Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. júlí 2020 12:40 Rögnvaldur segir þau sem smitast hafa að undanförnu hafa farið eftir öllum reglum, og rúmlega það. Enginn fótur sé fyrir skömmum í garð fólks sem veikist. Vísir/Vilhelm Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. Óeðlilegt sé að fylla veikt fólk af smitskömm sem enginn fótur sé fyrir. Tekin voru 1.778 sýni við landamæraskimun í gær og greindust tvö þeirra jákvæð og eru virk Covid-19 smit nú orðin 13. Í gær og fyrradag greindust 4 innanlandssmit sem rekja má til smitaðs einstaklings sem kom frá Albaníu frá fyrir tæpum tveimur vikum. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir að fólkið hafi verið í sóttkví og ekkert bendi til hópsýkingar. Slíkt þurfi að koma í ljós. Hann segir þróunina síðustu vikur viðbúna. „Þetta er það sem var búist við að gæti gerst. Ef þetta heldur áfram í einhverjum veldisvexti þá þarf náttúrulega að grípa til einhverra ráðstafana. En allt sem við erum búin að sjá núna var viðbúið og er afgreitt í samræmi við það,“ segir Rögnvaldur. Engin sé alvarlega veikur en vel sé fylgst með fólkinu. Sóttvarnarlæknir sagði á miðvikudaginn að vinnulagi við landamæri yrði breytt eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði við komu frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð. Nú verður tekið sýni við komuna til landsins, fólk sem býr hér verður sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum síðar. Rögnvaldur segir því miður dæmi um að hringt sé í veika einstaklinga og þeir sakaðir um að fara ekki nógu varlega. Fólkið gerði ekkert rangt „Annað sem höfum verið að heyra og höfum meiri áhyggjur af er að það hefur borið á því að veikt fólk verður fyrir ónæði frá fólki úti í bæ sem hefur séð sig knúið til að senda fólki skilaboð eða hringt til að lýsa einhverjum skoðunum sem eiga ekki við. Saka fólk um að fara ekki varlega eða eitthvað svoleiðis. En ekkert svoleiðis á við og er ekki eðlileg hegðun gagnvart veiku fólki.“ Rögnvaldur segir að þau sem hafa veikst frá því landamærin voru opnuð hafi farið að öllum reglum. „Það fólk sem hefur verið að veikjast undanfarið hefur ekki gert neitt rangt. Það hefur verið að fylgja þeim reglum sem eru í gildi og meira segja umfram það. Flestir hafa verið að fara varlegar en leiðbeiningarnar, sem er reyndar búið að skerpa á síðan þá. Þannig að það er ekki hægt að vera að sakast við fólk. Það er engin sem leikur sér að því að verða veikur og nóg fyrir fólk að fást við það þó sé ekki líka verið að senda fólki skilaboð,“ segir Rögnvaldur, og bætir við að þetta hafi komið fyrir áður. Hann segir að þetta hafi áður komið fyrir. „Þetta er víða og það eru fleiri sem hafa lent í þessu. Það er verið að tala um þessa smitskömm sem fólk upplifir sem hefur veikst og veikt aðra. Fólki líður alveg nógu illa fyrir þó aðrir séu ekki líka að velta þeim upp úr þessu og saka þá um einhverja hluti sem ekki eiga við rök að styðjast.“ Hann segir afar mikilvægt að fólk fari varlega eins og á stöðum þar sem stór íþróttamót eiga sér stað. „Það er búið að skipuleggja þessi íþróttamót vel og hólfa niður en þau virka ekki nema fólk fari eftir þeim og það er aðal áskorunin að fólk fari eftir því skipulagi sem búið er að setja upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. Óeðlilegt sé að fylla veikt fólk af smitskömm sem enginn fótur sé fyrir. Tekin voru 1.778 sýni við landamæraskimun í gær og greindust tvö þeirra jákvæð og eru virk Covid-19 smit nú orðin 13. Í gær og fyrradag greindust 4 innanlandssmit sem rekja má til smitaðs einstaklings sem kom frá Albaníu frá fyrir tæpum tveimur vikum. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir að fólkið hafi verið í sóttkví og ekkert bendi til hópsýkingar. Slíkt þurfi að koma í ljós. Hann segir þróunina síðustu vikur viðbúna. „Þetta er það sem var búist við að gæti gerst. Ef þetta heldur áfram í einhverjum veldisvexti þá þarf náttúrulega að grípa til einhverra ráðstafana. En allt sem við erum búin að sjá núna var viðbúið og er afgreitt í samræmi við það,“ segir Rögnvaldur. Engin sé alvarlega veikur en vel sé fylgst með fólkinu. Sóttvarnarlæknir sagði á miðvikudaginn að vinnulagi við landamæri yrði breytt eftir að smit greindist í einstaklingi sem hafði við komu frá Bandaríkjunum ekki greinst smituð. Nú verður tekið sýni við komuna til landsins, fólk sem býr hér verður sett í sóttkví og annað sýni tekið fjórum til fimm dögum síðar. Rögnvaldur segir því miður dæmi um að hringt sé í veika einstaklinga og þeir sakaðir um að fara ekki nógu varlega. Fólkið gerði ekkert rangt „Annað sem höfum verið að heyra og höfum meiri áhyggjur af er að það hefur borið á því að veikt fólk verður fyrir ónæði frá fólki úti í bæ sem hefur séð sig knúið til að senda fólki skilaboð eða hringt til að lýsa einhverjum skoðunum sem eiga ekki við. Saka fólk um að fara ekki varlega eða eitthvað svoleiðis. En ekkert svoleiðis á við og er ekki eðlileg hegðun gagnvart veiku fólki.“ Rögnvaldur segir að þau sem hafa veikst frá því landamærin voru opnuð hafi farið að öllum reglum. „Það fólk sem hefur verið að veikjast undanfarið hefur ekki gert neitt rangt. Það hefur verið að fylgja þeim reglum sem eru í gildi og meira segja umfram það. Flestir hafa verið að fara varlegar en leiðbeiningarnar, sem er reyndar búið að skerpa á síðan þá. Þannig að það er ekki hægt að vera að sakast við fólk. Það er engin sem leikur sér að því að verða veikur og nóg fyrir fólk að fást við það þó sé ekki líka verið að senda fólki skilaboð,“ segir Rögnvaldur, og bætir við að þetta hafi komið fyrir áður. Hann segir að þetta hafi áður komið fyrir. „Þetta er víða og það eru fleiri sem hafa lent í þessu. Það er verið að tala um þessa smitskömm sem fólk upplifir sem hefur veikst og veikt aðra. Fólki líður alveg nógu illa fyrir þó aðrir séu ekki líka að velta þeim upp úr þessu og saka þá um einhverja hluti sem ekki eiga við rök að styðjast.“ Hann segir afar mikilvægt að fólk fari varlega eins og á stöðum þar sem stór íþróttamót eiga sér stað. „Það er búið að skipuleggja þessi íþróttamót vel og hólfa niður en þau virka ekki nema fólk fari eftir þeim og það er aðal áskorunin að fólk fari eftir því skipulagi sem búið er að setja upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira