Fólk í sóttkví keyrir inn í tjald til að kjósa Sylvía Hall skrifar 27. júní 2020 14:47 Kjörstaður fyrir fólk í sóttkví er við Hlíðarsmára 1. Vísir/Einar Fólk sem er í sóttkví vegna hættu á kórónuveirusmiti mun geta kosið í forsetakosningunum í dag. Aðstaða verður opnuð í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi við húsnæði sýslumanns, á bílaplani sunnan megin við húsið. Kjörstaðurinn verður opinn milli klukkan 15 og 18:30. Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Þá skrifar kjósandi nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra grein fyrir hvern hann vill kjósa. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu. Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Viðkomandi hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Séu tveir kjósendur saman í sóttkví og mæta saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo ekki sé hægt að sjá atkvæðið. Ekki mega fleiri en tveir vera saman í bíl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn hefði meðal annars farið í það að leita lausna á vandanum. „Við höfum verið að vinna hörðum höndum að því að finna lausn. Það var búið að tryggja að þeir sem voru í sóttkví fyrir þennan tímaramma gátu kosið utan kjörfundar og með ákveðnum aðferðum. Við höfum verið að finna lausn fyrir þá sem þurfa að kjósa í dag og það er búið að finna lausn.“ Hún segir það hafa komið á óvart að þessi staða kæmi upp. „Já, að svona stór fjöldi færi í sóttkví daginn fyrir kjördag var auðvitað ófyrirséð. Það er nú bara eins og með flest á þessum tímum.“ Vísir/Einar Forsetakosningar 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30 Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Fólk sem er í sóttkví vegna hættu á kórónuveirusmiti mun geta kosið í forsetakosningunum í dag. Aðstaða verður opnuð í Hlíðarsmára 1 í Kópavogi við húsnæði sýslumanns, á bílaplani sunnan megin við húsið. Kjörstaðurinn verður opinn milli klukkan 15 og 18:30. Atkvæðagreiðslan verður með þeim hætti að kjósandi kemur einn í bifreið sinni og keyrir inn í tjald sem verður á staðnum. Þá skrifar kjósandi nafn þess sem hann vill kjósa og gera þannig kjörstjóra grein fyrir hvern hann vill kjósa. Óheimilt er vegna sóttvarna að opna hurð eða glugga á bifreiðinni eða fara út úr henni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu. Mikill fjöldi fólks er nú í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem kom upp í vikunni. Viðkomandi hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun við landamærin. Séu tveir kjósendur saman í sóttkví og mæta saman í bíl verður að vera hátt skilrúm á milli svo ekki sé hægt að sjá atkvæðið. Ekki mega fleiri en tveir vera saman í bíl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu að dagurinn hefði meðal annars farið í það að leita lausna á vandanum. „Við höfum verið að vinna hörðum höndum að því að finna lausn. Það var búið að tryggja að þeir sem voru í sóttkví fyrir þennan tímaramma gátu kosið utan kjörfundar og með ákveðnum aðferðum. Við höfum verið að finna lausn fyrir þá sem þurfa að kjósa í dag og það er búið að finna lausn.“ Hún segir það hafa komið á óvart að þessi staða kæmi upp. „Já, að svona stór fjöldi færi í sóttkví daginn fyrir kjördag var auðvitað ófyrirséð. Það er nú bara eins og með flest á þessum tímum.“ Vísir/Einar
Forsetakosningar 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30 Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Leita lausnar svo fólk í sóttkví geti kosið Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafði samband við yfirkjörstjórnir eftir að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn í dag. 27. júní 2020 12:30
Fjögur ný smit greindust síðasta sólarhringinn Fjórir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og tveir á veirufræðideild Landspítalans samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. 27. júní 2020 13:55
Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23