Laxá í Dölum með 15 laxa opnun Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2020 09:48 Stefán Sigurðsson með 96 sm lax úr Kristnapolli í Laxá í Dölum Mynd: Harpa Hlín Þórðardóttir Nú eru síðustu árnar að opna fyrir veiðimönnum og Laxá í Dölum er ein af þeim sem opnar á þessum tíma en hún fór heldur betur vel af stað. Áin er í gullfallegu vatni og það er greinilegt að töluvert af laxi þegar gengin því stærsti laxinn sem kom á land í hollinu var 96 sm hængur sem Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters veiddi í Kristnapolli og það er greinilegt að sá hefur verið í ánni í alla vega mánuð. "Það er reglulega gaman að opna Laxá í Dölum við svona góð skilyrði og svo ég tali ekki um þegar það er fiskur komin um alla á" sagði Stefán í samtali við Veiðivísi í morgun. Fyrir utan þennan flotta hæng sem Stefán fékk þá komu nokkrir vænir tveggja ára laxar á land og þar á meðal þessi gullfallega hrygna sem eiginkona Stefáns, Harpa Hlín Þórðardóttir setti í og landaði. Þær verða varla fallegri hrygnurnar en þetta. Það hefur verið erfitt í gegnum tíðina að komast að í dölunum en samkvæmt Stefáni eru tvær stangir lausar hjá honum vegna forfalla 12-14. júlí og betri tíma er erfitt að fá í Laxá í Dölum þegar menn eru að sækjast í væna nýgegna laxa. Harpa Hlín með fallega hrygnu úr Laxá í DölumMynd: Stefán Sigurðsson Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði
Nú eru síðustu árnar að opna fyrir veiðimönnum og Laxá í Dölum er ein af þeim sem opnar á þessum tíma en hún fór heldur betur vel af stað. Áin er í gullfallegu vatni og það er greinilegt að töluvert af laxi þegar gengin því stærsti laxinn sem kom á land í hollinu var 96 sm hængur sem Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters veiddi í Kristnapolli og það er greinilegt að sá hefur verið í ánni í alla vega mánuð. "Það er reglulega gaman að opna Laxá í Dölum við svona góð skilyrði og svo ég tali ekki um þegar það er fiskur komin um alla á" sagði Stefán í samtali við Veiðivísi í morgun. Fyrir utan þennan flotta hæng sem Stefán fékk þá komu nokkrir vænir tveggja ára laxar á land og þar á meðal þessi gullfallega hrygna sem eiginkona Stefáns, Harpa Hlín Þórðardóttir setti í og landaði. Þær verða varla fallegri hrygnurnar en þetta. Það hefur verið erfitt í gegnum tíðina að komast að í dölunum en samkvæmt Stefáni eru tvær stangir lausar hjá honum vegna forfalla 12-14. júlí og betri tíma er erfitt að fá í Laxá í Dölum þegar menn eru að sækjast í væna nýgegna laxa. Harpa Hlín með fallega hrygnu úr Laxá í DölumMynd: Stefán Sigurðsson
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði