Veiðitölur úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2020 09:04 Ísarr Edwinsson með 15 punda urriða úr Veiðivötnum. Mynd: Edwin Árnason Nú birtast eins og fyrri sumur vikulegar veiðitölur úr Veiðivötnum á heimasíðu vatnana og það er áhugavert að skoða gang mála. Mesta veiðin í er Snjóölduvatni en þar er hægt að moka upp smábleikju sem er venjulega um 1-2 pund en prýðilegur matfiskur. Heildarveiðin í vatninu er 2039 fiskar og þar af 20 urriðar. Í öðru sæti er Litli Sjór en þar hafa veiðst 716 fiskar, allt urriði. Nýjavatn er svo í þriðja sæti með 647 fiska, Önnur vötn sem eru komin yfir 100 fiska eru Breiðavatn, Eskivatn, Grænavatn, Hraunvötn, Langavatn, Stóra Fossvatn og Skálavatn. Veiðivötn eru eitt vinsælasta veiðisvæði landsins og þangað streyma veiðimenn á hverju sumri til veiða. Eitthvað er til af lausum stöngum í sumar svo þeir sem hafa ekki kynnst vötnunum ættu klárlega að gera það því það eru fá veiðisvæði á hálendinu jafn ægifögur og þetta magnaða svæði. Listann yfir aflatölur í vötnunum ásamt lausum stöngum má finna á www.veidivotn.is Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði
Nú birtast eins og fyrri sumur vikulegar veiðitölur úr Veiðivötnum á heimasíðu vatnana og það er áhugavert að skoða gang mála. Mesta veiðin í er Snjóölduvatni en þar er hægt að moka upp smábleikju sem er venjulega um 1-2 pund en prýðilegur matfiskur. Heildarveiðin í vatninu er 2039 fiskar og þar af 20 urriðar. Í öðru sæti er Litli Sjór en þar hafa veiðst 716 fiskar, allt urriði. Nýjavatn er svo í þriðja sæti með 647 fiska, Önnur vötn sem eru komin yfir 100 fiska eru Breiðavatn, Eskivatn, Grænavatn, Hraunvötn, Langavatn, Stóra Fossvatn og Skálavatn. Veiðivötn eru eitt vinsælasta veiðisvæði landsins og þangað streyma veiðimenn á hverju sumri til veiða. Eitthvað er til af lausum stöngum í sumar svo þeir sem hafa ekki kynnst vötnunum ættu klárlega að gera það því það eru fá veiðisvæði á hálendinu jafn ægifögur og þetta magnaða svæði. Listann yfir aflatölur í vötnunum ásamt lausum stöngum má finna á www.veidivotn.is
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði