svo Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að hafa, að mati Kára, ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunarinnar. „Við féllumst á að taka þátt í byrjun (ekki til eilífðarnóns), en þegar við urðum ekki vör við neinar raunverulegar áætlanir um að einhver tæki við af okkur sem hefði til þess burði urðum við óróleg, vegna þess að án þess að sjá fyrir endann á okkar framlagi gátum við ekki réttlætt að halda þessu áfram vegna þess að okkar dagvinna felst í allt öðru,“ skrifar Kári. Setur ríkisstjórninni afarkosti Þá birtir Kári tölvupóstsamskipti sín við forsætisráðherra. Í bréfi sem dagsett er 1. júlí síðastliðinn og stílað á ríkisstjórn Íslands segir hann að ÍE geti ekki sinnt skimunum mikið lengur. Þá leggur hann til að komið sé á fót sérstakri stofnun, Faraldsfræðistofnun Íslands, til að takast á við faraldur á borð við þann sem enn geisar, og býður jafnframt fram húsnæði ÍE undir starfsemina til að byrja með. Kári sakar þær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um virðingarleysi gagnvart starfi Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Kári setur ríkisstjórninni því næst afarkosti; ef hún lýsi því ekki yfir að strax verði ráðist í að stofna „svona apparat“ neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimun og öðrum þáttum sóttvarna. Katrín svarar Kára þremur dögum síðar og segir ríkisstjórnina munu taka til skoðunar, sem og frekari úrvinnslu, tillögu hans um sérstaka faraldsfræðistofnun. Ákveðið hafi verið að ráða verkefnastjóra undir yfirstjórn sóttvarnalæknis, sem skila muni tillögum til ríkisstjórnarinnar eins fljótt og auðið er. Kári tekur í grein sinni fálega í svar Katrínar og segir ljóst að henni þyki vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ „Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur, framlagi okkar og því verkefni sem við höfum tekið að okkur í þessum faraldri.“ Grein Kára má nálgast í heild hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira