Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2020 23:09 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. Hún er jafnframt hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. Stöð 2/Einar Árnason. Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. Þetta kom fram í viðtali við Evu Björk Harðardóttur, oddvita Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. „Við bara þurfum að standa í lappirnar. Það er ekkert gefið í ferðaþjónustu í dag,“ segir Eva Björk, sem jafnframt er hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. „Minni fyrirtæki og fjölskyldufyrirtæki eru svolítið að laga sig að nýjum aðstæðum og er bara að ganga nokkuð vel. Íslendingar eru að koma til okkar.“ Eva segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands. Þá séu útlendingar farnir að slæðast inn í héraðið, sem hún segir virkilega ánægjulegt. Varðandi árið í heild segir Eva að þau ætli bara að sigla og halda sjó. „Það ætlar enginn að fara undir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Við ætlum bara að komast í gegnum þetta og horfum svo björtum augum til framtíðar,“ segir Eva. Vegagerð er hafin að væntalegri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skaftárbökkum handan Klausturs.Stöð 2/Einar Árnason. Einnig var rætt við hana um vegagerð sem nú er hafin á bökkum Skaftár, handan Klausturs, sem markar upphaf framkvæmda vegna fyrirhugaðrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs „Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi sem við erum búin að bíða eftir í ansi mörg ár,“ segir Eva. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 í beinni frá bökkum Skaftár: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. Þetta kom fram í viðtali við Evu Björk Harðardóttur, oddvita Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. „Við bara þurfum að standa í lappirnar. Það er ekkert gefið í ferðaþjónustu í dag,“ segir Eva Björk, sem jafnframt er hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. „Minni fyrirtæki og fjölskyldufyrirtæki eru svolítið að laga sig að nýjum aðstæðum og er bara að ganga nokkuð vel. Íslendingar eru að koma til okkar.“ Eva segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands. Þá séu útlendingar farnir að slæðast inn í héraðið, sem hún segir virkilega ánægjulegt. Varðandi árið í heild segir Eva að þau ætli bara að sigla og halda sjó. „Það ætlar enginn að fara undir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Við ætlum bara að komast í gegnum þetta og horfum svo björtum augum til framtíðar,“ segir Eva. Vegagerð er hafin að væntalegri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skaftárbökkum handan Klausturs.Stöð 2/Einar Árnason. Einnig var rætt við hana um vegagerð sem nú er hafin á bökkum Skaftár, handan Klausturs, sem markar upphaf framkvæmda vegna fyrirhugaðrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs „Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi sem við erum búin að bíða eftir í ansi mörg ár,“ segir Eva. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 í beinni frá bökkum Skaftár:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19
Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25