Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2020 23:09 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. Hún er jafnframt hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. Stöð 2/Einar Árnason. Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. Þetta kom fram í viðtali við Evu Björk Harðardóttur, oddvita Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. „Við bara þurfum að standa í lappirnar. Það er ekkert gefið í ferðaþjónustu í dag,“ segir Eva Björk, sem jafnframt er hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. „Minni fyrirtæki og fjölskyldufyrirtæki eru svolítið að laga sig að nýjum aðstæðum og er bara að ganga nokkuð vel. Íslendingar eru að koma til okkar.“ Eva segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands. Þá séu útlendingar farnir að slæðast inn í héraðið, sem hún segir virkilega ánægjulegt. Varðandi árið í heild segir Eva að þau ætli bara að sigla og halda sjó. „Það ætlar enginn að fara undir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Við ætlum bara að komast í gegnum þetta og horfum svo björtum augum til framtíðar,“ segir Eva. Vegagerð er hafin að væntalegri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skaftárbökkum handan Klausturs.Stöð 2/Einar Árnason. Einnig var rætt við hana um vegagerð sem nú er hafin á bökkum Skaftár, handan Klausturs, sem markar upphaf framkvæmda vegna fyrirhugaðrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs „Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi sem við erum búin að bíða eftir í ansi mörg ár,“ segir Eva. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 í beinni frá bökkum Skaftár: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. Þetta kom fram í viðtali við Evu Björk Harðardóttur, oddvita Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. „Við bara þurfum að standa í lappirnar. Það er ekkert gefið í ferðaþjónustu í dag,“ segir Eva Björk, sem jafnframt er hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. „Minni fyrirtæki og fjölskyldufyrirtæki eru svolítið að laga sig að nýjum aðstæðum og er bara að ganga nokkuð vel. Íslendingar eru að koma til okkar.“ Eva segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands. Þá séu útlendingar farnir að slæðast inn í héraðið, sem hún segir virkilega ánægjulegt. Varðandi árið í heild segir Eva að þau ætli bara að sigla og halda sjó. „Það ætlar enginn að fara undir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Við ætlum bara að komast í gegnum þetta og horfum svo björtum augum til framtíðar,“ segir Eva. Vegagerð er hafin að væntalegri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skaftárbökkum handan Klausturs.Stöð 2/Einar Árnason. Einnig var rætt við hana um vegagerð sem nú er hafin á bökkum Skaftár, handan Klausturs, sem markar upphaf framkvæmda vegna fyrirhugaðrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs „Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi sem við erum búin að bíða eftir í ansi mörg ár,“ segir Eva. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 í beinni frá bökkum Skaftár:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19
Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25