Íslendingar voru í eldlínunni í Danmörku, Svíþjóð og Rússlandi í dag. Glódís Perla Viggósdóttir og Eggert Gunnþór Jónsson voru í sigurliði en Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon gerðu jafntefli.
Eggert Gunnþór Jónsson spilaði í vörn SönderjyskE sem vann 1-0 sigur á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. SönderjyskE er með 36 stig í 2. sæti fallriðils eitt í danska boltanum.
Sådan . Vi vinder 1-0 over Silkeborg og tager tre vigtige point i 3F Superligaen. Greko som matchvinder . Nu tæller vi ned til finalen i Sydbank Pokalen . #sldk #sjesif pic.twitter.com/CRaPuSEXrj
— SønderjyskE Fodbold (@SEfodbold) June 27, 2020
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA Moskvu sem gerði markalaust jafntefli við Dynamo Moskvu. Arnór Sigurðsson byrjaði inn á en var skipt af velli á 77. mínútu. CSKA er í 5. sætinu.
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård byrja sænsku úrvalsdeildina á 1-0 sigri en þær höfðu betur gegn Vittsjö á heimavelli í dag. Sigurmarkið var sjálfsmark sjö mínútum fyrir eikslok en Glódís Perla lék allan leikinn í vörn Rosengård.