Meistaramót Íslands fært til Akureyrar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 16:00 Hilmar Örn Jónsson og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttafólk ársins 2019. Vísir/FRÍ Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum utanhúss mun ekki fara fram á Kópavogsvelli eins og upprunalega stóð til. Í staðinn mun mótið fara fram á Þórsvelli á Akureyri dagana 25. og 26. júlí. Ástæðan er einfaldlega sú að vallarkostur á höfuðborgarsvæðinu stenst ekki kröfur Frjálsíþróttasambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Frjálsíþróttasambandið sendi frá sér fyrr í dag. Þar kemur einfaldlega fam að Kópavogsvöllur standist ekki kröfur og flytja þurfi mótið. Framkvæmdir á Laugardalsvelli koma í veg fyrir að hægt sé að halda mótið í Laugardalnum líkt og í fyrra. Aðrir vallarkostir í Reykjavík standast ekki kröfur og þá er ekki hægt að keppa á Selfossi þar unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram frá 30. júlí til 2. ágúst. Að lokum varð Þórsvöllur fyrir valinu þar sem hann er eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem hægt er að keppa í öllum keppnisgreinum. Tilkynning FRÍ Undanfarna daga hafa stjórn og starfsfólk unnið úr þröngri stöðu eftir að í ljós kom að Meistaramót Íslands gæti ekki farið fram á Kópavogsvelli líkt og áður hafði verið auglýst. Nú hafa í annað sinn á fáum árum vaskir Norðlendingar, úr UFA á Akureyri, stigið fram og boðið fram sína reynslu og kunnáttu í mótahaldi sem og aðstöðu á hinum glæsilega Þórsvelli. Þórsvöllur er nú eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem keppa má í öllum keppnisgreinum á einum og sama vellinum. Stjórn FRÍ vill færa UFA sérstakar þakkir fyrir sína framgöngu en einnig verður að þakka sérstaklega Akureyrarbæ sem hefur tryggt frjálsíþróttamönnum þessa mikilsverðu aðstöðu. Nú þegar ljóst er að frjálsíþróttavellir landsins eiga undir högg að sækja er ómetanlegt að sjá öflugt sveitarfélag eins og Akureyrarbæ standa með frjálsum og tryggja að afreksmenn sem almenningur geti hlaupið, stokkið og kastað við úrvals aðstæður í fallegu umhverfi Eyjafjarðar. Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum utanhúss mun ekki fara fram á Kópavogsvelli eins og upprunalega stóð til. Í staðinn mun mótið fara fram á Þórsvelli á Akureyri dagana 25. og 26. júlí. Ástæðan er einfaldlega sú að vallarkostur á höfuðborgarsvæðinu stenst ekki kröfur Frjálsíþróttasambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Frjálsíþróttasambandið sendi frá sér fyrr í dag. Þar kemur einfaldlega fam að Kópavogsvöllur standist ekki kröfur og flytja þurfi mótið. Framkvæmdir á Laugardalsvelli koma í veg fyrir að hægt sé að halda mótið í Laugardalnum líkt og í fyrra. Aðrir vallarkostir í Reykjavík standast ekki kröfur og þá er ekki hægt að keppa á Selfossi þar unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram frá 30. júlí til 2. ágúst. Að lokum varð Þórsvöllur fyrir valinu þar sem hann er eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem hægt er að keppa í öllum keppnisgreinum. Tilkynning FRÍ Undanfarna daga hafa stjórn og starfsfólk unnið úr þröngri stöðu eftir að í ljós kom að Meistaramót Íslands gæti ekki farið fram á Kópavogsvelli líkt og áður hafði verið auglýst. Nú hafa í annað sinn á fáum árum vaskir Norðlendingar, úr UFA á Akureyri, stigið fram og boðið fram sína reynslu og kunnáttu í mótahaldi sem og aðstöðu á hinum glæsilega Þórsvelli. Þórsvöllur er nú eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem keppa má í öllum keppnisgreinum á einum og sama vellinum. Stjórn FRÍ vill færa UFA sérstakar þakkir fyrir sína framgöngu en einnig verður að þakka sérstaklega Akureyrarbæ sem hefur tryggt frjálsíþróttamönnum þessa mikilsverðu aðstöðu. Nú þegar ljóst er að frjálsíþróttavellir landsins eiga undir högg að sækja er ómetanlegt að sjá öflugt sveitarfélag eins og Akureyrarbæ standa með frjálsum og tryggja að afreksmenn sem almenningur geti hlaupið, stokkið og kastað við úrvals aðstæður í fallegu umhverfi Eyjafjarðar.
Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira