Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 08:01 Trump fyrir utan Hvíta húsið í gær. AP/Alex Brandon Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. Donald Trump, forseti, hefur ekki tekið vel í það og notaði tilefnið til að ljúga upp á mótmælendur í New York um að þau hafi kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu myrtir. Talskona de Blasio sagði í gær að Trump smánaði öll þau gildi sem íbúar New York taki sér nærri. Það þyrfti að minna hann á það í hvert sinn sem hann sneri aftur til New York að líf svartra skipti svo sannarlega máli, samkvæmt frétt New York Times. Trump tjáði sig um ákvörðun de Blasio á Twitter og þar laug hann upp á mótmælendur í borginni og reyndi að skapa illdeilur á milli þeirra og lögreglunnar. Hann hélt því ranglega fram að mótmælendur í New York hafi kallað lögregluþjóna „Pigs in a blanket1“, sem eru pulsur vafðar í beikon eða deig, og kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu „grillaðir“. Forsetinn sagði lögregluþjóna brjálaða yfir þessu. Told that @NYCMayor Bill de Blasio wants to paint the fabled & beautiful Fifth Avenue, right in front of Trump Tower/Tiffany, with a big yellow Black Lives Matter sign. “Pigs in a Blanket, Fry ‘Em Like Bacon”, referring to killing Police, is their chant. NYC Police are furious!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Hið rétta er að tiltölulega fámennur hópa mótmælenda gegn ofbeldi lögregluþjóna í Minnsesota sögðu þetta árið 2015. Bæði Sean Hannity, sem er vinur Trump, og Tucker Carlson hjá Fox News hafa sýnt myndbrot frá þessum mótmælum á síðustu vikum. Trump var gestur í umræðuþætti á Fox í gær, sem Hannity stýrði, þar sem hann fór ekki fögrum orðum um mótmælendur sem hafa rifið niður umdeildar styttur í Bandaríkjunum. Hann sagði þá vera hryðjuverkamenn og að á einhverjum tímapunkti þyrfti að veita þeim „makleg málagjöld“. Þá sakaði hann leiðtoga BLM-hreyfingarinnar New York um landráð í gær. Sá hafði talað um að „brenna kerfið“ og byggja það upp á nýjan leik ef umfangsmiklar breytingar verði ekki gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Þetta sagði forsetinn vera landráð. Black Lives Matter leader states, “If U.S. doesn’t give us what we want, then we will burn down this system and replace it”. This is Treason, Sedition, Insurrection!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Black Lives Matter Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. Donald Trump, forseti, hefur ekki tekið vel í það og notaði tilefnið til að ljúga upp á mótmælendur í New York um að þau hafi kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu myrtir. Talskona de Blasio sagði í gær að Trump smánaði öll þau gildi sem íbúar New York taki sér nærri. Það þyrfti að minna hann á það í hvert sinn sem hann sneri aftur til New York að líf svartra skipti svo sannarlega máli, samkvæmt frétt New York Times. Trump tjáði sig um ákvörðun de Blasio á Twitter og þar laug hann upp á mótmælendur í borginni og reyndi að skapa illdeilur á milli þeirra og lögreglunnar. Hann hélt því ranglega fram að mótmælendur í New York hafi kallað lögregluþjóna „Pigs in a blanket1“, sem eru pulsur vafðar í beikon eða deig, og kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu „grillaðir“. Forsetinn sagði lögregluþjóna brjálaða yfir þessu. Told that @NYCMayor Bill de Blasio wants to paint the fabled & beautiful Fifth Avenue, right in front of Trump Tower/Tiffany, with a big yellow Black Lives Matter sign. “Pigs in a Blanket, Fry ‘Em Like Bacon”, referring to killing Police, is their chant. NYC Police are furious!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Hið rétta er að tiltölulega fámennur hópa mótmælenda gegn ofbeldi lögregluþjóna í Minnsesota sögðu þetta árið 2015. Bæði Sean Hannity, sem er vinur Trump, og Tucker Carlson hjá Fox News hafa sýnt myndbrot frá þessum mótmælum á síðustu vikum. Trump var gestur í umræðuþætti á Fox í gær, sem Hannity stýrði, þar sem hann fór ekki fögrum orðum um mótmælendur sem hafa rifið niður umdeildar styttur í Bandaríkjunum. Hann sagði þá vera hryðjuverkamenn og að á einhverjum tímapunkti þyrfti að veita þeim „makleg málagjöld“. Þá sakaði hann leiðtoga BLM-hreyfingarinnar New York um landráð í gær. Sá hafði talað um að „brenna kerfið“ og byggja það upp á nýjan leik ef umfangsmiklar breytingar verði ekki gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Þetta sagði forsetinn vera landráð. Black Lives Matter leader states, “If U.S. doesn’t give us what we want, then we will burn down this system and replace it”. This is Treason, Sedition, Insurrection!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Black Lives Matter Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira