Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2020 11:00 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi. Með henni verður tæpum 633 milljörðum króna varið í málaflokkinn á tímabilinu. Vísir/Vilhelm Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. Tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Bein framlög til samgöngumála munu nema alls tæpum 633 milljörðum króna á fimmtán ára tímabili samgönguáætlunar. Til vegagerðar munu falla tæpir 560 milljarðar, um 37 milljarðar til flugvalla og flugleiðsögu, rúmir 14 milljarðar til hafnarmála, rúmir 19 milljarðar í stjórnsýslu, öryggi og eftirlit og rúmir 2,5 milljarðar til Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Áætlunin hefur valdið miklu fjaðrafoki á Alþingi og var Miðflokkurinn meðal annars sakaður um málþóf. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu og innanlandsflug. Við endurskoðun samgönguáætlunarinnar var samþykkt að auka framlög til vegagerðar umtalsvert. Þeim fjármunum verður meðal annars varið í aukin framlög til nýframkvæmda og viðhalds vega og þjónustu. Þá verður fjölmörgum framkvæmdum flýtt á tímabili áætlunarinnar með sérstakri áherslu á að bæta umferðaröryggi og tengingar á milli byggða. Þá er í áætluninni falin sérstök jarðgangaáætlun og í henni er meðal annars gert ráð fyrir að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist árið 2022. Fjarðarheiðargöng verða sett í forgang en í kjölfarið hefjast framkvæmdir á göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og síðan Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Þar með verði komið á hringtengingu á svæðinu. Sem hluti af samgönguáætlun fyrir næstu fimmtán árin var einnig samþykkt tillaga um samgönguáætlun næstu fimm ára en útgjöld í málaflokkinn munu aukast um fjóra milljarða á ári 2020-2024. Reykjavíkurflugvöllur þjónar enn innanlandsflugi Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að flytja skuli Reykjavíkurflugvöll svo fljótt sem auðið er var felld með 47 atkvæðum. Tillagan var gerð á grein sem segir til um að Reykjavíkurflugvöllur skuli áfram sinna innanlandsflugi með fullnægjandi hætti á meðan annar jafn góður eða betri kostur sé ekki fyrir hendi. Með tillögunni lagði Björn til að flugvöllurinn skyldi færður eins fljótt og auðið er en hann gæti enn þjónað innanlandsflugi þar til nýr flugvöllur hefði verið byggður. Þá var önnur breytingatillaga hans felld en hann lagði til að ekki væri heimilt að innheimta veggjöld. Björn hefur ítrekað gagnrýnt það að veggjöld skuli heimil. Hann hefur meðal annars greint frá því að með veggjöldum sé miðað að því að fjármagna og flýta ýmsum framkvæmdum og bæta nýjum við. Samvinnuverkefni ríkis og opinberra aðila Þá var lagt til samþykkis frumvarp um Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir sem samþykkt var með 35 atkvæðum gegn einu. Nítján sátu hjá. Með verkefninu er lögð enn meiri áhersla í samgönguáætluninni á aukna samvinnu milli hins opinbera og einkaaðila við hraða uppbyggingu framkvæmda. Ríkinu verður þar með heimilað að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir. Meðal þess sem áætlað er að verði samið um eru: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal, jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Frumvarpið hefur verið umdeilt og hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars verið sakaður um að koma því í gegn um þingið í skugga kórónuveirufárs, sem hann hefur alfarið vísað á bug. Þá hefur Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sagt að með frumvarpinu sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Einkaaðilum sé með þessu kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði. Alþingi Samgöngur Sundabraut Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. Tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Bein framlög til samgöngumála munu nema alls tæpum 633 milljörðum króna á fimmtán ára tímabili samgönguáætlunar. Til vegagerðar munu falla tæpir 560 milljarðar, um 37 milljarðar til flugvalla og flugleiðsögu, rúmir 14 milljarðar til hafnarmála, rúmir 19 milljarðar í stjórnsýslu, öryggi og eftirlit og rúmir 2,5 milljarðar til Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Áætlunin hefur valdið miklu fjaðrafoki á Alþingi og var Miðflokkurinn meðal annars sakaður um málþóf. Þingmenn Miðflokksins höfðu lýst andstöðu við þann hluta áætlunar er varðar borgarlínu og innanlandsflug. Við endurskoðun samgönguáætlunarinnar var samþykkt að auka framlög til vegagerðar umtalsvert. Þeim fjármunum verður meðal annars varið í aukin framlög til nýframkvæmda og viðhalds vega og þjónustu. Þá verður fjölmörgum framkvæmdum flýtt á tímabili áætlunarinnar með sérstakri áherslu á að bæta umferðaröryggi og tengingar á milli byggða. Þá er í áætluninni falin sérstök jarðgangaáætlun og í henni er meðal annars gert ráð fyrir að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist árið 2022. Fjarðarheiðargöng verða sett í forgang en í kjölfarið hefjast framkvæmdir á göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og síðan Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Þar með verði komið á hringtengingu á svæðinu. Sem hluti af samgönguáætlun fyrir næstu fimmtán árin var einnig samþykkt tillaga um samgönguáætlun næstu fimm ára en útgjöld í málaflokkinn munu aukast um fjóra milljarða á ári 2020-2024. Reykjavíkurflugvöllur þjónar enn innanlandsflugi Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að flytja skuli Reykjavíkurflugvöll svo fljótt sem auðið er var felld með 47 atkvæðum. Tillagan var gerð á grein sem segir til um að Reykjavíkurflugvöllur skuli áfram sinna innanlandsflugi með fullnægjandi hætti á meðan annar jafn góður eða betri kostur sé ekki fyrir hendi. Með tillögunni lagði Björn til að flugvöllurinn skyldi færður eins fljótt og auðið er en hann gæti enn þjónað innanlandsflugi þar til nýr flugvöllur hefði verið byggður. Þá var önnur breytingatillaga hans felld en hann lagði til að ekki væri heimilt að innheimta veggjöld. Björn hefur ítrekað gagnrýnt það að veggjöld skuli heimil. Hann hefur meðal annars greint frá því að með veggjöldum sé miðað að því að fjármagna og flýta ýmsum framkvæmdum og bæta nýjum við. Samvinnuverkefni ríkis og opinberra aðila Þá var lagt til samþykkis frumvarp um Samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir sem samþykkt var með 35 atkvæðum gegn einu. Nítján sátu hjá. Með verkefninu er lögð enn meiri áhersla í samgönguáætluninni á aukna samvinnu milli hins opinbera og einkaaðila við hraða uppbyggingu framkvæmda. Ríkinu verður þar með heimilað að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir. Meðal þess sem áætlað er að verði samið um eru: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegur um Mýrdal, jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Frumvarpið hefur verið umdeilt og hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars verið sakaður um að koma því í gegn um þingið í skugga kórónuveirufárs, sem hann hefur alfarið vísað á bug. Þá hefur Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sagt að með frumvarpinu sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Einkaaðilum sé með þessu kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði.
Alþingi Samgöngur Sundabraut Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira