Lögreglu gert að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn barnungum systrum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2020 19:00 Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum sem lögregla lét niður falla í mars. Því er beint til lögreglu að leggja þurfi áherslu á að finna meintan geranda og þær kynferðislegu myndir af þeim sem hann kann að hafa í vörslu sinni Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum gagnrýndi lögmaður rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum. Grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á stúlkunum og teknar af yngri systurinni kynferðislegar myndir. Málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Atvikið á að hafa átt sér stað í mars í fyrra er þær voru lokkaðar inn í íbúð í Holtahverfi í Reykjavík þegar þær höfðu verið úti að leika sér. Ástæða niðurfellingar málsins hjá lögreglu var sú að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós hver meintur gerandi er. Stúlkurnar voru ekki boðaðar í skýrslutöku hjá Barnahúsi fyrr en tveimur mánuðum eftir að móðir þeirra lagði fram kæru. Þá leið annar mánuður þar til lögregla fór á vettvang og bað stúlkurnar að benda á húsið þar sem atvikið á að hafa átt sér stað. Fjölskyldan telur rannsókn lögreglu hafa verið mjög ábótavant og kærði málið til ríkissaksóknara. Í síðustu viku felldi ríkissaksóknari niðurfellinguna úr gildi. Í afstöðu ríkissaksóknara segir að rannsaka hefði mátt málið nánar. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og trúverðugrar lýsingar eldri stúlkunnar, sem studd er lýsingu yngri stúlkunnar, sé það álit ríkissaksóknara að halda skuli rannsókn málsins áfram. Leggja þurfi áherslu á það að finna meintan geranda og þær myndir af yngri stúlkunni sem hann kann að hafa í vörslu sinni. Óljóst sé af rannsóknargögnum hvaða íbúð eða íbúðum hússins rannsóknin beindist að og eru engar myndir af húsinu meðal gagna málsins. Úr því þurfi að bæta. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum sem lögregla lét niður falla í mars. Því er beint til lögreglu að leggja þurfi áherslu á að finna meintan geranda og þær kynferðislegu myndir af þeim sem hann kann að hafa í vörslu sinni Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum gagnrýndi lögmaður rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum. Grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á stúlkunum og teknar af yngri systurinni kynferðislegar myndir. Málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Atvikið á að hafa átt sér stað í mars í fyrra er þær voru lokkaðar inn í íbúð í Holtahverfi í Reykjavík þegar þær höfðu verið úti að leika sér. Ástæða niðurfellingar málsins hjá lögreglu var sú að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós hver meintur gerandi er. Stúlkurnar voru ekki boðaðar í skýrslutöku hjá Barnahúsi fyrr en tveimur mánuðum eftir að móðir þeirra lagði fram kæru. Þá leið annar mánuður þar til lögregla fór á vettvang og bað stúlkurnar að benda á húsið þar sem atvikið á að hafa átt sér stað. Fjölskyldan telur rannsókn lögreglu hafa verið mjög ábótavant og kærði málið til ríkissaksóknara. Í síðustu viku felldi ríkissaksóknari niðurfellinguna úr gildi. Í afstöðu ríkissaksóknara segir að rannsaka hefði mátt málið nánar. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og trúverðugrar lýsingar eldri stúlkunnar, sem studd er lýsingu yngri stúlkunnar, sé það álit ríkissaksóknara að halda skuli rannsókn málsins áfram. Leggja þurfi áherslu á það að finna meintan geranda og þær myndir af yngri stúlkunni sem hann kann að hafa í vörslu sinni. Óljóst sé af rannsóknargögnum hvaða íbúð eða íbúðum hússins rannsóknin beindist að og eru engar myndir af húsinu meðal gagna málsins. Úr því þurfi að bæta.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira