Tegund ofbeldis sem þrífst í þögninni: „Kölluð grjón og núðla“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. júní 2020 07:00 Anna Jia hefur upplifað fordóma á Íslandi frá því á leikskólaaldri. Að hennar mati eiga Íslendingar enn langt í land. Aðsend mynd „Ég myndi segja að við ættum enn langt í land. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið vonsvikin með það hvar við stöndum í þessum málum miðað við það að standa svo framarlega í nánast öllu öðru. Hann þrífst góðu lífi í bæði húmor og þögn,“ segir Anna Jia um fordóma á Íslandi. „Ég er fædd og uppalin í vesturbænum og hef varla farið út úr 101. Frá Melaskóla í Hagaskóla og síðan á náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík í rekstrarverkfræði í Háskóla Reykjavíkur. Mamma mín er íslensk og pabbi kom hingað frá Kína árið 1986 sem blakþjálfari- en hann var sjálfur fyrrum landsliðsmaður í blaki í Kína.“ Fólk tilbúið að hlusta Anna hefur síðustu vikur tjáð sig um fordóma á samfélagsmiðlum. Að hennar mati ætti fólk að vanda sig meira og hvetur hún Íslendinga til að segja eitthvað þegar þeir verða vitni af fordómum í kringum sig. „Ég vildi tala um þetta núna í ljósi þess að umræða um rasisma í heiminum gagnvart lituðu fólki hefur færst í aukanna upp á síðkastið, sérstaklega eftir George Floyd. Mig langaði að leggja mitt að mörkum til þess að halda þessari umræðu gangandi hér á landi og til þess að vekja til vitundarvakningar á því hversu aftarlega við stöndum. Sérstaklega eftir að ég sá færslur frá öðrum konum af asískum ættum. Ég kannaðist við svo margt af því sem þær voru að segja, sem ég hélt og vonaði einhvern veginn að hefði verið einskorðað við mig. Ég áttaði mig því á því að það er gríðarlega þörf fyrir því að tala um þessa hluti. Sérstaklega ef við viljum reyna að koma í veg fyrir það að ungar stúlkur sem er að alast upp í samfélaginu okkar þurfi að líða hið sama.“ Að hennar mati hefur umræðan um rasisma síðustu vikur verið frábær á samfélagsmiðlum hér á landi. „Það er gott og heilbrigt að sjá hversu tilbúið fólk er að hlusta núna og líta í eigin barm. Endurskoða hvað telst eðlilegt og hvað ekki. Svo ég hef trú á því að þetta muni hjálpa til við að gera samfélagið okkar að betri stað fyrir alla einstaklinga, óháð því hvernig þeir eru á litinn.“ Anna telur að fólk geri sér ekki endilega grein fyrir fordómunum sem þrífast á Íslandi. „Sérstaklega þegar ég sé hversu hissa fólk er að sjá færslur eins og mína. Ég er sjálf hissa yfir því að ástandið sé ekki betra en það er.“ View this post on Instagram #blackouttuesday A post shared by ANNA JIA (@annajia) on Jun 2, 2020 at 2:21am PDT Anna segir að hún hafi upplifað mest fordóma á unglingsárunum en hennar fyrsta minning er þó frá því hún var mun yngri. „Ábyggilega af leiksskóla þegar það var verið að toga augun til hliðar.“ „Ég hef verið kölluð grjón og núðla sem er ekki hrós. Það er jafn skrýtið og að vera kalla Breta einhverju eins og fish and chips. Það er líka bara skrýtið þegar ég fæ athugasemdir um að ég sé svo tropical eða yfirlýsingar um það að viðkomandi sé með yellow fever. Húðliturinn minn á ekki að vera blæti. Þetta er alveg jafn furðulegt og að labba upp að ljóshærðri bláeygðir konu og segja að þú sért með eitthvað „white fever“. Betra að ávarpa á íslensku Anna segir að hún upplifi þetta öðruvísi þegar hún er erlendis. „Mér finnst ég ekki þurfa að útskýra fyrir fólki jafn mikið af hverju ég lít út eins og ég geri eða hvaðan hreimurinn minn sé. Það er líka magnað þegar ég þarf ekki að stafa eða segja hvernig á að bera fram nafnið mitt. Oft gerir fólk ráð fyrir því að Anna sé ekki fædd hér eða hafi ekki íslensku sem móðurmál og þetta hefur áhrif á samskipti annarra við hana. Þetta er eitthvað sem margir Íslendingar upplifa þrátt fyrir að hafa búið hér allt sitt líf. „Ég er til dæmis eiginlega aldrei ávörpuð á íslensku þegar ég fer út í búð eða á veitingastaði. Stundum meira að segja þegar ég svara á íslensku fæ ég samt enn svar á ensku sem er sárt. Ég fæ líka oft hrós fyrir íslenskuna mína, hversu vel ég hef náð að læra hana. Já, það er ekki skrýtið enda er ég Íslendingur og hef búið hér alla mína ævi. Við verðum að átta okkur á því að Ísland er nútímaþjóðfélag sem þýðir að það munu ekki allir vera eins á litinn og samt elski þeir Ellý Vilhjálms og flatkökur með hangikjöti alveg eins mikið og hver annar Íslendingur. Ég fékk oft og fæ enn þann dag í dag spurninguna „ ching ching chong bing bong! Hvað var ég að segja? “ eða „var ég að segja eitthvað á kínversku?” Að hennar mati felur fólk sig oft á bak við að það sé „bara að grínast“ en öllu gríni fylgi einhver alvara. „Það er jafn lágkúrulegt að grínast með húðlit, uppruna og hreim fólks eins og þeim sem eru til dæmis fatlaðir. Þetta er eitthvað sem fólk ræður engu um. Það að einhver sem er í stöðu meirihlutahóps níðist á þeim og niðurlægi fyrir það eitt að vera hluti af minnihlutahóp finnst mér hreinlega og einfaldlega bara ljótt.“ Fólk þarf að vanda sig Á samfélagsmiðlum hefur Anna meðal annars talað um það þegar vinir telja það vera í lagi að láta frá sér fordómafulla brandara af því að viðkomandi hljóti nú að fatta að um grín sé að ræða. „Alvöru vinir grínast nefnilega á jafningjagrundvelli en ekki út frá því að einn tilheyri meirihlutahópi og hinn minnihlutahópi og sá síðari þurfi síðan að líða fyrir það eitt að tilheyra minnihlutahópi. Vinir ættu að þekkjast betur en svo að þurfa að vera með svona yfirborðskennt rasískt grín.“ Anna segir að þegar hún verði vitni að fordómum verði hún vonsvikin og missi algjörlega virðingu fyrir fólki. Þegar hún var unglingur upplifði hún meðal annars fordóma á íþróttavellinum. „Ég er ekki í stöðu til þess að svara því hvernig hlutirnir standa í dag en ég sjálf varð fyrir rasisma þegar ég var unglingur á íþróttavellinum að hálfu stuðningsfólks keppinautanna. Í einum leik, þar sem það var næstum því full stúka áhorfenda fékk öskur frá stuðningmönnum keppinautanna um að ég væri flatbrjósta kínverskur risi sem ætti að drulla sér út af. Engin í stúkunni sagði neitt, enginn í liðinu sagði neitt og allir létu bara eins og þetta hefði ekki ómað um salinn. Meðal annars ég sjálf. Það var engin rödd gegn þessu. Fólk verður nefnilega að vanda sig þegar það verður æst uppi í stúku þegar það er að horfa á leiki. Það er aldrei í lagi að öskra niðrandi á íþróttafólk, hvað þá vegna uppruna.“ Arfleiðin mikilvæg Um tíma íhugaði Anna að skipta um eftirnafn í von um að losna undan stríðni í skóla. „Mér leið rosalega illa í Hagaskóla á sínum tíma. Þar var byrjað að kalla mig Anna Jííhaaa. Því ég heiti Anna Jia. Þessi uppnefni ágerðust bara og áður en ég vissi voru krakkar úr öllum árgöngum byrjaðir að kalla mig Anna Jíhaa og kennarar hlæjandi með og kallandi mig það sjálfir og kokkurinn í mötuneytinu byrjaður að kalla á eftir mér CHINA CHINA. Þetta varð til þess að mig langaði til að skipta um nafn og verða bara Anna Jóhannesdóttir. Jóhannes er nafnið sem faðir minn var látinn taka upp þegar hann flutti til landsins. Hann þurfti að sleppa sínu eigin nafni sem foreldrar hans gáfu honum stoltir. Þannig voru lögin. Þess vegna þykir mér einstaklega vænt um Jia nafnið því þetta er það eina sem hann fékk að halda eftir af sínu nafni þegar hann flutti til landsins og þar að leiðandi við af fjölskyldunafninu okkar.“ Anna er þó fegin að hafa ekki látið verða af nafnabreytingunni enda stolt af sínu nafni. „Mér finnst sorglegt að hafa einu sinni íhugað það að leggja þúsund ára arfleifð mína með Jia nafninu alveg á hilluna út af rasisma og erfiðleikum Íslendinga við að skilja það að fólk ættað annars staðar frá kemur til með að vera með ný nöfn, sem ég veit að við erum öll mjög fær um að læra. Enda ein menntaðasta þjóð heims.“ Arfleiðin og uppruninn skiptir hana miklu máli. „Mér finnst ég persónulega mjög heppin að hafa fengið að hafa annan fótinn í menningu hinumegin á hnettinum. Það veitir manni mikla innsýn og skilning á því hvað við erum öll eins í grunninn. Sama hvaða tungumál við tölum eða hvernig við erum á litinn. Það er svo mikil fegurð í öllum menningum og margt sem við getum deilt með og kennt hvort öðru í staðin fyrir það að einblína á það hvar við erum ólík og hvað sé slæmt.“ View this post on Instagram Pabbi og mamma Ég er stolt af því að vera blandaða barnið þeirra og ég er líka ekki hálfur Íslendingur þvi að pabbi minn er frá Kína heldur heill Íslendingur sem á rætur til Kína. Íslensk-kínversk langar að endurskoða hvernig við skilgreinum blandaða Íslendinga. Orð eru áhrifarík á það hvernig við sjáum fólk. A post shared by ANNA JIA (@annajia) on Jun 20, 2020 at 10:33am PDT Mikilvægt að segja eitthvað Anna segir að allt of oft segi fólk því miður ekki neitt þegar það verður vitni að fordómum. „Það getur skipt öllu máli að segja eitthvað og styðja fólk þegar þú verður vitni af rasisma því þetta er ein tegund ofbeldis sem er oft ósýnileg og við megum ekki leyfa að þrífast í þögninni. Því það að segja ekki neitt er það sama og að samþykkja rasisma,“ segir Anna. „Í níunda bekk fórum við skólaferð til Húsavíkur þar sem við löbbuðum í hóp um bæinn. Allt í einu kemur bíll á blússandi ferð, rúðan er skrúfuð niður og öskrað að mér að ég sé Taílensk hóra og ætti að drulla mér aftur heim til mín. Hjartað mitt sökk í buxurnar og ég fann blóðið streyma í kinnarnar af niðurlægingu og tárin í augun þegar vinur minn, hann Mummi, stóð upp fyrir mig. Hann hljóp á eftir þeim og kallaði þá fávita. Það skipti mig öllu máli að finna þennan stuðning og að fleirum en mér fyndist þetta ekki í lagi. Þar fékk ég í raun og veru röddina til þess að standa uppi fyrir sjálfri mér því ég vissi að ég var ekki ein.“ Anna ítrekar að það geti einfaldlega skipt öllu máli að segja eitthvað í aðstæðum sem þessum. „Dæmi um það er aðeins seinna þegar ég var 15 ára að labba út í bakarí í lærdómspásu, þegar tveir miðaldra hvítir karlmenn gengu í átt að mér og annar segir „sjáðu þessa asísku?” Og slær mig mjög fast í rassinn. Ég man ennþá hvað það var sárt en af einhverjum ástæðum þá stóð ég í fyrsta sinn upp fyrir sjálfri mér. Ég sneri mér við og kallaði þá illa upp alin svín sem ættu að skammast sín. Það sem þeim brá við það að ég segði eitthvað, finnst mér líka sýna hvernig það er einhvern veginn ekki búist við því að þá sérstaklega Asíubúar standi upp fyrir sjálfum sér.“ Skilaboð frá áhyggjufullum mæðrum Hún hafði vonað innilega að þetta hefði breyst eitthvað síðan þá. „En því miður er það ekki raunin, því miður hef ég fengið ótal skilaboða frá ungum stúlkum af asískum uppruna úti um allt land sem hafa verið og eru að upplifa svipaða hluti. Hlutir eins og að tíu ára börn séu að koma upp að þeim og segja að mamma þeirra hafi verið hóra á hrísgrjónaakri sem hefi verið flutt inn í gámi til landsins af pabba þeirra sem er pimp. Að sama stúlka hafi verið í menntaskóla fyrir einungis tveimur árum og frönskukennarinn hafi spurt hvað móðir hennar síðan héti og þegar hún svaraði, fengið svarið já heitir hún Ching Chong? Þegar mamma hennar heitir engu þess hljómandi. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem ég heyri af svona í skólastofu og hef upplifað sjálf. Þetta finnst mér sýna að það er ákveðin hluti fullorðna fólksins á Íslandi sem þarf mjög nauðsynlega að endurskoða sinn gang. Það er verið að bregðast börnum samfélagsins ef þetta eru hlutir sem er verið að hafa fyrir þeim við matarborðið heima, því ég neita að trúa því að nokkurt barn finni upp á svona hryllingssögum um foreldra skólasystkina sinna. Og hvað þá í skólastofum landsins. Þegar kennarar sýna svona fordæmi í skólastofum, þá þarf virkilega á einhverjum rótækum breytingum að halda.“ Anna hefur fengið mikið af skilaboðum síðan hún opnaði sig um fordóma á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hef líka fengið þónokkur skilaboð frá áhyggjufullum mæðrum sem eiga lituð börn en enginn móðir á að þurfa að hafa áhyggjur að því að barnið hennar verði fyrir aðkasti og niðurlægingu í framtíðinni einungis vegna þess að það er aðeins öðruvísi á litinn. Þá höfum við fyrir hendinni samfélagslegt vandamál. Það besta sem við getum gert frá og með deginum í dag er að vera vakandi fyrir þessum hlutum í samfélaginu. Byrjum allar samræður á íslensku og reynum ekki að spyrja of mikið hvaðan fólk sé nema það vilji segja okkur frá því, sérstaklega ef það er búið að segja að það séu Íslendingar.“ Hún segir mikilvægt að stuðla að heilbrigðum umræðum um fordóma á Íslandi og deila reynslusögum. „Það er meira að góðu heilsteyptu fólki á Íslandi en slæmu og ég trúi ekki öðru en við náum að rétta þessa skekkju sem hefur myndast í garð litaðra Íslendinga.“ Helgarviðtal Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna Framleiðendur hinna geysivinsælu The Simpsons hafa gefið það út að hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna. 27. júní 2020 13:17 Matthew McConaughey fyrsti gesturinn í þættinum Óþægilegt samtal við svartan mann Þættirnir Uncomfortable Conversations with a Black Man eru að vekja mikla athygli á YouTube og ræðir þar Emmanuel Acho við gesti sína um stöðu svartra í bandarísku samfélaginu. 26. júní 2020 12:31 Pétur Jóhann biðst afsökunar á myndbandinu Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á myndbandi sem Björn Bragi Arnarson birti á Instagram. 13. júní 2020 17:12 Upplifði létti á samstöðumótmælunum og vonar að þau marki upphafið að allsherjar vakningu Sigrún hefur ítrekað orðið fyrir fordómum fyrir það eitt að vera brún á hörund. Hún segir að fordóma gegn svörtu fólki sé sannarlega að finna á litla Íslandi. Sigrún biðlar til foreldra að fræða börnin sín. 5. júní 2020 14:48 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
„Ég myndi segja að við ættum enn langt í land. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið vonsvikin með það hvar við stöndum í þessum málum miðað við það að standa svo framarlega í nánast öllu öðru. Hann þrífst góðu lífi í bæði húmor og þögn,“ segir Anna Jia um fordóma á Íslandi. „Ég er fædd og uppalin í vesturbænum og hef varla farið út úr 101. Frá Melaskóla í Hagaskóla og síðan á náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík í rekstrarverkfræði í Háskóla Reykjavíkur. Mamma mín er íslensk og pabbi kom hingað frá Kína árið 1986 sem blakþjálfari- en hann var sjálfur fyrrum landsliðsmaður í blaki í Kína.“ Fólk tilbúið að hlusta Anna hefur síðustu vikur tjáð sig um fordóma á samfélagsmiðlum. Að hennar mati ætti fólk að vanda sig meira og hvetur hún Íslendinga til að segja eitthvað þegar þeir verða vitni af fordómum í kringum sig. „Ég vildi tala um þetta núna í ljósi þess að umræða um rasisma í heiminum gagnvart lituðu fólki hefur færst í aukanna upp á síðkastið, sérstaklega eftir George Floyd. Mig langaði að leggja mitt að mörkum til þess að halda þessari umræðu gangandi hér á landi og til þess að vekja til vitundarvakningar á því hversu aftarlega við stöndum. Sérstaklega eftir að ég sá færslur frá öðrum konum af asískum ættum. Ég kannaðist við svo margt af því sem þær voru að segja, sem ég hélt og vonaði einhvern veginn að hefði verið einskorðað við mig. Ég áttaði mig því á því að það er gríðarlega þörf fyrir því að tala um þessa hluti. Sérstaklega ef við viljum reyna að koma í veg fyrir það að ungar stúlkur sem er að alast upp í samfélaginu okkar þurfi að líða hið sama.“ Að hennar mati hefur umræðan um rasisma síðustu vikur verið frábær á samfélagsmiðlum hér á landi. „Það er gott og heilbrigt að sjá hversu tilbúið fólk er að hlusta núna og líta í eigin barm. Endurskoða hvað telst eðlilegt og hvað ekki. Svo ég hef trú á því að þetta muni hjálpa til við að gera samfélagið okkar að betri stað fyrir alla einstaklinga, óháð því hvernig þeir eru á litinn.“ Anna telur að fólk geri sér ekki endilega grein fyrir fordómunum sem þrífast á Íslandi. „Sérstaklega þegar ég sé hversu hissa fólk er að sjá færslur eins og mína. Ég er sjálf hissa yfir því að ástandið sé ekki betra en það er.“ View this post on Instagram #blackouttuesday A post shared by ANNA JIA (@annajia) on Jun 2, 2020 at 2:21am PDT Anna segir að hún hafi upplifað mest fordóma á unglingsárunum en hennar fyrsta minning er þó frá því hún var mun yngri. „Ábyggilega af leiksskóla þegar það var verið að toga augun til hliðar.“ „Ég hef verið kölluð grjón og núðla sem er ekki hrós. Það er jafn skrýtið og að vera kalla Breta einhverju eins og fish and chips. Það er líka bara skrýtið þegar ég fæ athugasemdir um að ég sé svo tropical eða yfirlýsingar um það að viðkomandi sé með yellow fever. Húðliturinn minn á ekki að vera blæti. Þetta er alveg jafn furðulegt og að labba upp að ljóshærðri bláeygðir konu og segja að þú sért með eitthvað „white fever“. Betra að ávarpa á íslensku Anna segir að hún upplifi þetta öðruvísi þegar hún er erlendis. „Mér finnst ég ekki þurfa að útskýra fyrir fólki jafn mikið af hverju ég lít út eins og ég geri eða hvaðan hreimurinn minn sé. Það er líka magnað þegar ég þarf ekki að stafa eða segja hvernig á að bera fram nafnið mitt. Oft gerir fólk ráð fyrir því að Anna sé ekki fædd hér eða hafi ekki íslensku sem móðurmál og þetta hefur áhrif á samskipti annarra við hana. Þetta er eitthvað sem margir Íslendingar upplifa þrátt fyrir að hafa búið hér allt sitt líf. „Ég er til dæmis eiginlega aldrei ávörpuð á íslensku þegar ég fer út í búð eða á veitingastaði. Stundum meira að segja þegar ég svara á íslensku fæ ég samt enn svar á ensku sem er sárt. Ég fæ líka oft hrós fyrir íslenskuna mína, hversu vel ég hef náð að læra hana. Já, það er ekki skrýtið enda er ég Íslendingur og hef búið hér alla mína ævi. Við verðum að átta okkur á því að Ísland er nútímaþjóðfélag sem þýðir að það munu ekki allir vera eins á litinn og samt elski þeir Ellý Vilhjálms og flatkökur með hangikjöti alveg eins mikið og hver annar Íslendingur. Ég fékk oft og fæ enn þann dag í dag spurninguna „ ching ching chong bing bong! Hvað var ég að segja? “ eða „var ég að segja eitthvað á kínversku?” Að hennar mati felur fólk sig oft á bak við að það sé „bara að grínast“ en öllu gríni fylgi einhver alvara. „Það er jafn lágkúrulegt að grínast með húðlit, uppruna og hreim fólks eins og þeim sem eru til dæmis fatlaðir. Þetta er eitthvað sem fólk ræður engu um. Það að einhver sem er í stöðu meirihlutahóps níðist á þeim og niðurlægi fyrir það eitt að vera hluti af minnihlutahóp finnst mér hreinlega og einfaldlega bara ljótt.“ Fólk þarf að vanda sig Á samfélagsmiðlum hefur Anna meðal annars talað um það þegar vinir telja það vera í lagi að láta frá sér fordómafulla brandara af því að viðkomandi hljóti nú að fatta að um grín sé að ræða. „Alvöru vinir grínast nefnilega á jafningjagrundvelli en ekki út frá því að einn tilheyri meirihlutahópi og hinn minnihlutahópi og sá síðari þurfi síðan að líða fyrir það eitt að tilheyra minnihlutahópi. Vinir ættu að þekkjast betur en svo að þurfa að vera með svona yfirborðskennt rasískt grín.“ Anna segir að þegar hún verði vitni að fordómum verði hún vonsvikin og missi algjörlega virðingu fyrir fólki. Þegar hún var unglingur upplifði hún meðal annars fordóma á íþróttavellinum. „Ég er ekki í stöðu til þess að svara því hvernig hlutirnir standa í dag en ég sjálf varð fyrir rasisma þegar ég var unglingur á íþróttavellinum að hálfu stuðningsfólks keppinautanna. Í einum leik, þar sem það var næstum því full stúka áhorfenda fékk öskur frá stuðningmönnum keppinautanna um að ég væri flatbrjósta kínverskur risi sem ætti að drulla sér út af. Engin í stúkunni sagði neitt, enginn í liðinu sagði neitt og allir létu bara eins og þetta hefði ekki ómað um salinn. Meðal annars ég sjálf. Það var engin rödd gegn þessu. Fólk verður nefnilega að vanda sig þegar það verður æst uppi í stúku þegar það er að horfa á leiki. Það er aldrei í lagi að öskra niðrandi á íþróttafólk, hvað þá vegna uppruna.“ Arfleiðin mikilvæg Um tíma íhugaði Anna að skipta um eftirnafn í von um að losna undan stríðni í skóla. „Mér leið rosalega illa í Hagaskóla á sínum tíma. Þar var byrjað að kalla mig Anna Jííhaaa. Því ég heiti Anna Jia. Þessi uppnefni ágerðust bara og áður en ég vissi voru krakkar úr öllum árgöngum byrjaðir að kalla mig Anna Jíhaa og kennarar hlæjandi með og kallandi mig það sjálfir og kokkurinn í mötuneytinu byrjaður að kalla á eftir mér CHINA CHINA. Þetta varð til þess að mig langaði til að skipta um nafn og verða bara Anna Jóhannesdóttir. Jóhannes er nafnið sem faðir minn var látinn taka upp þegar hann flutti til landsins. Hann þurfti að sleppa sínu eigin nafni sem foreldrar hans gáfu honum stoltir. Þannig voru lögin. Þess vegna þykir mér einstaklega vænt um Jia nafnið því þetta er það eina sem hann fékk að halda eftir af sínu nafni þegar hann flutti til landsins og þar að leiðandi við af fjölskyldunafninu okkar.“ Anna er þó fegin að hafa ekki látið verða af nafnabreytingunni enda stolt af sínu nafni. „Mér finnst sorglegt að hafa einu sinni íhugað það að leggja þúsund ára arfleifð mína með Jia nafninu alveg á hilluna út af rasisma og erfiðleikum Íslendinga við að skilja það að fólk ættað annars staðar frá kemur til með að vera með ný nöfn, sem ég veit að við erum öll mjög fær um að læra. Enda ein menntaðasta þjóð heims.“ Arfleiðin og uppruninn skiptir hana miklu máli. „Mér finnst ég persónulega mjög heppin að hafa fengið að hafa annan fótinn í menningu hinumegin á hnettinum. Það veitir manni mikla innsýn og skilning á því hvað við erum öll eins í grunninn. Sama hvaða tungumál við tölum eða hvernig við erum á litinn. Það er svo mikil fegurð í öllum menningum og margt sem við getum deilt með og kennt hvort öðru í staðin fyrir það að einblína á það hvar við erum ólík og hvað sé slæmt.“ View this post on Instagram Pabbi og mamma Ég er stolt af því að vera blandaða barnið þeirra og ég er líka ekki hálfur Íslendingur þvi að pabbi minn er frá Kína heldur heill Íslendingur sem á rætur til Kína. Íslensk-kínversk langar að endurskoða hvernig við skilgreinum blandaða Íslendinga. Orð eru áhrifarík á það hvernig við sjáum fólk. A post shared by ANNA JIA (@annajia) on Jun 20, 2020 at 10:33am PDT Mikilvægt að segja eitthvað Anna segir að allt of oft segi fólk því miður ekki neitt þegar það verður vitni að fordómum. „Það getur skipt öllu máli að segja eitthvað og styðja fólk þegar þú verður vitni af rasisma því þetta er ein tegund ofbeldis sem er oft ósýnileg og við megum ekki leyfa að þrífast í þögninni. Því það að segja ekki neitt er það sama og að samþykkja rasisma,“ segir Anna. „Í níunda bekk fórum við skólaferð til Húsavíkur þar sem við löbbuðum í hóp um bæinn. Allt í einu kemur bíll á blússandi ferð, rúðan er skrúfuð niður og öskrað að mér að ég sé Taílensk hóra og ætti að drulla mér aftur heim til mín. Hjartað mitt sökk í buxurnar og ég fann blóðið streyma í kinnarnar af niðurlægingu og tárin í augun þegar vinur minn, hann Mummi, stóð upp fyrir mig. Hann hljóp á eftir þeim og kallaði þá fávita. Það skipti mig öllu máli að finna þennan stuðning og að fleirum en mér fyndist þetta ekki í lagi. Þar fékk ég í raun og veru röddina til þess að standa uppi fyrir sjálfri mér því ég vissi að ég var ekki ein.“ Anna ítrekar að það geti einfaldlega skipt öllu máli að segja eitthvað í aðstæðum sem þessum. „Dæmi um það er aðeins seinna þegar ég var 15 ára að labba út í bakarí í lærdómspásu, þegar tveir miðaldra hvítir karlmenn gengu í átt að mér og annar segir „sjáðu þessa asísku?” Og slær mig mjög fast í rassinn. Ég man ennþá hvað það var sárt en af einhverjum ástæðum þá stóð ég í fyrsta sinn upp fyrir sjálfri mér. Ég sneri mér við og kallaði þá illa upp alin svín sem ættu að skammast sín. Það sem þeim brá við það að ég segði eitthvað, finnst mér líka sýna hvernig það er einhvern veginn ekki búist við því að þá sérstaklega Asíubúar standi upp fyrir sjálfum sér.“ Skilaboð frá áhyggjufullum mæðrum Hún hafði vonað innilega að þetta hefði breyst eitthvað síðan þá. „En því miður er það ekki raunin, því miður hef ég fengið ótal skilaboða frá ungum stúlkum af asískum uppruna úti um allt land sem hafa verið og eru að upplifa svipaða hluti. Hlutir eins og að tíu ára börn séu að koma upp að þeim og segja að mamma þeirra hafi verið hóra á hrísgrjónaakri sem hefi verið flutt inn í gámi til landsins af pabba þeirra sem er pimp. Að sama stúlka hafi verið í menntaskóla fyrir einungis tveimur árum og frönskukennarinn hafi spurt hvað móðir hennar síðan héti og þegar hún svaraði, fengið svarið já heitir hún Ching Chong? Þegar mamma hennar heitir engu þess hljómandi. Þetta er því miður ekki í fyrsta skiptið sem ég heyri af svona í skólastofu og hef upplifað sjálf. Þetta finnst mér sýna að það er ákveðin hluti fullorðna fólksins á Íslandi sem þarf mjög nauðsynlega að endurskoða sinn gang. Það er verið að bregðast börnum samfélagsins ef þetta eru hlutir sem er verið að hafa fyrir þeim við matarborðið heima, því ég neita að trúa því að nokkurt barn finni upp á svona hryllingssögum um foreldra skólasystkina sinna. Og hvað þá í skólastofum landsins. Þegar kennarar sýna svona fordæmi í skólastofum, þá þarf virkilega á einhverjum rótækum breytingum að halda.“ Anna hefur fengið mikið af skilaboðum síðan hún opnaði sig um fordóma á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hef líka fengið þónokkur skilaboð frá áhyggjufullum mæðrum sem eiga lituð börn en enginn móðir á að þurfa að hafa áhyggjur að því að barnið hennar verði fyrir aðkasti og niðurlægingu í framtíðinni einungis vegna þess að það er aðeins öðruvísi á litinn. Þá höfum við fyrir hendinni samfélagslegt vandamál. Það besta sem við getum gert frá og með deginum í dag er að vera vakandi fyrir þessum hlutum í samfélaginu. Byrjum allar samræður á íslensku og reynum ekki að spyrja of mikið hvaðan fólk sé nema það vilji segja okkur frá því, sérstaklega ef það er búið að segja að það séu Íslendingar.“ Hún segir mikilvægt að stuðla að heilbrigðum umræðum um fordóma á Íslandi og deila reynslusögum. „Það er meira að góðu heilsteyptu fólki á Íslandi en slæmu og ég trúi ekki öðru en við náum að rétta þessa skekkju sem hefur myndast í garð litaðra Íslendinga.“
Helgarviðtal Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna Framleiðendur hinna geysivinsælu The Simpsons hafa gefið það út að hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna. 27. júní 2020 13:17 Matthew McConaughey fyrsti gesturinn í þættinum Óþægilegt samtal við svartan mann Þættirnir Uncomfortable Conversations with a Black Man eru að vekja mikla athygli á YouTube og ræðir þar Emmanuel Acho við gesti sína um stöðu svartra í bandarísku samfélaginu. 26. júní 2020 12:31 Pétur Jóhann biðst afsökunar á myndbandinu Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á myndbandi sem Björn Bragi Arnarson birti á Instagram. 13. júní 2020 17:12 Upplifði létti á samstöðumótmælunum og vonar að þau marki upphafið að allsherjar vakningu Sigrún hefur ítrekað orðið fyrir fordómum fyrir það eitt að vera brún á hörund. Hún segir að fordóma gegn svörtu fólki sé sannarlega að finna á litla Íslandi. Sigrún biðlar til foreldra að fræða börnin sín. 5. júní 2020 14:48 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna Framleiðendur hinna geysivinsælu The Simpsons hafa gefið það út að hvítir leikarar munu ekki tala fyrir persónur af öðrum uppruna. 27. júní 2020 13:17
Matthew McConaughey fyrsti gesturinn í þættinum Óþægilegt samtal við svartan mann Þættirnir Uncomfortable Conversations with a Black Man eru að vekja mikla athygli á YouTube og ræðir þar Emmanuel Acho við gesti sína um stöðu svartra í bandarísku samfélaginu. 26. júní 2020 12:31
Pétur Jóhann biðst afsökunar á myndbandinu Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á myndbandi sem Björn Bragi Arnarson birti á Instagram. 13. júní 2020 17:12
Upplifði létti á samstöðumótmælunum og vonar að þau marki upphafið að allsherjar vakningu Sigrún hefur ítrekað orðið fyrir fordómum fyrir það eitt að vera brún á hörund. Hún segir að fordóma gegn svörtu fólki sé sannarlega að finna á litla Íslandi. Sigrún biðlar til foreldra að fræða börnin sín. 5. júní 2020 14:48