Vogue fjallar um drottningarnælu Kristjáns: „Fyllir mig sérstöku stolti“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2020 11:02 Kristján Eyjólfsson gullsmiður hannaði og smíðaði nælu fyrir drottninguna árið 2012 og fékk svo að hitta hana í kjölfarið. Aðsendar myndir Vogue birti á dögunum umfjöllun um fataval Elísabetar Englandsdrottningar og var þá sérstaklega sagt frá nælu sem Kristján Eyjólfsson gullsmiður hannaði fyrir drottninguna. Þar kemur fram að skartgripurinn sé í miklu uppáhaldi hjá henni. Kristján hefur búið erlendis frá árinu 2004 og selur nú hönnun sína um allan heim. „Að sjá hana bera þessa nælu fyllir mig sérstöku stolti og ánægju þar sem nælan er, eins og öll mín smíði úr 100 prósent endurunnu gulli og ber eingöngu steina sem unnir eru úr námum, sem eru sjálfbærar. Það þýðir að verkafólkinu er tryggður mannsæmandi aðbúnaður, laun og mannréttindi. Það hefur því vissa táknræna þýðingu að sjá drottningu Englands bera þetta skart,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Skjáskot af vef Vogue Hringdi strax í mömmu „Þegar ég setti upp verkstæðið í London, var ég mjög fljótt eftirsóttur í sérsmíði bæði í Englandi og Frakklandi. Ætli ábendingarnar hafi ekki komið frá þeim viðskiptavinum,“ segir Kristján um það hvernig hann fékk verkefnið. Nælan var hönnuð árið 2012 og drottningin hefur verið mynduð með næluna við mörg tilefni síðan þá. „Það var óvænt ánægja þegar haft var samband við mig frá Konunglega garðyrkjufélaginu í Bretlandi, sem sér um alla skrúðgarða Bretlands. Þeir sögðu að það hafi verið sérstaklega mælt með mér sem specialista í hönnun og sérsmíði skartgripa. Það var sannarlega mjög sérstakt að fá póst frá þeim með formlegri beiðni um að leggja fram hönnun og plön fyrir smíði á demantsnælu handa Elísabetu Englandsdrottningu í tilefni 60 ára krýningarafmælis hennar." Kristján segir að fyrstu viðbrögðin hafi verið að hringja í móður sína. Svo hófst hann strax handa við að hanna og smíða næluna. Íslenskt víravirki er í nælunni og Kristján vildi að nælan myndi minna á Ísland. „Hönnunarferlið var óvenjulega tæpt tímalega séð. Þegar ég tók við beiðninni um að leggja fram hönnun á nælunni var jafnframt sagt að þessi sérstaki skartgripur þyrfti að vera tilbúinn til afhendingar þremur vikum seinna. Hönnunin átti að vera byggð á blóminu Iris Unguicularis og óskað var eftir stærð hennar og efni. Ég man að það var fimmtudagur, en svarið þurfti að koma til þeirra á mánudegi. Þetta var því sannkallað maraþon yfir þessa helgi. Ég var heppinn að vera búinn að vinna að sérsmíði lengi, en vinnuhraða og vandvirkni lærði ég strax sem nemi á Íslandi.“ Chelsea Iris BroochMynd/Kristján Eyjólfsson Áhrifamikil upplifun Kristján segir að það gleðji alltaf að sjá drottninguna myndaða með næluna. „Ég var kynntur fyrir henni af Konunglega garðyrkjufélaginu 2012 á hinu árlega Chelsea Flower Show. Það var mjög sérstakt að fá að hitta hana og hún sýndi mér einstaklega hlýlegt viðmót.“ Drottningin sendi Kristjáni einnig þakkarbréf fyrir næluna. Í umfjöllun Vogue var fjallað um 15 bestu dress og fylgihluti sem drottningin hefur klæðst við opnanir á blómasýningunum frægu í Chelsea síðan 1952. Á þremur myndanna er drottningin með umrædda nælu. Kristján segir að hann hafi snemma vitað að hann ætlaði að verða gullsmiður. „Þegar ég var 14 ára gamall þá fékk ég fyrst að kynnast gullsmíði, þar sem ég fór í starfskynningu hjá Gull- og silfursmiðjunni Ernu. Þetta var áhrifamikil upplifun fyrir mig sem ungan strák. Ég hafði alltaf mikla ánægju af að teikna, föndra og vinna með höndunum. Þegar ég fékk tækifæri til þess að spreyta mig við ný og spennandi efni eins og silfur og blóðstein, þá vissi ég að þetta var eitthvað fyrir mig. Mér fannst mikið fjör að fá að nota hamar og eld til þess að forma silfrið og kveikja það saman. Ég man að þetta var silfur kross sem ég smíðaði með blóðsteini fyrir miðju, sem ég gaf síðan mömmu minni eftir þennan spennandi tíma á verkstæðinu,“ segir Kristján um það hvernig þetta ævintýri byrjaði. „Mér var boðinn starfssamningur stuttu eftir starfskynninguna. Löngunin til þess að hanna kom samtímis með þeirri tækni sem ég lærði inni á verkstæðinu,“ útskýrir Kristján. „Námið byrjaði strax frá um 14 ára aldri þar sem verkstæðið bauð mér að koma inn til þeirra milli grunnskólanáms sem ég var þá að ljúka. Sveinsnámið fór fram hjá verkstæðinu ásamt Iðnskólanum í Reykjavík. Á meðan á náminu stóð bauðst mér að fara í skiptinám til Lahti, í Finnlandi. Þessi ferð hafði gífurlega mikil áhrif á mig sem hönnuð og smið, þar sem ég hafði aðgang að einum virtasta gullsmíða- og hönnunarskóla heims með hæfileikaríkum kennurum og nemendum. Í þessu námi vildu kennararnir að ég ynni mikið að tæknilegri gullsmídi og lærði demanta- og steinasetningu ásamt hönnun. Eftir að ég útskrifaðist sem gullsmiður fór ég til Englands í leit að framhaldsnámi. Eftir vandlega íhugun varð School of Jewellery í Birmingham fyrir valinu og lauk ég þaðan BA námi í skartgripahönnun, sérhæfði ég mig jafnframt í steinaísetningu og leturgreftri. Við útskriftina hlaut ég einnig viðurkenningar fyrir smíði, steinasetningu, leturgröft og nýsköpunarverðlaun frá bresku gullsmiða samsteypunni. Þessar viðurkenningar gáfu mér mikinn byr undir vængi og kraft til þess að halda áfram við að vinna að því að finna og efla mína rödd í hönnun og smíði.“ Myndir/Kristján Eyjólfsson Smá sól í lífið Kristján var aðeins 16 ára þegar hann hannaði sína fyrstu skartgripalínu, Embrace, sem er enn í sölu í dag. „Hringirnir eru gerðir úr rauða gulli, gula gulli og hvítagulli með mismunandi lituðum demöntum. Þeim er hægt að raða saman með ólíkum hætti. Þeir eru mjög stílhreinir og því hægt að notað þá alla daga við flestan fatað og liti. Hönnunin var tekin frá sjávarþangi og þeim fallegu hreyfingum sem sjórinn gefur því. Embrace línan er mjög vinsæl og hefur hún komið sér fyrir á hinum ótrúlegustu fingrum víðs vegar um heiminn.“ Kristján býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Sidney í Ástralíu og hefur verið þar frá árinu 2016. „Við fluttum hingað þar sem konan mín, Ivonne, var alin upp hér og okkur langaði að leyfa dóttur okkar, Árúnu, að vaxa úr grasi nálægt frændfólki sínu hér í hlýjunni. Fyrirtækið mitt er þessháttar að ég get verið staðsettur hvar sem er, svo af hverju þá ekki að fá smá sól í lífið og smíðina? Hér er það vel tækjum búið, í mjög góðu húsnæði í hjarta borgarinnar. Sydney er yndisleg borg með vinalegu fólki og mjög mikil náttúrufegurð er hér alls staðar í næsta nágrenni. Það er töluverður hraði í þessari borg en stutt á ströndina, ef okkur langar að fá okkur smá sand á milli tásanna.“ Kristján er alltaf í að vinna að áhugaverðum og fjölbreyttum verkefnum og er líka með 12 skartgripalínur í sölu í augnablikinu. „Þar af ein glæný sem heitir Jörð og er með íslensku hrauni. Megnið af mínum tíma fer í sérsmíði fyrir viðskiptavini hér í Ástralíu og annars staðar um heiminn. Alltaf er það jafn skemmtilegt að vita ekki á hverju er von og að koma til móts við hinar mismunandi og ótrúlegustu óskir fólks, eins og til dæmis var ég að smíða hálsmen úr 24kt gulli, sem eru tveir kettir með demants augum og einnig stækkunargler úr 18kt gulli með fallegri grænni emeleringu og demanti. Allir dagar hér á verkstæðinu eru spennandi.“ Lesblindan alltaf hindrun Hann segir að það sem hvetji hann áfram sé endalausa gleðin sem fylgir starfinu sem veiti sköpunarþörfinni útrás. Enginn dagur er eins. „Það er mjög gefandi að vinna með kúnnunum mínum, jafnvel þó að sú vinna fari oft eingöngu fram á Skype eða Zoom ef þeir eru til dæmis staddir í Frakklandi, New York eða annars staðar í heiminum. Þegar fólk er að útskýra ástæður fyrir óskum sínum, verða samtölin og tengslin oft mjög persónuleg og náin. Fólk vill oft að hönnunin nái að tjá tilfinningar þess í gegnum skartgripinn eða hlutinn, ást þeirra, sorgir eða gleði.“ Myndir/Kristján Eyjólfsson Kristján segir að sögurnar þeirra og ástæðurnar fyrir sérsmíðinni séu oft áhugaverðar og spennandi og verði því skemmtilegur hluti af hans lífi. „Það sem hefur hindrað mig mest og gerir enn er mín blessaða lesblinda. Ég segi blessaða, ef að rétt er að samfara henni sé oft skapandi hugsun, sem hönnuðum er nauðsyn. Í dag er það kórónuveiran og afleiðingar hennar, sem er mesta hindrunin hér eins og víðast hvar í heiminum.“ Kristján er ekki með einhvern ákveðinn þekktan einstakling í huga sem hann langar að hanna fyrir. „En í framtíðinni þá mundi ég til dæmis fagna tækifæri til þess að hanna þýðingarmikil verk, stór eða lítil fyrir einstaklinga sem leggja áherslu á að efla sjálfbærni, hafa jákvæð siðferðisleg og umhverfisvæn skilaboð.“ Kristján kemur reglulega til Íslands og reynir að heimsækja landið einu sinni á ári ef aðstæður leyfa. „Ég á mjög sterkar rætur á Íslandi og nýt þess að vera samvistum við mitt fólk í hvert skipti sem ég kem heim. Ég vil gjarnan senda ættingjum og vinum góðar kveðjur með ósk um sólríkt sumar á Íslandi.“ Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að flytja einhvern tímann aftur á klakann svarar Kristján: „Það er nú svo skrítið þetta líf, maður veit aldrei hvað bíður handan við hornið.“ Tíska og hönnun Kóngafólk Tengdar fréttir „Þakklát fyrir hvern dag sem við getum verið að þessu“ Hönnunarteymið AGUSTAV er skipað hjónunum Ágústu Magnúsdóttur og Gustav Jóhannssyni. Þau taka þátt í HönnunarMars í ár og sýna bæði í Hafnarborg og í nýlegri verslun sinni á Skólavörðustíg 22. Þau vinna með við og nýta hvern einasta viðarbút sem þau fá alveg í þaula. 27. júní 2020 11:33 Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Íslensk hönnun er íslensk hönnun þó að hún sé framleidd erlendis Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman sýnir litríka og bjarta línu á HönnunarMars sem hófst formlega í dag. 24. júní 2020 14:45 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Vogue birti á dögunum umfjöllun um fataval Elísabetar Englandsdrottningar og var þá sérstaklega sagt frá nælu sem Kristján Eyjólfsson gullsmiður hannaði fyrir drottninguna. Þar kemur fram að skartgripurinn sé í miklu uppáhaldi hjá henni. Kristján hefur búið erlendis frá árinu 2004 og selur nú hönnun sína um allan heim. „Að sjá hana bera þessa nælu fyllir mig sérstöku stolti og ánægju þar sem nælan er, eins og öll mín smíði úr 100 prósent endurunnu gulli og ber eingöngu steina sem unnir eru úr námum, sem eru sjálfbærar. Það þýðir að verkafólkinu er tryggður mannsæmandi aðbúnaður, laun og mannréttindi. Það hefur því vissa táknræna þýðingu að sjá drottningu Englands bera þetta skart,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Skjáskot af vef Vogue Hringdi strax í mömmu „Þegar ég setti upp verkstæðið í London, var ég mjög fljótt eftirsóttur í sérsmíði bæði í Englandi og Frakklandi. Ætli ábendingarnar hafi ekki komið frá þeim viðskiptavinum,“ segir Kristján um það hvernig hann fékk verkefnið. Nælan var hönnuð árið 2012 og drottningin hefur verið mynduð með næluna við mörg tilefni síðan þá. „Það var óvænt ánægja þegar haft var samband við mig frá Konunglega garðyrkjufélaginu í Bretlandi, sem sér um alla skrúðgarða Bretlands. Þeir sögðu að það hafi verið sérstaklega mælt með mér sem specialista í hönnun og sérsmíði skartgripa. Það var sannarlega mjög sérstakt að fá póst frá þeim með formlegri beiðni um að leggja fram hönnun og plön fyrir smíði á demantsnælu handa Elísabetu Englandsdrottningu í tilefni 60 ára krýningarafmælis hennar." Kristján segir að fyrstu viðbrögðin hafi verið að hringja í móður sína. Svo hófst hann strax handa við að hanna og smíða næluna. Íslenskt víravirki er í nælunni og Kristján vildi að nælan myndi minna á Ísland. „Hönnunarferlið var óvenjulega tæpt tímalega séð. Þegar ég tók við beiðninni um að leggja fram hönnun á nælunni var jafnframt sagt að þessi sérstaki skartgripur þyrfti að vera tilbúinn til afhendingar þremur vikum seinna. Hönnunin átti að vera byggð á blóminu Iris Unguicularis og óskað var eftir stærð hennar og efni. Ég man að það var fimmtudagur, en svarið þurfti að koma til þeirra á mánudegi. Þetta var því sannkallað maraþon yfir þessa helgi. Ég var heppinn að vera búinn að vinna að sérsmíði lengi, en vinnuhraða og vandvirkni lærði ég strax sem nemi á Íslandi.“ Chelsea Iris BroochMynd/Kristján Eyjólfsson Áhrifamikil upplifun Kristján segir að það gleðji alltaf að sjá drottninguna myndaða með næluna. „Ég var kynntur fyrir henni af Konunglega garðyrkjufélaginu 2012 á hinu árlega Chelsea Flower Show. Það var mjög sérstakt að fá að hitta hana og hún sýndi mér einstaklega hlýlegt viðmót.“ Drottningin sendi Kristjáni einnig þakkarbréf fyrir næluna. Í umfjöllun Vogue var fjallað um 15 bestu dress og fylgihluti sem drottningin hefur klæðst við opnanir á blómasýningunum frægu í Chelsea síðan 1952. Á þremur myndanna er drottningin með umrædda nælu. Kristján segir að hann hafi snemma vitað að hann ætlaði að verða gullsmiður. „Þegar ég var 14 ára gamall þá fékk ég fyrst að kynnast gullsmíði, þar sem ég fór í starfskynningu hjá Gull- og silfursmiðjunni Ernu. Þetta var áhrifamikil upplifun fyrir mig sem ungan strák. Ég hafði alltaf mikla ánægju af að teikna, föndra og vinna með höndunum. Þegar ég fékk tækifæri til þess að spreyta mig við ný og spennandi efni eins og silfur og blóðstein, þá vissi ég að þetta var eitthvað fyrir mig. Mér fannst mikið fjör að fá að nota hamar og eld til þess að forma silfrið og kveikja það saman. Ég man að þetta var silfur kross sem ég smíðaði með blóðsteini fyrir miðju, sem ég gaf síðan mömmu minni eftir þennan spennandi tíma á verkstæðinu,“ segir Kristján um það hvernig þetta ævintýri byrjaði. „Mér var boðinn starfssamningur stuttu eftir starfskynninguna. Löngunin til þess að hanna kom samtímis með þeirri tækni sem ég lærði inni á verkstæðinu,“ útskýrir Kristján. „Námið byrjaði strax frá um 14 ára aldri þar sem verkstæðið bauð mér að koma inn til þeirra milli grunnskólanáms sem ég var þá að ljúka. Sveinsnámið fór fram hjá verkstæðinu ásamt Iðnskólanum í Reykjavík. Á meðan á náminu stóð bauðst mér að fara í skiptinám til Lahti, í Finnlandi. Þessi ferð hafði gífurlega mikil áhrif á mig sem hönnuð og smið, þar sem ég hafði aðgang að einum virtasta gullsmíða- og hönnunarskóla heims með hæfileikaríkum kennurum og nemendum. Í þessu námi vildu kennararnir að ég ynni mikið að tæknilegri gullsmídi og lærði demanta- og steinasetningu ásamt hönnun. Eftir að ég útskrifaðist sem gullsmiður fór ég til Englands í leit að framhaldsnámi. Eftir vandlega íhugun varð School of Jewellery í Birmingham fyrir valinu og lauk ég þaðan BA námi í skartgripahönnun, sérhæfði ég mig jafnframt í steinaísetningu og leturgreftri. Við útskriftina hlaut ég einnig viðurkenningar fyrir smíði, steinasetningu, leturgröft og nýsköpunarverðlaun frá bresku gullsmiða samsteypunni. Þessar viðurkenningar gáfu mér mikinn byr undir vængi og kraft til þess að halda áfram við að vinna að því að finna og efla mína rödd í hönnun og smíði.“ Myndir/Kristján Eyjólfsson Smá sól í lífið Kristján var aðeins 16 ára þegar hann hannaði sína fyrstu skartgripalínu, Embrace, sem er enn í sölu í dag. „Hringirnir eru gerðir úr rauða gulli, gula gulli og hvítagulli með mismunandi lituðum demöntum. Þeim er hægt að raða saman með ólíkum hætti. Þeir eru mjög stílhreinir og því hægt að notað þá alla daga við flestan fatað og liti. Hönnunin var tekin frá sjávarþangi og þeim fallegu hreyfingum sem sjórinn gefur því. Embrace línan er mjög vinsæl og hefur hún komið sér fyrir á hinum ótrúlegustu fingrum víðs vegar um heiminn.“ Kristján býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Sidney í Ástralíu og hefur verið þar frá árinu 2016. „Við fluttum hingað þar sem konan mín, Ivonne, var alin upp hér og okkur langaði að leyfa dóttur okkar, Árúnu, að vaxa úr grasi nálægt frændfólki sínu hér í hlýjunni. Fyrirtækið mitt er þessháttar að ég get verið staðsettur hvar sem er, svo af hverju þá ekki að fá smá sól í lífið og smíðina? Hér er það vel tækjum búið, í mjög góðu húsnæði í hjarta borgarinnar. Sydney er yndisleg borg með vinalegu fólki og mjög mikil náttúrufegurð er hér alls staðar í næsta nágrenni. Það er töluverður hraði í þessari borg en stutt á ströndina, ef okkur langar að fá okkur smá sand á milli tásanna.“ Kristján er alltaf í að vinna að áhugaverðum og fjölbreyttum verkefnum og er líka með 12 skartgripalínur í sölu í augnablikinu. „Þar af ein glæný sem heitir Jörð og er með íslensku hrauni. Megnið af mínum tíma fer í sérsmíði fyrir viðskiptavini hér í Ástralíu og annars staðar um heiminn. Alltaf er það jafn skemmtilegt að vita ekki á hverju er von og að koma til móts við hinar mismunandi og ótrúlegustu óskir fólks, eins og til dæmis var ég að smíða hálsmen úr 24kt gulli, sem eru tveir kettir með demants augum og einnig stækkunargler úr 18kt gulli með fallegri grænni emeleringu og demanti. Allir dagar hér á verkstæðinu eru spennandi.“ Lesblindan alltaf hindrun Hann segir að það sem hvetji hann áfram sé endalausa gleðin sem fylgir starfinu sem veiti sköpunarþörfinni útrás. Enginn dagur er eins. „Það er mjög gefandi að vinna með kúnnunum mínum, jafnvel þó að sú vinna fari oft eingöngu fram á Skype eða Zoom ef þeir eru til dæmis staddir í Frakklandi, New York eða annars staðar í heiminum. Þegar fólk er að útskýra ástæður fyrir óskum sínum, verða samtölin og tengslin oft mjög persónuleg og náin. Fólk vill oft að hönnunin nái að tjá tilfinningar þess í gegnum skartgripinn eða hlutinn, ást þeirra, sorgir eða gleði.“ Myndir/Kristján Eyjólfsson Kristján segir að sögurnar þeirra og ástæðurnar fyrir sérsmíðinni séu oft áhugaverðar og spennandi og verði því skemmtilegur hluti af hans lífi. „Það sem hefur hindrað mig mest og gerir enn er mín blessaða lesblinda. Ég segi blessaða, ef að rétt er að samfara henni sé oft skapandi hugsun, sem hönnuðum er nauðsyn. Í dag er það kórónuveiran og afleiðingar hennar, sem er mesta hindrunin hér eins og víðast hvar í heiminum.“ Kristján er ekki með einhvern ákveðinn þekktan einstakling í huga sem hann langar að hanna fyrir. „En í framtíðinni þá mundi ég til dæmis fagna tækifæri til þess að hanna þýðingarmikil verk, stór eða lítil fyrir einstaklinga sem leggja áherslu á að efla sjálfbærni, hafa jákvæð siðferðisleg og umhverfisvæn skilaboð.“ Kristján kemur reglulega til Íslands og reynir að heimsækja landið einu sinni á ári ef aðstæður leyfa. „Ég á mjög sterkar rætur á Íslandi og nýt þess að vera samvistum við mitt fólk í hvert skipti sem ég kem heim. Ég vil gjarnan senda ættingjum og vinum góðar kveðjur með ósk um sólríkt sumar á Íslandi.“ Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að flytja einhvern tímann aftur á klakann svarar Kristján: „Það er nú svo skrítið þetta líf, maður veit aldrei hvað bíður handan við hornið.“
Tíska og hönnun Kóngafólk Tengdar fréttir „Þakklát fyrir hvern dag sem við getum verið að þessu“ Hönnunarteymið AGUSTAV er skipað hjónunum Ágústu Magnúsdóttur og Gustav Jóhannssyni. Þau taka þátt í HönnunarMars í ár og sýna bæði í Hafnarborg og í nýlegri verslun sinni á Skólavörðustíg 22. Þau vinna með við og nýta hvern einasta viðarbút sem þau fá alveg í þaula. 27. júní 2020 11:33 Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Íslensk hönnun er íslensk hönnun þó að hún sé framleidd erlendis Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman sýnir litríka og bjarta línu á HönnunarMars sem hófst formlega í dag. 24. júní 2020 14:45 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Þakklát fyrir hvern dag sem við getum verið að þessu“ Hönnunarteymið AGUSTAV er skipað hjónunum Ágústu Magnúsdóttur og Gustav Jóhannssyni. Þau taka þátt í HönnunarMars í ár og sýna bæði í Hafnarborg og í nýlegri verslun sinni á Skólavörðustíg 22. Þau vinna með við og nýta hvern einasta viðarbút sem þau fá alveg í þaula. 27. júní 2020 11:33
Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00
Íslensk hönnun er íslensk hönnun þó að hún sé framleidd erlendis Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman sýnir litríka og bjarta línu á HönnunarMars sem hófst formlega í dag. 24. júní 2020 14:45